Sport

Ferguson hrósar Milan

Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United var auðmjúkur eftir tap sinna manna fyrir AC Milan á Ítalíu í gær. "Ég var nokkuð sáttur við leik minna manna í báðum leikjunum gegn Milan, en það eina sem ekki gekk upp hjá okkur var að klára færin sem við fengum", sagði Skotinn sem telur að Milan eigi ágæta möguleika í keppninni.  "Þeir eru með frábært lið og eru sannir atvinnumenn. Þeir kláruðu færin sín - en við ekki og þar lá munurinn á liðunum.  Það hefði verið okkur dýrmætt ef Ryan Giggs hefði skorað í leiknum, en við vorum óheppnir og skot hans fór í stöngina.  Mark hefði sett strik í reikninginn, en því miður náðum við ekki að skora". Ferguson hrósaði sérstaklega leikmönnunum Paolo Maldini og Cafú hjá Milan.  "Cafú var frábær og hann leikur eins og hann sé með tvö hjörtu og Maldini.... ef hann leikur í fjögur eða fimm ár í viðbót - þá er ég hættur", sagði Ferguson hæðnislega, þegar hann dáðist að úthaldi tveggja eldri leikmanna Milan.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×