Fréttamenn ræða allsherjaruppsögn 10. mars 2005 00:01 Fréttamenn á fréttastofu Útvarpsins ræða nú að segja upp störfum, allir sem einn, verði ekki horfið frá ráðningu Auðuns Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra. Þá ætla þeir að kanna lagagrundvöll fyrir því hvort hægt sé að kæra ráðningu hans. Þetta sagði Jón Gunnar Grjetarsson, formaður Félags fréttamanna útvarpsins, í gærkvöld að loknum fundi stjórnar félagsins. Stjórnin hefur boðað til félagsfundar í hádeginu í dag, þar sem fulltrúi Bandalags háskólamanna mun mæta. Þar verður farið yfir réttarstöðu fréttamannanna og ýmis lagaleg atriði vegna ráðningar Auðuns Georgs. "Við munum meðal annars fara yfir það hver réttarstaða okkar er gagnvart skerðingu eða röskun á fréttaútsendingum, sem við viljum helst ekki að hlustendur okkar þurfi að verða fyrir," sagði Jón Gunnar. "Jafnframt munum við skoða lagalega stöðu okkar ef til uppsagna kemur. Menn eru að ræða þann möguleika sem einn af nokkrum. Það er enginn bilbugur á okkur." "Þeir atburðir sem hér hafa orðið eru með þeim ólíkindum að mér hefði aldrei komið til hugar að þetta gæti gerst," sagði Bogi Ágústsson, forstöðumaður fréttasviðs Ríkisútvarpsins. "Ástandið er engu líkt og ég man ekki eftir öðru eins þó hef ég verið hér í hartnær 30 ár," sagði hann og bætti við að hann þyrði engu að spá um framtíðina. Einörð andstaða fréttamanna og annarra starfsmanna Ríkisútvarpsins gegn ráðningu Auðuns Georgs leiddi til tíðra fundahalda og þess að fréttatímar gengu úr skorðum í gær. Fréttamennirnir samþykktu vantraust á Markús Örn Antonsson útvarpsstjóra og starfsmannafundur samþykkti áskorun um að útvarpsstjóri endurskoðaði ákvörðun sína um ráðningu í starf fréttastjóra útvarpsins. Fréttamenn biðu lengi dags í gær viðbragða útvarpsstjóra og nýráðins fréttastjóra við ályktunum og áskorunum, en þeir létu hvorugur ná í sig. Auðun Georg vildi ekki tjá sig um málið við Fréttablaðið í gærkvöldi og ekki náðist Markús Örn Antonsson útvarpsstjóra. Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Áfall fyrir RIFF Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Fleiri fréttir Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Sjá meira
Fréttamenn á fréttastofu Útvarpsins ræða nú að segja upp störfum, allir sem einn, verði ekki horfið frá ráðningu Auðuns Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra. Þá ætla þeir að kanna lagagrundvöll fyrir því hvort hægt sé að kæra ráðningu hans. Þetta sagði Jón Gunnar Grjetarsson, formaður Félags fréttamanna útvarpsins, í gærkvöld að loknum fundi stjórnar félagsins. Stjórnin hefur boðað til félagsfundar í hádeginu í dag, þar sem fulltrúi Bandalags háskólamanna mun mæta. Þar verður farið yfir réttarstöðu fréttamannanna og ýmis lagaleg atriði vegna ráðningar Auðuns Georgs. "Við munum meðal annars fara yfir það hver réttarstaða okkar er gagnvart skerðingu eða röskun á fréttaútsendingum, sem við viljum helst ekki að hlustendur okkar þurfi að verða fyrir," sagði Jón Gunnar. "Jafnframt munum við skoða lagalega stöðu okkar ef til uppsagna kemur. Menn eru að ræða þann möguleika sem einn af nokkrum. Það er enginn bilbugur á okkur." "Þeir atburðir sem hér hafa orðið eru með þeim ólíkindum að mér hefði aldrei komið til hugar að þetta gæti gerst," sagði Bogi Ágústsson, forstöðumaður fréttasviðs Ríkisútvarpsins. "Ástandið er engu líkt og ég man ekki eftir öðru eins þó hef ég verið hér í hartnær 30 ár," sagði hann og bætti við að hann þyrði engu að spá um framtíðina. Einörð andstaða fréttamanna og annarra starfsmanna Ríkisútvarpsins gegn ráðningu Auðuns Georgs leiddi til tíðra fundahalda og þess að fréttatímar gengu úr skorðum í gær. Fréttamennirnir samþykktu vantraust á Markús Örn Antonsson útvarpsstjóra og starfsmannafundur samþykkti áskorun um að útvarpsstjóri endurskoðaði ákvörðun sína um ráðningu í starf fréttastjóra útvarpsins. Fréttamenn biðu lengi dags í gær viðbragða útvarpsstjóra og nýráðins fréttastjóra við ályktunum og áskorunum, en þeir létu hvorugur ná í sig. Auðun Georg vildi ekki tjá sig um málið við Fréttablaðið í gærkvöldi og ekki náðist Markús Örn Antonsson útvarpsstjóra.
Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Áfall fyrir RIFF Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Fleiri fréttir Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Sjá meira