Lögregluyfirvöld fá enn ákúrur 11. mars 2005 00:01 Lögregluyfirvöld í Hafnarfirði fá enn á ný ákúrur frá dómstólum fyrir að draga í meira en eitt og hálft ár að gefa út ákæru. Hæstiréttur segir þetta vítavert, engar skýringar hafi komið fram og þetta sé brot á rétti fólks til réttlátrar málsmeðferðar. Héraðsdómari við dómstólinn á Reykjanesi sagði í dómi sínum í febrúar að sýslumannsembættið í Hafnarfirði hefði bæði brotið lög og mannréttindi með því að draga í fjórtán mánuði að gefa út ákærur á hendur tveimur piltum fyrir innbrot. Þessi dráttur er óhæfilegur og óútskýrður, sagði dómarinn, og frestaði refsingu yfir piltunum. Stuttu síðar var karlmanni var í Hæstarétti dæmd hálf milljón í bætur vegna þess að hann var í tvö og hálft ár grunaður um fjárdrátt án þess að ákæra væri gefin út af lögreglunni í Reykjavík. Og ekki er langt síðan kæra sem kona lagði fram vegna líkamsárásar fyrndist í höndum sýslumannsins í Vestmannaeyjum. Ríkissaksóknari sagði af þessu tilefni í fréttum Stöðvar 2 að embættin þurfi nægan mannafla til að koma í veg fyrir slíkan drátt. Dómsmálaráðherra sagði óviðunandi að sýslumenn og lögregla leggi ekki fram ákærur í málum fyrr en mörgum mánuðum eftir að rannsókn lýkur og ætlar að gera gangskör að því að auka hraðann. Embættin fái þó ekki meira fé. Nú hefur enn eitt málið komið upp og var það til meðferðar í Hafnarfirði. 21 árs gamall piltur var ákærður fyrir að hafa með öðrum brotist inn á heimili í Garðabæ og stolið verðmætum sem námu rúmum tveimur milljónum. Hann var yfirheyrður af lögreglunni í Hafnarfirði 20. nóvember 2002 og gekkst við brotinu. Rannsókn málsins lauk í janúar 2003. Eftir þetta gerðist ekkert í málinu fyrr en lögreglustjórinn í Hafnarfirði gaf út ákæru 1. september 2004, einu ári og níu mánuðum seinna. Hæstiréttur segir þennan drátt á rannsóknarstigi vítaverðan. Engar skýringar hafi komið fram og telja dómararnir að þetta brjóti gegn lögum um meðferð sakamála og sé í andstöðu við stjórnarskrá þar sem segir að allir hafi rétt á réttlátri málsmeðferð innan hæfilegs tíma. Samt sem áður er héraðsdómur látinn standa óraskaður. Maðurinn er hefur áður hlotið nokkra dóma fyrir þjófnað og fékk nú fimm mánaða fangelsi. Ekki náðist í sýslumanninn í Hafnarfirði, Guðmund Sophusson, fyrir fréttir. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Sjá meira
Lögregluyfirvöld í Hafnarfirði fá enn á ný ákúrur frá dómstólum fyrir að draga í meira en eitt og hálft ár að gefa út ákæru. Hæstiréttur segir þetta vítavert, engar skýringar hafi komið fram og þetta sé brot á rétti fólks til réttlátrar málsmeðferðar. Héraðsdómari við dómstólinn á Reykjanesi sagði í dómi sínum í febrúar að sýslumannsembættið í Hafnarfirði hefði bæði brotið lög og mannréttindi með því að draga í fjórtán mánuði að gefa út ákærur á hendur tveimur piltum fyrir innbrot. Þessi dráttur er óhæfilegur og óútskýrður, sagði dómarinn, og frestaði refsingu yfir piltunum. Stuttu síðar var karlmanni var í Hæstarétti dæmd hálf milljón í bætur vegna þess að hann var í tvö og hálft ár grunaður um fjárdrátt án þess að ákæra væri gefin út af lögreglunni í Reykjavík. Og ekki er langt síðan kæra sem kona lagði fram vegna líkamsárásar fyrndist í höndum sýslumannsins í Vestmannaeyjum. Ríkissaksóknari sagði af þessu tilefni í fréttum Stöðvar 2 að embættin þurfi nægan mannafla til að koma í veg fyrir slíkan drátt. Dómsmálaráðherra sagði óviðunandi að sýslumenn og lögregla leggi ekki fram ákærur í málum fyrr en mörgum mánuðum eftir að rannsókn lýkur og ætlar að gera gangskör að því að auka hraðann. Embættin fái þó ekki meira fé. Nú hefur enn eitt málið komið upp og var það til meðferðar í Hafnarfirði. 21 árs gamall piltur var ákærður fyrir að hafa með öðrum brotist inn á heimili í Garðabæ og stolið verðmætum sem námu rúmum tveimur milljónum. Hann var yfirheyrður af lögreglunni í Hafnarfirði 20. nóvember 2002 og gekkst við brotinu. Rannsókn málsins lauk í janúar 2003. Eftir þetta gerðist ekkert í málinu fyrr en lögreglustjórinn í Hafnarfirði gaf út ákæru 1. september 2004, einu ári og níu mánuðum seinna. Hæstiréttur segir þennan drátt á rannsóknarstigi vítaverðan. Engar skýringar hafi komið fram og telja dómararnir að þetta brjóti gegn lögum um meðferð sakamála og sé í andstöðu við stjórnarskrá þar sem segir að allir hafi rétt á réttlátri málsmeðferð innan hæfilegs tíma. Samt sem áður er héraðsdómur látinn standa óraskaður. Maðurinn er hefur áður hlotið nokkra dóma fyrir þjófnað og fékk nú fimm mánaða fangelsi. Ekki náðist í sýslumanninn í Hafnarfirði, Guðmund Sophusson, fyrir fréttir.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Sjá meira