Niðurstöðu að vænta hjá RÚV? 11. mars 2005 00:01 Fréttamenn Ríkisútvarpsins sitja nú og ákveða til hvaða aðgerða þeir ætla að grípa vegna ráðningar Auðuns Georgs Ólafssonar sem fréttastjóra Útvarps. Menntamálaráðherra segist enga heimild hafa til að skipta sér af ráðningu Auðuns. Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri ætlar ekki að veita nein viðtöl um ráðningu á nýjum og umdeildum fréttastjóra útvarps í dag, og hugsanlega ekki fyrr en eftir helgi. Þessar upplýsingar fengust á skrifstofu hans í morgun. Hann sagði þó í gær við Stöð 2 að það stæði ekki til að draga ráðninguna til baka. Stjórn Félags fréttamanna hittist klukkan tíu í morgun til að undirbúa tillögur um aðgerðir en fram kom í gær að uppsagnir væru íhugaðar. Nú stendur yfir fundur allra í félaginu með fulltrúa frá BHM sem ætlar að fara yfir þau úrræði sem löglegt er að grípa til. Enginn fréttatími hefur fallið niður í morgun og slíkt mun ekki standa til. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir í Fréttablaðinu í dag að hún líti það alvarlegum augum að starfsmenn Ríkisútvarpsins „hagi sér með þessum hætti“, eins og hún orðar það, og mun þar vera að vísa til þess að fréttir klukkan tíu í gærmorgun voru felldar niður. Þorgerður var spurð að því í gær, af fréttamanni Stöðvar 2 á Akureyri, hvort hún ætlaði að gera eitthvað til að höggva á hnútinn og svaraði því til að hún hefði enga heimild til þess. Það væri lögbrot. Spurð hvort fréttamenn geti unnið með Markúsi Erni, í ljósi þess að Félag fréttamanna hafi lýst yfir vantrausti á hann sem útvarpsstjóra, sagðist Þorgerður telja að það sé mögulegt og vísar í því sambandi í góða útkomu RÚV í könnunum um fréttaflutning. Það kemur fyrir að Völva vikunnar reynist sannspá. Hún spáði við upphaf þessa árs átökum á fréttastofu Ríkisútvarpsins. Sagði hún að það yrðu heilmiklar deilur og leiðindi á fréttastofunni, og segir svo orðrétt: „Þar á bæ má engu breyta og allt of margir vilja stjórna.“ Síðar segir hún: „Bogi Ágústsson á í erfiðleikum með fólkið sitt á RÚV og virðist vera einangraður,“ og í því sambandi má hafa í huga að Bogi mælti sérstaklega með fimm umsækjendum um fréttastjórastöðuna. Auðun Georg var ekki einn af þeim. Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Fréttamenn Ríkisútvarpsins sitja nú og ákveða til hvaða aðgerða þeir ætla að grípa vegna ráðningar Auðuns Georgs Ólafssonar sem fréttastjóra Útvarps. Menntamálaráðherra segist enga heimild hafa til að skipta sér af ráðningu Auðuns. Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri ætlar ekki að veita nein viðtöl um ráðningu á nýjum og umdeildum fréttastjóra útvarps í dag, og hugsanlega ekki fyrr en eftir helgi. Þessar upplýsingar fengust á skrifstofu hans í morgun. Hann sagði þó í gær við Stöð 2 að það stæði ekki til að draga ráðninguna til baka. Stjórn Félags fréttamanna hittist klukkan tíu í morgun til að undirbúa tillögur um aðgerðir en fram kom í gær að uppsagnir væru íhugaðar. Nú stendur yfir fundur allra í félaginu með fulltrúa frá BHM sem ætlar að fara yfir þau úrræði sem löglegt er að grípa til. Enginn fréttatími hefur fallið niður í morgun og slíkt mun ekki standa til. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir í Fréttablaðinu í dag að hún líti það alvarlegum augum að starfsmenn Ríkisútvarpsins „hagi sér með þessum hætti“, eins og hún orðar það, og mun þar vera að vísa til þess að fréttir klukkan tíu í gærmorgun voru felldar niður. Þorgerður var spurð að því í gær, af fréttamanni Stöðvar 2 á Akureyri, hvort hún ætlaði að gera eitthvað til að höggva á hnútinn og svaraði því til að hún hefði enga heimild til þess. Það væri lögbrot. Spurð hvort fréttamenn geti unnið með Markúsi Erni, í ljósi þess að Félag fréttamanna hafi lýst yfir vantrausti á hann sem útvarpsstjóra, sagðist Þorgerður telja að það sé mögulegt og vísar í því sambandi í góða útkomu RÚV í könnunum um fréttaflutning. Það kemur fyrir að Völva vikunnar reynist sannspá. Hún spáði við upphaf þessa árs átökum á fréttastofu Ríkisútvarpsins. Sagði hún að það yrðu heilmiklar deilur og leiðindi á fréttastofunni, og segir svo orðrétt: „Þar á bæ má engu breyta og allt of margir vilja stjórna.“ Síðar segir hún: „Bogi Ágústsson á í erfiðleikum með fólkið sitt á RÚV og virðist vera einangraður,“ og í því sambandi má hafa í huga að Bogi mælti sérstaklega með fimm umsækjendum um fréttastjórastöðuna. Auðun Georg var ekki einn af þeim.
Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira