Neita að vinna með Auðuni Georg 14. mars 2005 00:01 „Framganga Markúsar í Kastljósi Sjónvarpsins gekk gjörsamlega fram af félagsmönnum í Félagi fréttamanna og mér persónulega þar sem hann gerði lítið úr starfsmönnum sínum, þeirra faglega starfi undanfarin ár," segir Jón Gunnar Grétarsson, formaður Félags fréttamanna. Fréttamenn á fréttastofu Útvarps ítrekuðu vantraust sitt á Markús Örn Antonsson útvarpsstjóra eftir viðtal sem tekið var við hann í Kastljósi Sjónvarpsins í gær. Þar færði Markús Örn rök fyrir því hvers vegna hann ákvað að ráða Auðun Georg Ólafsson sem næsta fréttastjóra Útvarps. Um leið reitti hann fréttamenn til reiði. Jón Gunnar sagði eftir fund fréttamanna í gærkvöldi að ef einhvern tíma hafi verið ástæða til að lýsa yfir vantrausti á útvarpsstjóra vegna framgöngu hans í þessu máli hafi það verið í gærkvöldi í kjölfar yfirlýsinga Markúsar Arnar. „Fréttamenn munu ekki sitja undir þessu og treysta sér ekki til þess að starfa með Auðuni Georg Ólafssyni komi hann til starfa inn í fréttastofuna,“ segir Jón Gunnar. Hann segir fréttamenn hafa kappkostað að fjalla ekki um Auðun persónulega en eftir að útvarpsstjóri hafi mært hann á kostnað annarra umsækjenda sem hafi unnið fyrir Útvarpið af heilindum um langt skeið sé fréttamönnum ofboðið. Jón Gunnar sagðist ekki geta fullyrt um hvort fréttamenn myndu segja upp unnvörpum ef Auðun Georg kæmi til starfa en eitt væri ljóst. „Við störfum ekki með honum. Félagsmenn treysta sér ekki til þess þegar er búið að nánast lýsa frati á þeirra störf.“ Í viðtali við Sigmar og Markús Örn svaraði spurningum Sigmars Guðmundssonar og Eyrúnar Magnúsdóttur. Markús Örn sagði að Ríkisútvarpið næði illa til ungs fólks og væri meðal annars þess vegna gott að fá Auðun Georg, ungan og ferskan mann, til starfa. Aðspurður hvort hann gerði ekki lítið úr reynslu annarra sem hefðu unnið lengi á fréttastofu og stýrt vöktum svaraði Markús Örn: „Stýra vöktum. Hvað er það mikið atriði fyrir nýjan mann og hvað tekur það langan tíma að læra að stilla upp vöktum.“ Fréttir Innlent Stj.mál Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Fleiri fréttir Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Sjá meira
„Framganga Markúsar í Kastljósi Sjónvarpsins gekk gjörsamlega fram af félagsmönnum í Félagi fréttamanna og mér persónulega þar sem hann gerði lítið úr starfsmönnum sínum, þeirra faglega starfi undanfarin ár," segir Jón Gunnar Grétarsson, formaður Félags fréttamanna. Fréttamenn á fréttastofu Útvarps ítrekuðu vantraust sitt á Markús Örn Antonsson útvarpsstjóra eftir viðtal sem tekið var við hann í Kastljósi Sjónvarpsins í gær. Þar færði Markús Örn rök fyrir því hvers vegna hann ákvað að ráða Auðun Georg Ólafsson sem næsta fréttastjóra Útvarps. Um leið reitti hann fréttamenn til reiði. Jón Gunnar sagði eftir fund fréttamanna í gærkvöldi að ef einhvern tíma hafi verið ástæða til að lýsa yfir vantrausti á útvarpsstjóra vegna framgöngu hans í þessu máli hafi það verið í gærkvöldi í kjölfar yfirlýsinga Markúsar Arnar. „Fréttamenn munu ekki sitja undir þessu og treysta sér ekki til þess að starfa með Auðuni Georg Ólafssyni komi hann til starfa inn í fréttastofuna,“ segir Jón Gunnar. Hann segir fréttamenn hafa kappkostað að fjalla ekki um Auðun persónulega en eftir að útvarpsstjóri hafi mært hann á kostnað annarra umsækjenda sem hafi unnið fyrir Útvarpið af heilindum um langt skeið sé fréttamönnum ofboðið. Jón Gunnar sagðist ekki geta fullyrt um hvort fréttamenn myndu segja upp unnvörpum ef Auðun Georg kæmi til starfa en eitt væri ljóst. „Við störfum ekki með honum. Félagsmenn treysta sér ekki til þess þegar er búið að nánast lýsa frati á þeirra störf.“ Í viðtali við Sigmar og Markús Örn svaraði spurningum Sigmars Guðmundssonar og Eyrúnar Magnúsdóttur. Markús Örn sagði að Ríkisútvarpið næði illa til ungs fólks og væri meðal annars þess vegna gott að fá Auðun Georg, ungan og ferskan mann, til starfa. Aðspurður hvort hann gerði ekki lítið úr reynslu annarra sem hefðu unnið lengi á fréttastofu og stýrt vöktum svaraði Markús Örn: „Stýra vöktum. Hvað er það mikið atriði fyrir nýjan mann og hvað tekur það langan tíma að læra að stilla upp vöktum.“
Fréttir Innlent Stj.mál Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Fleiri fréttir Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Sjá meira