Með lag á heilanum 15. mars 2005 00:01 Vísindamenn eru alltaf að reyna að finna út hvað það er sem gerir það að verkum að fólk hneigist meira að sumum lögum en öðrum og af hverju sum lög eða lagabútar kalla á næstum áráttukenndar endurtekningar, löngu eftir að þau hætta að hljóma. Nokkrir doktorsnemar við Dartmouth-háskóla í Bandaríkjunum gerðu rannsókn á því hvar í heilanum lög hljóma og hvar við geymum þau svo þegar við heyrum þau ekki lengur. Rannsóknin var gerð þannig að sjálfboðaliðar voru látnir hlusta á lög sem var lækkað niður í öðru hvoru þannig að þeir heyrðu bara hluta af lögunum. Þeir voru einnig tengdir við heilaskanna sem fylgdist með starfsemi heilans á meðan á hlustuninni stóð, einkum í þeirri heilastöð sem tengist eyrunum. Lögin voru ýmist þekkt eða óþekkt og var munur á heilastarfseminni eftir því hvort áheyrendur þekktu lögin eða ekki. Þegar lögin voru þekkt var starfsemi í hlustunarstöðinni óbreytt hvort sem lögin hljómuðu eða ekki og sjálfboðaliðarnir sögðust heyra lögin í huganum þótt ekkert heyrðist af bandinu. Fólk hélt með öðrum orðum áfram að syngja kunnuglegu lögin í huganum þó þau væru hætt að hljóma í eyrunum. Því þekktari sem lögin voru, því líklegra var fólk til að halda áfram að "heyra" þau þótt þau heyrðust ekki. Það virtist líka skipta máli hvort lagið var klárað. Lög sem ekki voru spiluð til enda voru líklegri til að halda áfram að hljóma í huga sjálfboðaliðanna. Einnig var misjafnt hvaða hlutar hlustunarstöðvarinnar voru virkir eftir því hvort lagið hafði texta eða ekki og málstöðvar heilans sýndu líka virkni þegar þögn var í lögum með texta. Minningar tengdar lögunum gerðu það síðan að verkum að enn fleiri og ólíkari heilastöðvar sýndu virkni. Stundum hefur verið talað um að fólk fái lög "á heilann" og sú virðist vera raunin en spurningunni um af hverju sum lög eru ágengari en önnur hefur enn ekki verið svarað. Heilsa Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Vísindamenn eru alltaf að reyna að finna út hvað það er sem gerir það að verkum að fólk hneigist meira að sumum lögum en öðrum og af hverju sum lög eða lagabútar kalla á næstum áráttukenndar endurtekningar, löngu eftir að þau hætta að hljóma. Nokkrir doktorsnemar við Dartmouth-háskóla í Bandaríkjunum gerðu rannsókn á því hvar í heilanum lög hljóma og hvar við geymum þau svo þegar við heyrum þau ekki lengur. Rannsóknin var gerð þannig að sjálfboðaliðar voru látnir hlusta á lög sem var lækkað niður í öðru hvoru þannig að þeir heyrðu bara hluta af lögunum. Þeir voru einnig tengdir við heilaskanna sem fylgdist með starfsemi heilans á meðan á hlustuninni stóð, einkum í þeirri heilastöð sem tengist eyrunum. Lögin voru ýmist þekkt eða óþekkt og var munur á heilastarfseminni eftir því hvort áheyrendur þekktu lögin eða ekki. Þegar lögin voru þekkt var starfsemi í hlustunarstöðinni óbreytt hvort sem lögin hljómuðu eða ekki og sjálfboðaliðarnir sögðust heyra lögin í huganum þótt ekkert heyrðist af bandinu. Fólk hélt með öðrum orðum áfram að syngja kunnuglegu lögin í huganum þó þau væru hætt að hljóma í eyrunum. Því þekktari sem lögin voru, því líklegra var fólk til að halda áfram að "heyra" þau þótt þau heyrðust ekki. Það virtist líka skipta máli hvort lagið var klárað. Lög sem ekki voru spiluð til enda voru líklegri til að halda áfram að hljóma í huga sjálfboðaliðanna. Einnig var misjafnt hvaða hlutar hlustunarstöðvarinnar voru virkir eftir því hvort lagið hafði texta eða ekki og málstöðvar heilans sýndu líka virkni þegar þögn var í lögum með texta. Minningar tengdar lögunum gerðu það síðan að verkum að enn fleiri og ólíkari heilastöðvar sýndu virkni. Stundum hefur verið talað um að fólk fái lög "á heilann" og sú virðist vera raunin en spurningunni um af hverju sum lög eru ágengari en önnur hefur enn ekki verið svarað.
Heilsa Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira