Er vit í þessu? Guðmundur Magnússon skrifar 21. mars 2005 00:01 Það var víst sannkölluð þjóðhátíðarstemmning á Siglufirði á laugardaginn þegar Sturla Böðvarsson samgönguráðherra, sem einnig er þingmaður kjördæmisins, tilkynnti að hafist yrði handa um gerð Héðinsfjarðarganga á næsta ári og göngin opnuð í árslok 2009. Þessar framkvæmdir áttu sem kunnugt er að hefjast fyrir tveimur árum en var þá frestað í sparnaðarskyni við við mikil og almenn mótmæli og óánægju Siglfirðinga, Ólafsfirðinga og annarra íbúa á Norðurlandi vestra. Um það er ekki deilt að göngin sem tengja Ólafsfjörð og Siglufjörð eru mikil samgöngubót, ekki síst að vetrarlagi. Og fleira hangir á spýtunni að sögn sveitarstjórnarmanna fyrir norðan; göngin skapa grundvöll fyrir sameiningu sveitarfélaga á svæðinu, samstarfi fyrirtækja og stóraukinni ferðaþjónustu. Rök Sturlu Böðvarssonar fyrir framkvæmdunum eru þau að nauðsynlegt sé að landið sé allt byggt. Hann sér göngin sem lið í að efla Eyjafjarðarsvæðið, frá Siglufirði til Akureyrar, sem eðlilegt mótvægi við höfuðborgarsvæðið. Nýta þurfi fjárfestingar á svæðinu og til þess þurfi greiðar samgöngur. Og líklegt er að í kjölfar framkvæmdanna verði ekki aðeins um að ræða aukna nýtingu fjárfestinga sem þegar eru komnar til sögu. Þegar heyrast raddir um að göngin kalli á margs konar uppbyggingu á Eyjafjarðarsvæðinu, fleiri skóli, fleiri sjúkrastofnanir og annað af því tagi, Eins og með aðrar svokallaðar byggðaframkvæmdir er þverpólitísk samstaða um Héðinsfjarðargöngin. Þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna höfðu gagnrýnt frestun þeirra á sínum tíma. Þeir fjölmenntu á fagnaðarhátina á Siglufirði og föðuðu samgönguráðherra. Göngin kosta sitt. Áætlunin hljóðar upp á 7 milljarða króna. Íbúar á Siglufirði, sem helst munu njóta ganganna, eru innan við 1.400 að tölu og hefur farið fækkandi með hverju árinu. Ef heildarupphæðinni er deilt á íbúana koma 5 milljónir í hlut hvers bæjarbúa eða 20 milljónir á hverja fjögurra manna fjölskyldu. Samkvæmt áætlunum Vegagerðarinnar munu 350 bílar fara um Héðinsfjarðargöng á sólarhring. Ekki verða innheimt veggjöld eins og í Hvalfjarðargöngum suðvestanlands. Um þau fara næstum fjögur þúsund bílar á sólarhring og hver og einn bílstjóri sem ekki kaupir miða í áskrift þarf að greiða 1000 krónur fyrir ferðina. Þær raddir hafa heyrst - og ekki í fyrsta sinn núna þegar endanleg ákvörðun liggur fyrir - að Héðinsfjarðargöng séu tóm vitleysa, sóun almannafjár og jafnvel móðgun við íbúa annars staðar á landinu, ekki síst á höfuðborgarsvæðinu, þar sem sárvantar samgöngumannvirki. Sumir tala um Héðinsfjarðargöng sem þverpólitíska spillingu á háu stigi. Sagt er að landsmenn hafi enga ástæðu til að fagna með Siglfirðingum. Einn helsti álitsgjafi þjóðarinnar, Egill Helgason, kenndur við Silfrið á Stöð tvö, kallar Siglufjarðargöngin "skrípaleik" á vefsíðu sinni í gær. Hér má lesa pistil Egils og hinar líflegu umræður sem sköpuðust um hann. Hvað finnst lesendum Skoðana á Visi um málið? Hittir Egill í mark eða eru ummæli hans vanhugsuð, jafnvel fordómafull? Orðið er laust til frekari umfjöllunar. gm@frettabladid.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Í brennidepli Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Það var víst sannkölluð þjóðhátíðarstemmning á Siglufirði á laugardaginn þegar Sturla Böðvarsson samgönguráðherra, sem einnig er þingmaður kjördæmisins, tilkynnti að hafist yrði handa um gerð Héðinsfjarðarganga á næsta ári og göngin opnuð í árslok 2009. Þessar framkvæmdir áttu sem kunnugt er að hefjast fyrir tveimur árum en var þá frestað í sparnaðarskyni við við mikil og almenn mótmæli og óánægju Siglfirðinga, Ólafsfirðinga og annarra íbúa á Norðurlandi vestra. Um það er ekki deilt að göngin sem tengja Ólafsfjörð og Siglufjörð eru mikil samgöngubót, ekki síst að vetrarlagi. Og fleira hangir á spýtunni að sögn sveitarstjórnarmanna fyrir norðan; göngin skapa grundvöll fyrir sameiningu sveitarfélaga á svæðinu, samstarfi fyrirtækja og stóraukinni ferðaþjónustu. Rök Sturlu Böðvarssonar fyrir framkvæmdunum eru þau að nauðsynlegt sé að landið sé allt byggt. Hann sér göngin sem lið í að efla Eyjafjarðarsvæðið, frá Siglufirði til Akureyrar, sem eðlilegt mótvægi við höfuðborgarsvæðið. Nýta þurfi fjárfestingar á svæðinu og til þess þurfi greiðar samgöngur. Og líklegt er að í kjölfar framkvæmdanna verði ekki aðeins um að ræða aukna nýtingu fjárfestinga sem þegar eru komnar til sögu. Þegar heyrast raddir um að göngin kalli á margs konar uppbyggingu á Eyjafjarðarsvæðinu, fleiri skóli, fleiri sjúkrastofnanir og annað af því tagi, Eins og með aðrar svokallaðar byggðaframkvæmdir er þverpólitísk samstaða um Héðinsfjarðargöngin. Þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna höfðu gagnrýnt frestun þeirra á sínum tíma. Þeir fjölmenntu á fagnaðarhátina á Siglufirði og föðuðu samgönguráðherra. Göngin kosta sitt. Áætlunin hljóðar upp á 7 milljarða króna. Íbúar á Siglufirði, sem helst munu njóta ganganna, eru innan við 1.400 að tölu og hefur farið fækkandi með hverju árinu. Ef heildarupphæðinni er deilt á íbúana koma 5 milljónir í hlut hvers bæjarbúa eða 20 milljónir á hverja fjögurra manna fjölskyldu. Samkvæmt áætlunum Vegagerðarinnar munu 350 bílar fara um Héðinsfjarðargöng á sólarhring. Ekki verða innheimt veggjöld eins og í Hvalfjarðargöngum suðvestanlands. Um þau fara næstum fjögur þúsund bílar á sólarhring og hver og einn bílstjóri sem ekki kaupir miða í áskrift þarf að greiða 1000 krónur fyrir ferðina. Þær raddir hafa heyrst - og ekki í fyrsta sinn núna þegar endanleg ákvörðun liggur fyrir - að Héðinsfjarðargöng séu tóm vitleysa, sóun almannafjár og jafnvel móðgun við íbúa annars staðar á landinu, ekki síst á höfuðborgarsvæðinu, þar sem sárvantar samgöngumannvirki. Sumir tala um Héðinsfjarðargöng sem þverpólitíska spillingu á háu stigi. Sagt er að landsmenn hafi enga ástæðu til að fagna með Siglfirðingum. Einn helsti álitsgjafi þjóðarinnar, Egill Helgason, kenndur við Silfrið á Stöð tvö, kallar Siglufjarðargöngin "skrípaleik" á vefsíðu sinni í gær. Hér má lesa pistil Egils og hinar líflegu umræður sem sköpuðust um hann. Hvað finnst lesendum Skoðana á Visi um málið? Hittir Egill í mark eða eru ummæli hans vanhugsuð, jafnvel fordómafull? Orðið er laust til frekari umfjöllunar. gm@frettabladid.is.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar