Fæstir ofbeldismenn greiða bætur 22. mars 2005 00:01 Fórnarlömb ofbeldismanna verða af stórum hluta þeirra miskabóta sem þeim hafa verið dæmdar. Ástæðan er sú að brotamennirnir eru í flestum tilfellum eignalitlir eða eignalausir og fellur þá bótagreiðslan á ríkissjóð. Þar sem miskabætur sem ríkið greiðir hafa ekki hækkað síðan þær voru teknar upp fyrir áratug munar oft miklu á dæmdum bótum og bótagreiðslum. Helga Leifsdóttir réttargæslumaður gagnrýnir að miskabætur hafi ekki hækkað og segir þær miskabætur sem ríkið greiði of lágar. Að auki séu þær ekki í takt við dóma um hærri bótagreiðslur til þolenda ofbeldismanna. Helga segir ríkið greiða allt að 600 þúsund krónur í miskabætur. Eðlilegast væri að ríkið ábyrgðist niðurstöðu dómstóla að fullu. Í það minnsta ætti að horfa til alvarleika brots og alvarlegra afleiðinga fyrir andlega heilsu tjónþola og greiða bætur í samræmi við það. "Algengt er að miskabætur fyrir nauðgun séu um milljón og yfir. Því miður eiga ofbeldismenn í nær öllum tilvikum hvorki eignir né fé til að greiða kröfurnar," segir Helga. Aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, Þorsteinn Davíðsson, segir ekki í skoðun innan ráðuneytisins að hækka bótagreiðslur frá ríkinu enda hafi heildarupphæðin farið stigvaxandi frá upptöku laganna. Helga er réttargæslumaður þriggja barna Sri Rahmawati sem myrt var af Hákoni Eydal. Að dómi gengnum í Héraðsdómi Reykjavíkur sagði verjandi Hákonar hann ekki geta greitt þær metskaðabætur sem börnum Sri voru dæmdar. "Miðað við þau lög sem nú eru í gildi fá börnin einungis sex milljónir bættar af þessum 22 milljónum sem þeim voru dæmdar," segir Helga. Þau fái hvert sex hundruð þúsund krónur í bætur vegna miska en einnig misjafnlega háa greiðslu vegna móðurmissisins: "Yngsta barnið fær tvær og hálfa milljón vegna missis framfæranda. Þær duga ekki sem lágmarksmeðlagsgreiðslur fyrir það til átján ára aldurs." Á árunum 1996 til 2002 fengu 23 af þeim 32 sem fengu greiðslu frá ríkinu lægri bætur en þeim voru dæmdar. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Fórnarlömb ofbeldismanna verða af stórum hluta þeirra miskabóta sem þeim hafa verið dæmdar. Ástæðan er sú að brotamennirnir eru í flestum tilfellum eignalitlir eða eignalausir og fellur þá bótagreiðslan á ríkissjóð. Þar sem miskabætur sem ríkið greiðir hafa ekki hækkað síðan þær voru teknar upp fyrir áratug munar oft miklu á dæmdum bótum og bótagreiðslum. Helga Leifsdóttir réttargæslumaður gagnrýnir að miskabætur hafi ekki hækkað og segir þær miskabætur sem ríkið greiði of lágar. Að auki séu þær ekki í takt við dóma um hærri bótagreiðslur til þolenda ofbeldismanna. Helga segir ríkið greiða allt að 600 þúsund krónur í miskabætur. Eðlilegast væri að ríkið ábyrgðist niðurstöðu dómstóla að fullu. Í það minnsta ætti að horfa til alvarleika brots og alvarlegra afleiðinga fyrir andlega heilsu tjónþola og greiða bætur í samræmi við það. "Algengt er að miskabætur fyrir nauðgun séu um milljón og yfir. Því miður eiga ofbeldismenn í nær öllum tilvikum hvorki eignir né fé til að greiða kröfurnar," segir Helga. Aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, Þorsteinn Davíðsson, segir ekki í skoðun innan ráðuneytisins að hækka bótagreiðslur frá ríkinu enda hafi heildarupphæðin farið stigvaxandi frá upptöku laganna. Helga er réttargæslumaður þriggja barna Sri Rahmawati sem myrt var af Hákoni Eydal. Að dómi gengnum í Héraðsdómi Reykjavíkur sagði verjandi Hákonar hann ekki geta greitt þær metskaðabætur sem börnum Sri voru dæmdar. "Miðað við þau lög sem nú eru í gildi fá börnin einungis sex milljónir bættar af þessum 22 milljónum sem þeim voru dæmdar," segir Helga. Þau fái hvert sex hundruð þúsund krónur í bætur vegna miska en einnig misjafnlega háa greiðslu vegna móðurmissisins: "Yngsta barnið fær tvær og hálfa milljón vegna missis framfæranda. Þær duga ekki sem lágmarksmeðlagsgreiðslur fyrir það til átján ára aldurs." Á árunum 1996 til 2002 fengu 23 af þeim 32 sem fengu greiðslu frá ríkinu lægri bætur en þeim voru dæmdar.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira