Upptaka evru til skoðunar 30. mars 2005 00:01 Forsætisráðherra segir upptöku evrunnar eitt þeirra atriða sem hljóti að koma til skoðunar þegar sveiflur á gengi íslensku krónunnar eru athugaðar. Seðlabankastjóri vill endurskoða löggjöfina um Íbúðalánasjóð, enda drógust útlán hans saman um 59 milljarða króna á síðasta ári. Þetta koma fram á ársfundi Seðlabankans í dag. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra ávarpaði fundinn og var afar bjartsýnn á þróun íslensks efnahagslífs. Hann lýsti þó áhyggjum af háu gengi íslensku krónunnar en taldi ekki að stóriðjuframkvæmdum og litlu aðhaldi í ríkisfjármálum væri um að kenna nema að litlu leyti. Hann sagði erfitt við svona sveiflur að eiga á meðan Ísland væri með eigin gjaldmiðil. Þó væri hann ekki að segja með þessu að upptaka evra leysti öll vandamál. „En þetta er eitt þeirra atriða sem hlýtur að koma til skoðunar þegar sveiflur gengisins eru brotnar til mergjar,“ segir Halldór. Birgir Ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri sagði útlán innlánsstofnana til innlendra aðila hafa aukist um 40% á undanförnu ári. Frá því í ágúst til febrúarloka afgreiddu innlánstofnanir 14.500 fasteignaveðlán sem nema samtals 158 milljörðum króna að Birgis. Á móti kemur að sjóðfélagalán lífeyrissjóða drógust saman um sex milljarða króna og útlán Íbúðalánasjóðs um rúmlega 59 milljarða króna. Birgir Ísleifur telur færslu fasteignalána inn í bankakerfið til bóta en hún hafi hins vegar komið til á óheppilegum tíma, miklu þensluskeiði. Hann telur mjög brýnt að endurskoða löggjöfina um Íbúðalánasjóð. Forsætisráðherra tekur undir að það þurfi að endurskoða hlutverk Íbúðalánsjóðs en það liggi ekki á því. Spurður hvort skilja mætti ræðu forsætisráðherra svo að hann vildi taka upp evruna til að draga úr gengissveiflum segir Halldór svo ekki vera. Það væri nefnilega ljóst í hans huga að ef taka ætti upp evru þyrfti að ganga í Evrópusambandið. Hins vegar verði að hafa þennan möguleika í huga því lítill gjaldmiðill verði alltaf viðkvæmari fyrir sveiflum en stærri gjaldmiðlar. Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Forsætisráðherra segir upptöku evrunnar eitt þeirra atriða sem hljóti að koma til skoðunar þegar sveiflur á gengi íslensku krónunnar eru athugaðar. Seðlabankastjóri vill endurskoða löggjöfina um Íbúðalánasjóð, enda drógust útlán hans saman um 59 milljarða króna á síðasta ári. Þetta koma fram á ársfundi Seðlabankans í dag. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra ávarpaði fundinn og var afar bjartsýnn á þróun íslensks efnahagslífs. Hann lýsti þó áhyggjum af háu gengi íslensku krónunnar en taldi ekki að stóriðjuframkvæmdum og litlu aðhaldi í ríkisfjármálum væri um að kenna nema að litlu leyti. Hann sagði erfitt við svona sveiflur að eiga á meðan Ísland væri með eigin gjaldmiðil. Þó væri hann ekki að segja með þessu að upptaka evra leysti öll vandamál. „En þetta er eitt þeirra atriða sem hlýtur að koma til skoðunar þegar sveiflur gengisins eru brotnar til mergjar,“ segir Halldór. Birgir Ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri sagði útlán innlánsstofnana til innlendra aðila hafa aukist um 40% á undanförnu ári. Frá því í ágúst til febrúarloka afgreiddu innlánstofnanir 14.500 fasteignaveðlán sem nema samtals 158 milljörðum króna að Birgis. Á móti kemur að sjóðfélagalán lífeyrissjóða drógust saman um sex milljarða króna og útlán Íbúðalánasjóðs um rúmlega 59 milljarða króna. Birgir Ísleifur telur færslu fasteignalána inn í bankakerfið til bóta en hún hafi hins vegar komið til á óheppilegum tíma, miklu þensluskeiði. Hann telur mjög brýnt að endurskoða löggjöfina um Íbúðalánasjóð. Forsætisráðherra tekur undir að það þurfi að endurskoða hlutverk Íbúðalánsjóðs en það liggi ekki á því. Spurður hvort skilja mætti ræðu forsætisráðherra svo að hann vildi taka upp evruna til að draga úr gengissveiflum segir Halldór svo ekki vera. Það væri nefnilega ljóst í hans huga að ef taka ætti upp evru þyrfti að ganga í Evrópusambandið. Hins vegar verði að hafa þennan möguleika í huga því lítill gjaldmiðill verði alltaf viðkvæmari fyrir sveiflum en stærri gjaldmiðlar.
Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira