Enn lýst vantrausti á Markús 31. mars 2005 00:01 Tæplega 200 starfsmenn Ríkisútvarpsins samþykktu á fundi í gær vantraust á Markús Örn Antonsson útvarpsstjóra. Starfsmennirnir segja að Markús Örn hafi, ásamt útvarpsráði, tínt til "falsrök, ýkjur og skrök" til að varpa ryki í augu almennings vegna ráðningar Auðuns Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra Útvarps. Þetta er þriðja vantrauststillagan sem samþykkt er á útvarpsstjóra vegna málsins, en að hinum tveimur fyrri stóðu fréttamenn Ríkisútvarpsins. Í samþykkt þeirri sem starfsmenn RÚV sendu frá sér eftir fundinn í gær segir að þeir harmi að útvarpsstjóri skuli virða að vettugi ítrekaðar áskoranir fréttamanna og yfirgnæfandi meirihluta annarra starfsmanna RÚV að endurskoða ákvörðun um ráðningu Auðuns Georgs. Með því sýni útvarpsstjóri öllum starfsmönnum stofnunarinnar og því starfi sem þeir vinna vanvirðingu. Fundurinn lýsir vantrausti á útvarpsstjóra vegna framgöngu hans í þessu máli sem hljóti að vekja spurningar um hvort hann hafi í raun hagsmuni RÚV að leiðarljósi. Við ráðningu Auðuns Georgs hafi útvarpsráð og útvarpsstjóri vikið til hliðar öllum faglegum sjónarmiðum. Falsrök, ýkjur og skrök hafi verið tínd til í þeim tilgangi að varpa ryki í augu almennings. "Í þessu ljósi telja starfsmenn Ríkisútvarpsins að nýráðinn fréttastjóri sé umboðslaus til þess að gegna því starfi og líta á ráðningu hans, sem hvert annað aprílgabb," segir í samþykktinni. "Mæti hann til starfa í Ríkisútvarpinu verði það á ábyrgð útvarpsstjóra eins. Hann einn réð hann og hann einn er þess umkominn að koma í veg fyrir að frekara tjón hljótist af." Fundurinn lýsti fullum stuðningi við áframhaldandi baráttu fréttamanna fyrir sjálfstæði fréttastofa útvarps og sjónvarps. Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri vildi ekki tjá sig um viðbrögð við ályktuninni þegar eftir því var leitað í gær. Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Sjá meira
Tæplega 200 starfsmenn Ríkisútvarpsins samþykktu á fundi í gær vantraust á Markús Örn Antonsson útvarpsstjóra. Starfsmennirnir segja að Markús Örn hafi, ásamt útvarpsráði, tínt til "falsrök, ýkjur og skrök" til að varpa ryki í augu almennings vegna ráðningar Auðuns Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra Útvarps. Þetta er þriðja vantrauststillagan sem samþykkt er á útvarpsstjóra vegna málsins, en að hinum tveimur fyrri stóðu fréttamenn Ríkisútvarpsins. Í samþykkt þeirri sem starfsmenn RÚV sendu frá sér eftir fundinn í gær segir að þeir harmi að útvarpsstjóri skuli virða að vettugi ítrekaðar áskoranir fréttamanna og yfirgnæfandi meirihluta annarra starfsmanna RÚV að endurskoða ákvörðun um ráðningu Auðuns Georgs. Með því sýni útvarpsstjóri öllum starfsmönnum stofnunarinnar og því starfi sem þeir vinna vanvirðingu. Fundurinn lýsir vantrausti á útvarpsstjóra vegna framgöngu hans í þessu máli sem hljóti að vekja spurningar um hvort hann hafi í raun hagsmuni RÚV að leiðarljósi. Við ráðningu Auðuns Georgs hafi útvarpsráð og útvarpsstjóri vikið til hliðar öllum faglegum sjónarmiðum. Falsrök, ýkjur og skrök hafi verið tínd til í þeim tilgangi að varpa ryki í augu almennings. "Í þessu ljósi telja starfsmenn Ríkisútvarpsins að nýráðinn fréttastjóri sé umboðslaus til þess að gegna því starfi og líta á ráðningu hans, sem hvert annað aprílgabb," segir í samþykktinni. "Mæti hann til starfa í Ríkisútvarpinu verði það á ábyrgð útvarpsstjóra eins. Hann einn réð hann og hann einn er þess umkominn að koma í veg fyrir að frekara tjón hljótist af." Fundurinn lýsti fullum stuðningi við áframhaldandi baráttu fréttamanna fyrir sjálfstæði fréttastofa útvarps og sjónvarps. Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri vildi ekki tjá sig um viðbrögð við ályktuninni þegar eftir því var leitað í gær.
Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent