Boðaðir á fund menntanefndar 1. apríl 2005 00:01 Gunnar I. Birgisson formaður menntamálanefndar, Sjálfstæðisflokki: Málið lýðskrum "Við vorum með fund í menntamálanefnd í dag þar sem fram kom ósk frá Samfylkingunni að ráðning hins nýja fréttastjóra Ríkisútvarpsins yrði rædd. Mér finnst málið lýðskrum eitt saman. Það er ekkert nýtt í þessu máli," sagði Gunnar áður en Auðun Georg ákvað að taka ekki starfinu. "Ég er hins vegar ljúfur maður og mun halda fund í nefndinni en geri það með fyrirvara svo hægt sé að boða fólk á fund nefndarinnar. Ráðning fréttastjóra Ríkisútvarpsins er ekki á færi menntamálanefndar heldur á ábyrgð útvarpsstjóra, sem ræður til útvarpsins. Hins vegar finnst mér að starfsmenn og yfirmenn stofnunarinnar verði að setjast niður saman og ræða málin eins og gert er á öllum vinnustöðum þar sem upp kemur ágreiningur." Mörður Árnason, Samfylkingu: Útvarpsstjóri víki "Þetta mál verður alltaf verra og verra. Útvarpsstjóri og formaður útvarpsráðs virðast ætla að keyra þetta í gegn á fullri hörku í staðinn fyrir að skoða sinn hug og beita skynseminni. Fréttastjórinn sjálfur hagar sér með eindæmum klaufalega," sagði Mörður. Skömmu síðar tilkynnti Auðun Georg að hann tæki ekki við starfinu. "Við kröfðumst fundar í menntamálanefnd eftir að ljóst var að forsætisráðherra ætlaði ekki að svara fyrirspurnum um þetta mál á þinginu og verður sá fundur haldinn strax eftir helgi. Við munum fá meirihluta útvarpsráðs, útvarpsstjóra og fréttamenn Ríkisútvarpsins á fund nefndarinnar og vonandi gerir það eitthvert gagn. Eina lausnin á málinu er sú að þessi ákvörðun verði endurskoðuð eða útvarpsstjóri víki eða hvort tveggja." Fréttir Innlent Stj.mál Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Innlent Fleiri fréttir Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Sjá meira
Gunnar I. Birgisson formaður menntamálanefndar, Sjálfstæðisflokki: Málið lýðskrum "Við vorum með fund í menntamálanefnd í dag þar sem fram kom ósk frá Samfylkingunni að ráðning hins nýja fréttastjóra Ríkisútvarpsins yrði rædd. Mér finnst málið lýðskrum eitt saman. Það er ekkert nýtt í þessu máli," sagði Gunnar áður en Auðun Georg ákvað að taka ekki starfinu. "Ég er hins vegar ljúfur maður og mun halda fund í nefndinni en geri það með fyrirvara svo hægt sé að boða fólk á fund nefndarinnar. Ráðning fréttastjóra Ríkisútvarpsins er ekki á færi menntamálanefndar heldur á ábyrgð útvarpsstjóra, sem ræður til útvarpsins. Hins vegar finnst mér að starfsmenn og yfirmenn stofnunarinnar verði að setjast niður saman og ræða málin eins og gert er á öllum vinnustöðum þar sem upp kemur ágreiningur." Mörður Árnason, Samfylkingu: Útvarpsstjóri víki "Þetta mál verður alltaf verra og verra. Útvarpsstjóri og formaður útvarpsráðs virðast ætla að keyra þetta í gegn á fullri hörku í staðinn fyrir að skoða sinn hug og beita skynseminni. Fréttastjórinn sjálfur hagar sér með eindæmum klaufalega," sagði Mörður. Skömmu síðar tilkynnti Auðun Georg að hann tæki ekki við starfinu. "Við kröfðumst fundar í menntamálanefnd eftir að ljóst var að forsætisráðherra ætlaði ekki að svara fyrirspurnum um þetta mál á þinginu og verður sá fundur haldinn strax eftir helgi. Við munum fá meirihluta útvarpsráðs, útvarpsstjóra og fréttamenn Ríkisútvarpsins á fund nefndarinnar og vonandi gerir það eitthvert gagn. Eina lausnin á málinu er sú að þessi ákvörðun verði endurskoðuð eða útvarpsstjóri víki eða hvort tveggja."
Fréttir Innlent Stj.mál Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Innlent Fleiri fréttir Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Sjá meira