Vill sakaruppgjöf vegna mismununar 6. apríl 2005 00:01 Íslenskur kynþáttahatari krefst sakaruppgjafar þar sem Bobby Fischer er ekki refsað fyrir gyðingahatur. Hann segist ekki ætla að una því að Fischer sé hlíft í ljósi þess að hann hafi verið dæmdur fyrir ummæli sín. Hlynur Freyr Vigfússon var dæmdur fyrir ummæli sín í viðtali við DV fyrir allnokkru en þar sagði hann meðal annars að ekki þyrfti neinn snilling til að sjá muninn á Afríkunegra með prik í hendi og Íslendingi. Ummælin töldust brjóta í bága við hegningarlög en nú segist Hlynur vilja fá sakaruppgjöf. Hann segir að stjórnvöld virðist ekki ætla að aðhafast neitt í máli Fischers. Hann líti svo á að ummæli Fischers hafi verið mun grófari og persónulegri en hann hafi nokkurn tíma látið út úr sér. Hann hafi verið dæmdur í Hæstarétti og hann ætli ekki að una því að stjórnvöld brjóti sömu lagagrein á honum og hann hafi verið sakfelldur fyrir að brjóta. Hann hafi verið tekinn einn út úr fjöldanum og dæmdur vegna skoðana sinna. Aðspurður hvað hann hyggist gera segir Hlynur að hann muni fara fram á sakaruppgjöf hjá forseta Ísland 1. júlí ef ekkert verði búið að gera í málum Bobbys Fischers þá. Hann bendir á að stór hluti þess fólks sem þrýst hafi á það að hann yrði dæmdur hafi barist fyrir því að fá Fischer til landsins og hann spyr sig hvort það skammist sín núna og láti sig hverfa. Stjórnvöld verði að gera sínar skyldur. Bobby Fischer úthúðaði gyðingum meðal annars í fjölmiðlum og því má hver sem á horfði eða hlýddi í raun krefjast rannsóknar á orðunum. Hlynur hyggst hins vegar ekki gera neitt slíkt. Lögmenn sem fréttastofa Stöðvar 2 ræddi við í dag telja Hlyn ekki eiga neina von um það að dómur breyti niðurstöðu sinni, til þess dugi ekki að annar maður sleppi hugsanlega þrátt fyrir sambærilegt brot. Raunin sé sú að hver sá sem fremji glæp sé sekur burtséð frá því hvort aðrir komist upp með slíkt hið sama. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Sjá meira
Íslenskur kynþáttahatari krefst sakaruppgjafar þar sem Bobby Fischer er ekki refsað fyrir gyðingahatur. Hann segist ekki ætla að una því að Fischer sé hlíft í ljósi þess að hann hafi verið dæmdur fyrir ummæli sín. Hlynur Freyr Vigfússon var dæmdur fyrir ummæli sín í viðtali við DV fyrir allnokkru en þar sagði hann meðal annars að ekki þyrfti neinn snilling til að sjá muninn á Afríkunegra með prik í hendi og Íslendingi. Ummælin töldust brjóta í bága við hegningarlög en nú segist Hlynur vilja fá sakaruppgjöf. Hann segir að stjórnvöld virðist ekki ætla að aðhafast neitt í máli Fischers. Hann líti svo á að ummæli Fischers hafi verið mun grófari og persónulegri en hann hafi nokkurn tíma látið út úr sér. Hann hafi verið dæmdur í Hæstarétti og hann ætli ekki að una því að stjórnvöld brjóti sömu lagagrein á honum og hann hafi verið sakfelldur fyrir að brjóta. Hann hafi verið tekinn einn út úr fjöldanum og dæmdur vegna skoðana sinna. Aðspurður hvað hann hyggist gera segir Hlynur að hann muni fara fram á sakaruppgjöf hjá forseta Ísland 1. júlí ef ekkert verði búið að gera í málum Bobbys Fischers þá. Hann bendir á að stór hluti þess fólks sem þrýst hafi á það að hann yrði dæmdur hafi barist fyrir því að fá Fischer til landsins og hann spyr sig hvort það skammist sín núna og láti sig hverfa. Stjórnvöld verði að gera sínar skyldur. Bobby Fischer úthúðaði gyðingum meðal annars í fjölmiðlum og því má hver sem á horfði eða hlýddi í raun krefjast rannsóknar á orðunum. Hlynur hyggst hins vegar ekki gera neitt slíkt. Lögmenn sem fréttastofa Stöðvar 2 ræddi við í dag telja Hlyn ekki eiga neina von um það að dómur breyti niðurstöðu sinni, til þess dugi ekki að annar maður sleppi hugsanlega þrátt fyrir sambærilegt brot. Raunin sé sú að hver sá sem fremji glæp sé sekur burtséð frá því hvort aðrir komist upp með slíkt hið sama.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent