24 hertekur stafræna heiminn 6. apríl 2005 00:01 Sony hafa tilkynnt um samning þeirra við Twentieth Century Fox um að færa sjónvarpsþáttinn ‘24’ yfir í leik fyrir PlayStation 2. ‘24: The Game’, sem verður eflaust einn af ævintýra- og hasarleikjum ársins, gerir leikmönnum kleift að stýra og upplifa glænýjan dag í lífi Jack Bauer og félaga hans hjá CTU (Los Angeles Counter Terrorist Unit). Leikurinn er gerður af Cambridge Studio sem er í eigu SCEE, og er leikurinn unninn í nánu samstarfi við Fox og framleiðendur, leiksjóra, handritshöfunda og leikara þáttanna. Leikurinn gerist milli seríu tvö og þrjú og svarar spurningum sem áður hefur verið ósvarað: Hver stóð á bakvið morðtilræðið á Palmer forseta ? Hvernig fékk Kim Bauer starf hjá CTU ? Hvernig byrjuðu Jack Bauer og Chase Edmunds að vinna saman ? Leikurinn inniheldur mjög spennandi upplýsingar fyrir aðdáendur þáttanna, ásamt því að innihalda spilun þar sem leikmenn eru stöðugt í tímapressu. Leikurinn inniheldur flesta leikarana úr fyrstu þremur seríum þáttanna og er óhætt að segja að í honum sé einhvert stærsta safn leikara sem sést hefur í leik hingað til. Talsetning þeirra, andlit og persónur hafa verið endursköpuð svo að leikmenn geti í alvöru orðið Jack Bauer (Keifer Sutherland), Kim Bauer (Elisha Cuthbert), Tony Almeida (Carlos Bernard) og aðrar persónur úr þáttunum. ‘24: The Game’ hefur fjölmarga söguþræði og inniheldur leikurinn meira en 100 verkefni sem blanda saman hinum ýmsu spilunarstílum, þar á meðal : - Fótgangandi þar sem þarf að skjóta, læðast um, leysa þrautir og skjóta af færi; - Bílaatriði sem eru allt frá því að elta bíla án þess að sjást að háhraða eltingaleikjum; - Yfirheyrslur þar sem þú þarft að neyða upplýsingar uppúr grunuðum og svo fá leikmenn fjölda af græjum sem nota þarf til að þýða dulmál og rannsaka gervihnattamyndir. Geim-Fréttir Leikjavélar Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Fleiri fréttir Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira
Sony hafa tilkynnt um samning þeirra við Twentieth Century Fox um að færa sjónvarpsþáttinn ‘24’ yfir í leik fyrir PlayStation 2. ‘24: The Game’, sem verður eflaust einn af ævintýra- og hasarleikjum ársins, gerir leikmönnum kleift að stýra og upplifa glænýjan dag í lífi Jack Bauer og félaga hans hjá CTU (Los Angeles Counter Terrorist Unit). Leikurinn er gerður af Cambridge Studio sem er í eigu SCEE, og er leikurinn unninn í nánu samstarfi við Fox og framleiðendur, leiksjóra, handritshöfunda og leikara þáttanna. Leikurinn gerist milli seríu tvö og þrjú og svarar spurningum sem áður hefur verið ósvarað: Hver stóð á bakvið morðtilræðið á Palmer forseta ? Hvernig fékk Kim Bauer starf hjá CTU ? Hvernig byrjuðu Jack Bauer og Chase Edmunds að vinna saman ? Leikurinn inniheldur mjög spennandi upplýsingar fyrir aðdáendur þáttanna, ásamt því að innihalda spilun þar sem leikmenn eru stöðugt í tímapressu. Leikurinn inniheldur flesta leikarana úr fyrstu þremur seríum þáttanna og er óhætt að segja að í honum sé einhvert stærsta safn leikara sem sést hefur í leik hingað til. Talsetning þeirra, andlit og persónur hafa verið endursköpuð svo að leikmenn geti í alvöru orðið Jack Bauer (Keifer Sutherland), Kim Bauer (Elisha Cuthbert), Tony Almeida (Carlos Bernard) og aðrar persónur úr þáttunum. ‘24: The Game’ hefur fjölmarga söguþræði og inniheldur leikurinn meira en 100 verkefni sem blanda saman hinum ýmsu spilunarstílum, þar á meðal : - Fótgangandi þar sem þarf að skjóta, læðast um, leysa þrautir og skjóta af færi; - Bílaatriði sem eru allt frá því að elta bíla án þess að sjást að háhraða eltingaleikjum; - Yfirheyrslur þar sem þú þarft að neyða upplýsingar uppúr grunuðum og svo fá leikmenn fjölda af græjum sem nota þarf til að þýða dulmál og rannsaka gervihnattamyndir.
Geim-Fréttir Leikjavélar Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Fleiri fréttir Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira