Leitað eftir samstarfi um kaup 7. apríl 2005 00:01 Þreifingar hafa verið um nokkurra vikna skeið um samstarf VÍS, Meiðs og Björgólfs Thors Björgólfssonar um kaup á meirihluta í Símanum. Sex hafa lýst yfir áhuga á að bjóða í Símann í samstarfi við Björgólf Thor og fyrirtæki tengd honum. Í vikunni var tilkynnt að Síminn yrði seldur fyrir lok júlímánaðar, það er innan fjögurra mánaða. Það kann að virðast skammur tími en hafa ber í huga að mögulegir lysthafendur hafa verið á tánum um nokkurt skeið. Tveir hópar hafa helst verið tilgreindir, annars vegar hópur í kringum Björgólf Thor Björgólfsson og fyrirtæki hans og hins vegar hópur í kringum Meið og VÍS. Fréttastofa Stöðvar 2 hefur hins vegar heimildir fyrir því að forsvarsmenn VÍS hafi skömmu eftir áramót látið Björgólf Thor vita af því að þeim léki hugur á að búa til hóp fjárfesta sem samanstæði af VÍS, Meiði og Björgólfi. Á meðal hugmynda sem rissaðar hafa verið niður á blað og fréttastofa hefur undir höndum er ein sem viðruð var fyrir nokkrum vikum og gekk út á að hver þessara aðila myndi eignast 20 prósenta hlut í Símanum; Novator, sem er í eigu Björgólfs, Meiður og VÍS. Fréttastofa hefur öruggar heimildir fyrir því að Finnur Ingólfsson, forstjóri VÍS, hafi imprað á hugmyndinni við Björgólf Thor og jafnframt haft á orði að málið væri pólitískt skothelt. Síðan þessi hugmynd var viðruð hefur einkavæðingarnefnd kynnt fyrirkomulagið á sölu Símans og hljóta því hugmyndir manna að laga sig að þeim veruleika á endanum. Heimildarmenn fréttastofu hafa hins vegar bent á að hópur sem samanstandi af VÍS, Meiði og Björgólfi fari létt með að uppfylla allar þær kröfur sem gerðar eru um fjárhagslegan styrk og reynslu af rekstri og að það gæti komið þessum aðilum afar vel að vinna saman að tilboði í stað þess að keppa um bitann. En það eru fleiri sem vilja eignast Símann því heimildir fréttastofu herma að sex aðilar, þrír innlendir og þrír erlendir, hafi lýst yfir áhuga á vinna með Björgólfi Thor að tilboði í Símann. Finnur Ingólfsson, forstjóri VÍS, hafði samband við fréttastofu Stöðvar 2 og vildi taka fram að hann hefði ekki átt neitt samtal við Björgólf Thor Björgólfsson um kaup á Símanum. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Northvolt í þrot Viðskipti erlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Viðskipti innlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Sjá meira
Þreifingar hafa verið um nokkurra vikna skeið um samstarf VÍS, Meiðs og Björgólfs Thors Björgólfssonar um kaup á meirihluta í Símanum. Sex hafa lýst yfir áhuga á að bjóða í Símann í samstarfi við Björgólf Thor og fyrirtæki tengd honum. Í vikunni var tilkynnt að Síminn yrði seldur fyrir lok júlímánaðar, það er innan fjögurra mánaða. Það kann að virðast skammur tími en hafa ber í huga að mögulegir lysthafendur hafa verið á tánum um nokkurt skeið. Tveir hópar hafa helst verið tilgreindir, annars vegar hópur í kringum Björgólf Thor Björgólfsson og fyrirtæki hans og hins vegar hópur í kringum Meið og VÍS. Fréttastofa Stöðvar 2 hefur hins vegar heimildir fyrir því að forsvarsmenn VÍS hafi skömmu eftir áramót látið Björgólf Thor vita af því að þeim léki hugur á að búa til hóp fjárfesta sem samanstæði af VÍS, Meiði og Björgólfi. Á meðal hugmynda sem rissaðar hafa verið niður á blað og fréttastofa hefur undir höndum er ein sem viðruð var fyrir nokkrum vikum og gekk út á að hver þessara aðila myndi eignast 20 prósenta hlut í Símanum; Novator, sem er í eigu Björgólfs, Meiður og VÍS. Fréttastofa hefur öruggar heimildir fyrir því að Finnur Ingólfsson, forstjóri VÍS, hafi imprað á hugmyndinni við Björgólf Thor og jafnframt haft á orði að málið væri pólitískt skothelt. Síðan þessi hugmynd var viðruð hefur einkavæðingarnefnd kynnt fyrirkomulagið á sölu Símans og hljóta því hugmyndir manna að laga sig að þeim veruleika á endanum. Heimildarmenn fréttastofu hafa hins vegar bent á að hópur sem samanstandi af VÍS, Meiði og Björgólfi fari létt með að uppfylla allar þær kröfur sem gerðar eru um fjárhagslegan styrk og reynslu af rekstri og að það gæti komið þessum aðilum afar vel að vinna saman að tilboði í stað þess að keppa um bitann. En það eru fleiri sem vilja eignast Símann því heimildir fréttastofu herma að sex aðilar, þrír innlendir og þrír erlendir, hafi lýst yfir áhuga á vinna með Björgólfi Thor að tilboði í Símann. Finnur Ingólfsson, forstjóri VÍS, hafði samband við fréttastofu Stöðvar 2 og vildi taka fram að hann hefði ekki átt neitt samtal við Björgólf Thor Björgólfsson um kaup á Símanum.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Northvolt í þrot Viðskipti erlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Viðskipti innlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Sjá meira