Blood Will Tell 9. apríl 2005 00:01 Þeir gerast varla Japanskari leikirnir en Blood Will Tell. Maður fer í hlutverk Hyakkimaru, Samúræja sem var afmyndaður í æsku. Það vantaði á hann næstum alla útlimi, raddböndin, augun og ég veit ekki hvað og hvað. Faðir hans losar sig við kvikindið en góðhjartaður læknir finnur hann og tekur að sér. Læknirinn byggir svo hreinlega nýja líkamsparta á hann (guð má vita hvernig hann fer að því) og Hyakki lærir að ganga og berjast. Vondu skrímslin, svokallaðir „fiends”, gerðu þetta við hann og þegar hann fullorðnast fer hann í ferð til að drepa þá alla og fá líkamspartana sína aftur. En áður en hann fer lætur fósturpabbi hans hann fá innbyggð vopn í líkama hans sem gjöf. Já, þetta er vægast sagt furðulegt. Enda er leikurinn byggður á “anime” teiknimyndum, sem eru þekktar fyrir allt annað en að vera venjulegar. Söguþráðurinn í leiknum er sennilega það sem lagt er mest í. Hann er fullur af flottum myndböndum og það er meira að segja svona góðlegur sögumaður sem talar. Hann minnir mig á afa á stöð tvö. Það koma allskonar litlar sögur inn í þetta, þar sem Hyakki ferðast á milli staða og hittir mismunandi fólk í vanda og bjargar deginum. Fljótlega í leiknum fer hann t.d. í bæ þar sem skrímsli hefur herjað á þorpsbúana lengi, og er það hlutverk hans að losa bæinn við þessa bölvun og upplýsa hver gerði þetta allt saman. Spilunin er mjög hefðbundin. Maður fer í gegnum hóp af óvinum, slæst við endakalla og spilar svo öðru hverju sem hin persónan í leiknum, strákurinn Dororo. Maður þarf yfirleitt að læðast eitthvað um með honum, kasta steinum í kalla eða lemja þá (Dororo gerir af einhverjum ástæðum meiri skaða með því að lemja með berum höndum en Hyakki með sverðinu) og hoppa og skoppa. Hoppið og skoppið er meira pirrandi en skemmtilegt. Þetta er voðalega týpískt eitthvað, að bæta aukapersónu við leikinn sem á að koma með einhvern húmor inn í þetta og gera spilunina fjölbreyttari. Hversu oft áður hefur maður séð þetta? En eins og ég sagði áður spilarðu mest sem Hyakkimaru og snýst það um voðalega fátt annað en að drita eins hratt og maður getur á takkana og lemja allt sem hreyfist. Svo einfalt er það. Svo er meira að segja líka hægt að hoppa bara yfir óvinina í staðin fyrir að lemja þá því það er ekkert að græða á því að drepa þá. Af hverju ekki bara að gera það þá? Endakallarnir eru oft risastórir og mjög töff. En þeir geta verið mjög pirrandi. Og svo bætir það gráu ofan á svart að það er aðeins hægt að vista leikinn á fáránlegustu stöðum, og oft langt frá bardaganum. Þannig ef þú ert drepinn af þeim oft þarftu að fara í gegnum svona fimmtíu lítil skrímsli aftur í hvert skipti sem þú vilt komast að honum. Grafíkin í leiknum er algjört miðjumoð. Persónurnar eru nokkuð flottar en umhverfin eru svo lítil og lokuð eitthvað. Leikurinn er með nokkur CG-myndbönd sem eru mjög listræn og vel gerð, en þau eru ekki nógu mörg. Grafíklega séð eru það örugglega endakallarnir sem eru að gera bestu hlutina. Hljóðið er, eins og svo margt annað miðlungsgott. Leikurinn notar frekar hefðbundin skylmingarhljóð og stunur. Tónlistin er ágæt og hentar stemningunni vel og talsetningin er í meðallagi. Þó ég verði að segja að það sé frekar asnalegt að heyra einhverja kana tala inn á Japanska samúræja. Ef söguþráðurinn heldur þér ekki við efnið er í rauninni engin ástæða til að spila Blood Will Tell oftar en einu sinni. Hann býður ekki upp á neitt nýtt, það mætti halda að leikjahönnuðirnir hefðu farið eftir einhverjum leiðbeiningum þegar þeir gerðu hann. Allt við þennan leik er annaðhvort rétt yfir, undir eða í meðallagi. Niðurstaða: Þó að þú sleppir að spila Blood Will Tell ertu í rauninni ekki að missa af neinu. Þetta er leikur sem byggir á margreyndri formúlu og kemur varla með neitt nýtt. Spilaðu frekar Devil May Cry leikina ef þú vilt alvöru skot/sverðabardaga hasarleiki og gleymdu þessum. Vélbúnaður: Playstation 2 Framleiðandi: Sega Útgefandi: Sega Heimasíða: http://www.sega.com Svavar Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fleiri fréttir Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
Þeir gerast varla Japanskari leikirnir en Blood Will Tell. Maður fer í hlutverk Hyakkimaru, Samúræja sem var afmyndaður í æsku. Það vantaði á hann næstum alla útlimi, raddböndin, augun og ég veit ekki hvað og hvað. Faðir hans losar sig við kvikindið en góðhjartaður læknir finnur hann og tekur að sér. Læknirinn byggir svo hreinlega nýja líkamsparta á hann (guð má vita hvernig hann fer að því) og Hyakki lærir að ganga og berjast. Vondu skrímslin, svokallaðir „fiends”, gerðu þetta við hann og þegar hann fullorðnast fer hann í ferð til að drepa þá alla og fá líkamspartana sína aftur. En áður en hann fer lætur fósturpabbi hans hann fá innbyggð vopn í líkama hans sem gjöf. Já, þetta er vægast sagt furðulegt. Enda er leikurinn byggður á “anime” teiknimyndum, sem eru þekktar fyrir allt annað en að vera venjulegar. Söguþráðurinn í leiknum er sennilega það sem lagt er mest í. Hann er fullur af flottum myndböndum og það er meira að segja svona góðlegur sögumaður sem talar. Hann minnir mig á afa á stöð tvö. Það koma allskonar litlar sögur inn í þetta, þar sem Hyakki ferðast á milli staða og hittir mismunandi fólk í vanda og bjargar deginum. Fljótlega í leiknum fer hann t.d. í bæ þar sem skrímsli hefur herjað á þorpsbúana lengi, og er það hlutverk hans að losa bæinn við þessa bölvun og upplýsa hver gerði þetta allt saman. Spilunin er mjög hefðbundin. Maður fer í gegnum hóp af óvinum, slæst við endakalla og spilar svo öðru hverju sem hin persónan í leiknum, strákurinn Dororo. Maður þarf yfirleitt að læðast eitthvað um með honum, kasta steinum í kalla eða lemja þá (Dororo gerir af einhverjum ástæðum meiri skaða með því að lemja með berum höndum en Hyakki með sverðinu) og hoppa og skoppa. Hoppið og skoppið er meira pirrandi en skemmtilegt. Þetta er voðalega týpískt eitthvað, að bæta aukapersónu við leikinn sem á að koma með einhvern húmor inn í þetta og gera spilunina fjölbreyttari. Hversu oft áður hefur maður séð þetta? En eins og ég sagði áður spilarðu mest sem Hyakkimaru og snýst það um voðalega fátt annað en að drita eins hratt og maður getur á takkana og lemja allt sem hreyfist. Svo einfalt er það. Svo er meira að segja líka hægt að hoppa bara yfir óvinina í staðin fyrir að lemja þá því það er ekkert að græða á því að drepa þá. Af hverju ekki bara að gera það þá? Endakallarnir eru oft risastórir og mjög töff. En þeir geta verið mjög pirrandi. Og svo bætir það gráu ofan á svart að það er aðeins hægt að vista leikinn á fáránlegustu stöðum, og oft langt frá bardaganum. Þannig ef þú ert drepinn af þeim oft þarftu að fara í gegnum svona fimmtíu lítil skrímsli aftur í hvert skipti sem þú vilt komast að honum. Grafíkin í leiknum er algjört miðjumoð. Persónurnar eru nokkuð flottar en umhverfin eru svo lítil og lokuð eitthvað. Leikurinn er með nokkur CG-myndbönd sem eru mjög listræn og vel gerð, en þau eru ekki nógu mörg. Grafíklega séð eru það örugglega endakallarnir sem eru að gera bestu hlutina. Hljóðið er, eins og svo margt annað miðlungsgott. Leikurinn notar frekar hefðbundin skylmingarhljóð og stunur. Tónlistin er ágæt og hentar stemningunni vel og talsetningin er í meðallagi. Þó ég verði að segja að það sé frekar asnalegt að heyra einhverja kana tala inn á Japanska samúræja. Ef söguþráðurinn heldur þér ekki við efnið er í rauninni engin ástæða til að spila Blood Will Tell oftar en einu sinni. Hann býður ekki upp á neitt nýtt, það mætti halda að leikjahönnuðirnir hefðu farið eftir einhverjum leiðbeiningum þegar þeir gerðu hann. Allt við þennan leik er annaðhvort rétt yfir, undir eða í meðallagi. Niðurstaða: Þó að þú sleppir að spila Blood Will Tell ertu í rauninni ekki að missa af neinu. Þetta er leikur sem byggir á margreyndri formúlu og kemur varla með neitt nýtt. Spilaðu frekar Devil May Cry leikina ef þú vilt alvöru skot/sverðabardaga hasarleiki og gleymdu þessum. Vélbúnaður: Playstation 2 Framleiðandi: Sega Útgefandi: Sega Heimasíða: http://www.sega.com
Svavar Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fleiri fréttir Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira