Outer Worlds 2: Eitthvað sem vantar í annars fínan leik Samúel Karl Ólason skrifar 10. nóvember 2025 19:01 Eins og í mörgum öðrum leikjum Obsidian er aðalhetja leiksins í upphafi hreinn strigi sem spilarar geta málað á eins og þeim sýnist. Obsidian Outer Worlds 2 er skemmtilegur og góður hlutverkaleikur, sem gerist í semi-áhugaverðum en sérstaklega fyndnum söguheimi. Það er samt eitthvað þarna og leiknum hefur ekki tekist að fanga mig. Leikurinn er gerður af Obsidian Entertainment, sem njóta enn mikillar virðingar fyrir framtak þeirra til Fallout-seríunnar vinsælu. Þeir gerðu nefnilega Fallout New Vegas, sem er af mörgum (öllum sem vita eitthvað í sinn haus) talinn vera meðal betri leikjum seríunnar eða jafnvel sá besti. Í stuttu máli sagt, spilar maður sem útsendari löggæsluafls, ef svo má kalla, sem kallast Earth Directorate. Þetta afl hefur það markmið að koma röð og reglu á alheiminn. Ímyndið ykkur samansafn hálf-siðblindra Bósa Ljósára. Í þessum heimi stjórna fyrirtæki svo gott sem öllu og fólk er lítið annað en vinnuafl eða aðföng. Outer Worlds 2 gerist í sömu vetrarbraut og fyrri leikurinn en á allt öðrum stað og sögur leikjanna lítið beint. Kapítalismi hefur leikið íbúa Arcadia ansi grátt, eins og átti einnig við í söguheimi fyrsta leiksins, sem kallaðist Halcyon, og er Outer Worlds 2 gjörsamlega löðrandi í ádeilu og húmor hvað varðar kapítalisma. Mjög góður hlutverkaleikur Samanborið við fyrri leikinn, sem ég kunni ágætlega við, er OW2 töluvert betri að miklu leyti. Hann lítur auðvitað mun betur út, enda væri annað óeðlilegt. Bardagakerfið er líka betra og hraðara þó þar skorti fjölbreytni. Það sem stendur að miklu leyti upp úr er hlutverkaleikurinn. Það er hægt að búa til skemmtilega persónu til að leika sem og lifa sig inn í. Það er einnig hægt að skapa mjög gallaðan drullusokk og lifa sig inn í það hlutverk. Fyrir að drepa dýr og menn og leysa verkefni fær maður reynslustig. Þau notar maður til að gera persónuna betri í að beita vopnum, opna lása, tala við fólk og koll af kolli, allt eftir hefðbundnum reglum. Kapítalisminn er allsráðandi í Arcadia.Obsidian Það sem er svolítið öðruvísi í Outer Worlds er hvernig leikurinn lætur mann stundum fá valkost um óhefðbundnar breytingar. Sem dæmi, þá fékk ég upp meldingu í skotbardaga þar sem leikurinn drullaði smá yfir mig fyrir að hlaða byssuna mína allt of oft. Þá bauð leikurinn mér að stækka magasín í byssunum mínum um fimmtíu prósent. Í staðinn myndi ég þó gera mun minni skaða í töluverðan tíma eftir að ég slysaðist til að skjóta öllum skotunum úr byssunni minni. Í öðru dæmi, þegar ég ætlaði að laumast aðeins um, bauð leikurinn mér að gera mér kleift að laumas fimmtíu prósent hraðar um en í staðinn myndu allir óvinir í tíu metra fjarlægð heyra í hnjánum á mér þegar ég gerði mig líklegan til að laumast um. Þetta eru áhugaverðir kostir og gallar sem maður stendur frammi fyrir. Byssur leiksins eru mjög hefðbundnar í upphafi en þær verða seinna meir í skrítnari kantinum.Obsidian Hvernig maður stillir upp aðalpersónunni og hvernig maður ver hæfileikastigunum sem maður fær fyrir að drepa drullusokka og leysa verkefni, skiptir miklu máli á spilun leiksins. Það skiptir máli fyrir valkosti, hvert maður getur farið, hvern maður getur vingast við eða hvern maður verður að drepa og hefur þannig áhrif á gang sögunnar. Ádeilan og allt glensið í leiknum kemur þó smá niður á hlutverkaspilinu, þar sem það er lítið sem ekkert um núansa í þeim ákvörðunum sem maður tekur og hvernig maður nálgast þau verkefni sem maður þarf að leysa. Þetta er yfirleitt bara val á milli þess að vera drullusokkur eða ekki, þó finna megi grá svæði inn á milli. Á köflum er maður þó þvingaður til að taka ákvarðanir sem hafa enga góða valkosti. Það er alltaf áhugavert en í flestum tilfellum þýðir það að maður missti af einhverju verkefni eða klúðraði einhverju. Meh-saga en fínn söguheimur Talandi um söguna, þá er hún svo sem ekkert framúrskarandi. Leikurinn hefst á því að Earth Directorate sendir spilara, ásamt hópi annarra útsendara, til Arcadia til að framkvæma leynilegt verkefni. Það fer auðvitað allt í fokk og aðalpersónan endar á ís í nokkur ár. Síðan snýr maður aftur og þarf að koma reglu á hlutina í Arcadia en heimurinn hefur þá tekið töluverðum stakkaskiptum. Maður þarf einnig að finna annan útsendara Earth Directorate sem sveik gamla liðið. Þó sagan sé kannski ekkert framúrskarandi er söguheimurinn áhugaverðari. Það getur verið gaman að lesa tölvupósta í tölvum fólks í heiminum og sjá hversu sturlaður þessi ofurkapítalistaheimur er. Í umhverfi leiksins og sögum er mjög mikill húmor sem maður getur auðveldlega misst af. Fylgjendur í Outer Worlds 2 eru hinir fínustu.Obsidian Áhugaverðir fylgjendur Í gegnum leikinn getur maður safnað að sér hópi fylgjenda Ákvarðanir sem maður tekur í leiknum geta haft mikil áhrif á þá fylgendur sem maður hefur aðgang. Það er janfvel hægt að drepa þá án þess að vita að þeir hafi nokkurn tímann verið í boði sem fylgjendur. Þá er hægt að taka ákvarðanir í leiknum sem gera fylgjendur illa út í mann og fá þá til að ráðast á mann, eða með öðrum orðum sagt: fá þá til að deyja. Annað, það er ekki hægt að gera það við fylgjendur sína í þessum leik! Má það í nútíma-hlutverkaleik? Ég er ekki viss. Manni er skapi næst að hringja í málara og fá það á hreint (Indriða tilvísun). Beisik bardagakerfi Bardagakerfið er hreint út sagt ágætt en, aftur, ekkert framúrskarandi. Vopnin eru temmilega fjölbreytt og það er einnig hægt að breyta þeim töluvert. Til dæmist er hægt að láta byssur gera rafmagnsskaða til að eiga auðveldara með að granda vélmennu. Þá er smá kerfi í bardögum sem líkist V.A.T.S. kerfinu úr Fallout leikjunum. Maður getur hægt töluvert á hraða leiksins um tíma til að auðvelda manni að skjóta dýr og drullusokka í smettið. Það getur hjálpað mjög til á erfiðum tímum. En að öðru leyti er bardagakerfið mjög beisik, sérstaklega til að byrja með. Maður getur kastað mismunandi handsprengjum, skotið rauðar tunnur til að valda sprengingum og notað lyf og annað til að gera sig aðeins betri. Þetta er allt eftir kúnstarinnar reglum. Seinna meir í leiknum fær maður þó fjölbreyttari vopn sem geta breytt hlutunum aðeins. Samantekt-ish Til að taka þessa tímamótaskrif saman þá hef ég ekki fundið mikið tilefni til að vera gagnrýninn í garð Outer Worlds 2. Þetta er fínn leikur. Eeeeeen, það er eitthvað sem mér finnst vanta sem ég næ ekki alveg utan um. Þó ég hafi skemmt mér ágætlega yfir þessum leik hefur reynst mér tiltölulega erfitt að halda spiluninni áfram. Það sem stendur upp úr er gott hlutaverkaspilunarkerfi sem býður upp á mikla endurspilun. Ég get vel ímyndað mér að það sé hægt að spila þennan leik nokkrum sinnum og að að spilunin geti verið allt önnur í hvert sinn. Bardagakerfið er fínt en býður upp á fátt framúrskarandi eða í raun sérstakt. Þetta er allt eitthvað sem maður hefur séð áður. Það er kannski stóri gallinn sem ég á erfitt með að átta mig á. Það er lítið sem ekkert nýtt þarna. Það er í rauninni ekkert að þessum leik og ég hef skemmt mér ágætlega við spilunina. Ég þykist þó nokkuð viss um að ég muni ekki spila Outer Worlds 2 mikið meira eftir að þessi tímamóta leikjadómur verði birtur. Leikjadómar Mest lesið Kim féll Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Bíó og sjónvarp Umhverfisráðherra á von á barni Lífið GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Outer Worlds 2: Eitthvað sem vantar í annars fínan leik Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Nýr íslenskur tölvuleikur um lífsgæðakapphlaupið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Sjá meira
Leikurinn er gerður af Obsidian Entertainment, sem njóta enn mikillar virðingar fyrir framtak þeirra til Fallout-seríunnar vinsælu. Þeir gerðu nefnilega Fallout New Vegas, sem er af mörgum (öllum sem vita eitthvað í sinn haus) talinn vera meðal betri leikjum seríunnar eða jafnvel sá besti. Í stuttu máli sagt, spilar maður sem útsendari löggæsluafls, ef svo má kalla, sem kallast Earth Directorate. Þetta afl hefur það markmið að koma röð og reglu á alheiminn. Ímyndið ykkur samansafn hálf-siðblindra Bósa Ljósára. Í þessum heimi stjórna fyrirtæki svo gott sem öllu og fólk er lítið annað en vinnuafl eða aðföng. Outer Worlds 2 gerist í sömu vetrarbraut og fyrri leikurinn en á allt öðrum stað og sögur leikjanna lítið beint. Kapítalismi hefur leikið íbúa Arcadia ansi grátt, eins og átti einnig við í söguheimi fyrsta leiksins, sem kallaðist Halcyon, og er Outer Worlds 2 gjörsamlega löðrandi í ádeilu og húmor hvað varðar kapítalisma. Mjög góður hlutverkaleikur Samanborið við fyrri leikinn, sem ég kunni ágætlega við, er OW2 töluvert betri að miklu leyti. Hann lítur auðvitað mun betur út, enda væri annað óeðlilegt. Bardagakerfið er líka betra og hraðara þó þar skorti fjölbreytni. Það sem stendur að miklu leyti upp úr er hlutverkaleikurinn. Það er hægt að búa til skemmtilega persónu til að leika sem og lifa sig inn í. Það er einnig hægt að skapa mjög gallaðan drullusokk og lifa sig inn í það hlutverk. Fyrir að drepa dýr og menn og leysa verkefni fær maður reynslustig. Þau notar maður til að gera persónuna betri í að beita vopnum, opna lása, tala við fólk og koll af kolli, allt eftir hefðbundnum reglum. Kapítalisminn er allsráðandi í Arcadia.Obsidian Það sem er svolítið öðruvísi í Outer Worlds er hvernig leikurinn lætur mann stundum fá valkost um óhefðbundnar breytingar. Sem dæmi, þá fékk ég upp meldingu í skotbardaga þar sem leikurinn drullaði smá yfir mig fyrir að hlaða byssuna mína allt of oft. Þá bauð leikurinn mér að stækka magasín í byssunum mínum um fimmtíu prósent. Í staðinn myndi ég þó gera mun minni skaða í töluverðan tíma eftir að ég slysaðist til að skjóta öllum skotunum úr byssunni minni. Í öðru dæmi, þegar ég ætlaði að laumast aðeins um, bauð leikurinn mér að gera mér kleift að laumas fimmtíu prósent hraðar um en í staðinn myndu allir óvinir í tíu metra fjarlægð heyra í hnjánum á mér þegar ég gerði mig líklegan til að laumast um. Þetta eru áhugaverðir kostir og gallar sem maður stendur frammi fyrir. Byssur leiksins eru mjög hefðbundnar í upphafi en þær verða seinna meir í skrítnari kantinum.Obsidian Hvernig maður stillir upp aðalpersónunni og hvernig maður ver hæfileikastigunum sem maður fær fyrir að drepa drullusokka og leysa verkefni, skiptir miklu máli á spilun leiksins. Það skiptir máli fyrir valkosti, hvert maður getur farið, hvern maður getur vingast við eða hvern maður verður að drepa og hefur þannig áhrif á gang sögunnar. Ádeilan og allt glensið í leiknum kemur þó smá niður á hlutverkaspilinu, þar sem það er lítið sem ekkert um núansa í þeim ákvörðunum sem maður tekur og hvernig maður nálgast þau verkefni sem maður þarf að leysa. Þetta er yfirleitt bara val á milli þess að vera drullusokkur eða ekki, þó finna megi grá svæði inn á milli. Á köflum er maður þó þvingaður til að taka ákvarðanir sem hafa enga góða valkosti. Það er alltaf áhugavert en í flestum tilfellum þýðir það að maður missti af einhverju verkefni eða klúðraði einhverju. Meh-saga en fínn söguheimur Talandi um söguna, þá er hún svo sem ekkert framúrskarandi. Leikurinn hefst á því að Earth Directorate sendir spilara, ásamt hópi annarra útsendara, til Arcadia til að framkvæma leynilegt verkefni. Það fer auðvitað allt í fokk og aðalpersónan endar á ís í nokkur ár. Síðan snýr maður aftur og þarf að koma reglu á hlutina í Arcadia en heimurinn hefur þá tekið töluverðum stakkaskiptum. Maður þarf einnig að finna annan útsendara Earth Directorate sem sveik gamla liðið. Þó sagan sé kannski ekkert framúrskarandi er söguheimurinn áhugaverðari. Það getur verið gaman að lesa tölvupósta í tölvum fólks í heiminum og sjá hversu sturlaður þessi ofurkapítalistaheimur er. Í umhverfi leiksins og sögum er mjög mikill húmor sem maður getur auðveldlega misst af. Fylgjendur í Outer Worlds 2 eru hinir fínustu.Obsidian Áhugaverðir fylgjendur Í gegnum leikinn getur maður safnað að sér hópi fylgjenda Ákvarðanir sem maður tekur í leiknum geta haft mikil áhrif á þá fylgendur sem maður hefur aðgang. Það er janfvel hægt að drepa þá án þess að vita að þeir hafi nokkurn tímann verið í boði sem fylgjendur. Þá er hægt að taka ákvarðanir í leiknum sem gera fylgjendur illa út í mann og fá þá til að ráðast á mann, eða með öðrum orðum sagt: fá þá til að deyja. Annað, það er ekki hægt að gera það við fylgjendur sína í þessum leik! Má það í nútíma-hlutverkaleik? Ég er ekki viss. Manni er skapi næst að hringja í málara og fá það á hreint (Indriða tilvísun). Beisik bardagakerfi Bardagakerfið er hreint út sagt ágætt en, aftur, ekkert framúrskarandi. Vopnin eru temmilega fjölbreytt og það er einnig hægt að breyta þeim töluvert. Til dæmist er hægt að láta byssur gera rafmagnsskaða til að eiga auðveldara með að granda vélmennu. Þá er smá kerfi í bardögum sem líkist V.A.T.S. kerfinu úr Fallout leikjunum. Maður getur hægt töluvert á hraða leiksins um tíma til að auðvelda manni að skjóta dýr og drullusokka í smettið. Það getur hjálpað mjög til á erfiðum tímum. En að öðru leyti er bardagakerfið mjög beisik, sérstaklega til að byrja með. Maður getur kastað mismunandi handsprengjum, skotið rauðar tunnur til að valda sprengingum og notað lyf og annað til að gera sig aðeins betri. Þetta er allt eftir kúnstarinnar reglum. Seinna meir í leiknum fær maður þó fjölbreyttari vopn sem geta breytt hlutunum aðeins. Samantekt-ish Til að taka þessa tímamótaskrif saman þá hef ég ekki fundið mikið tilefni til að vera gagnrýninn í garð Outer Worlds 2. Þetta er fínn leikur. Eeeeeen, það er eitthvað sem mér finnst vanta sem ég næ ekki alveg utan um. Þó ég hafi skemmt mér ágætlega yfir þessum leik hefur reynst mér tiltölulega erfitt að halda spiluninni áfram. Það sem stendur upp úr er gott hlutaverkaspilunarkerfi sem býður upp á mikla endurspilun. Ég get vel ímyndað mér að það sé hægt að spila þennan leik nokkrum sinnum og að að spilunin geti verið allt önnur í hvert sinn. Bardagakerfið er fínt en býður upp á fátt framúrskarandi eða í raun sérstakt. Þetta er allt eitthvað sem maður hefur séð áður. Það er kannski stóri gallinn sem ég á erfitt með að átta mig á. Það er lítið sem ekkert nýtt þarna. Það er í rauninni ekkert að þessum leik og ég hef skemmt mér ágætlega við spilunina. Ég þykist þó nokkuð viss um að ég muni ekki spila Outer Worlds 2 mikið meira eftir að þessi tímamóta leikjadómur verði birtur.
Leikjadómar Mest lesið Kim féll Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Bíó og sjónvarp Umhverfisráðherra á von á barni Lífið GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Outer Worlds 2: Eitthvað sem vantar í annars fínan leik Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Nýr íslenskur tölvuleikur um lífsgæðakapphlaupið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Sjá meira