Ratchet & Clank 3 Up Your Arsenal 9. apríl 2005 00:01 Ratchet og Clank er tveir góðir vinir sem allir dyggir Platform-leikja aðdáendur kannast við. Þessir leikir, sem skapaðir eru með grafíkvélinni sem Naughty Dog hannaði fyrir Jak leikina, hafa slegið rækilega í gegn með fyrstu tveim leikjunum, og Ratchet & Clank 3: Up Your Arsenal, er alls engin undantekning. Eftir svaðilfarir þeirra félaga í fyrri ævintýrum, hefur Clank hlotið heimsfrægð sem Special Agent Clank í samnefndum sjónvarpsþáttum, en því miður hefur Ratchet lent á varamannabekknum. Fyrir utan allt þetta gengur lífið sinn vanagang hjá þeim kumpánum, þar til einn dag kemur það í fréttunum að illur vísindamaður að nafni Dr. Nefarious, hefur ráðist á heimaplánetu Ratchets, Veldin. Auðvitað sættir Ratchet sig ekki við þetta og snýst harður gegn árásinni og nær að hrekja árásarmennina burtu. En fjörið er rétt að byrja. Dr. Nefarious er með það í bígerð að ná völdum yfir allri stjörnuþokunni, og engin leið virðist vera fær til að stöðva hann. Aðeins er vitað um einn mann sem hefur nokkru sinni sigrað hann og þurfa Ratchet og Clank að leggja upp í leiðangur til að finna þessa fyrrum hetju, sem hefur dregið sig í hlé með hóp af öpum í frumskóginum. Auðvitað er það enginn annar en vinur okkar allra úr fyrri leikjunum, Captain Qwark. Hefst síðan rosaleg barátta sem teygir sig yfir allar plánetur mjög stórrar stjörnuþoku og býður upp á nær endalausa skemmtun. Tæknilega hliðin á R&C3 er hreint út sagt mögnuð. Grafíkin er hreint út sagt mögnuð. Mikil vinna hefur verið lögð í smáatriði og útlit á söguhetjum og óvinum, auk þess sem stærð umhverfanna er nokkuð sem fáir leikir, fyrir utan GTA, hafa komist nálægt að jafna. Umhverfið og útlit hefur samt í raun mjög lítið breyst, því framleiðendurnir hjá Insomniac hafa vit á því að eiga ekki of mikið við uppskrift sem hefur valdið jafn mikilli velgengni og fyrri leikirnir voru. Þrátt fyrir það eru nokkrir hlutir sem fólk, sem hefur spilað leikina áður, mun taka eftir. Það eru hinsvegar bara mjög fáir hlutir sem í raun skipta ekki neinu máli, aðallega bara útlit og uppstilling. Eins og alltaf er mjög mikið frelsi, og enn meiri möguleikar í þessum risastóra alheimi sem Ratchet & Clank búa í. Spilandinn er fær um að ferðast frjálslega á milli misstóra plánetna, allar með mismunandi landslag og umhverfi. Umhverfið spilar mjög vel með manni, og hver pláneta hefur mismunandi þrautir sem tengjast flestar, á einn eða annan hátt, sérstöku umhverfi þeirrar plánetu sem maður er staddur á á þeirri stundu. Spilunin hefur einnig lítið breyst. Þú hreyfir þig enn á sama hátt og ferðamátinn á milli plánetna er sá sami. Hinsvegar hafa nokkur skemmtileg ný farartæki litið dagsins ljós, sem jafnvel vönustu spilarar munu þurfa smá tíma til að læra á. Mörg ný vopn og tæki fá einnig að njóta sín, auk nokkurra gamalkunna sem margir hefðu saknað. Flest af nýju vopnunum eru mjög lík þeim sem spiluðu hvað stærst hlutverk í fyrri leikjunum, þótt að útlitið og nokkrir aukaeiginleikar hafi breyst. Einnig hafa nokkur gömul tæki verið tekin og sett saman í eina fjölnota græju. Þetta er mjög góð hugmynd hjá Insomniac, og sparar manni þau leiðindi að þurfa að pása leikinn til að skipta oft á milli tveggja hluta sem maður þarf að nota. Þrátt fyrir alla þessa frábæru eiginleika sem leikurinn hefur, er aðeins einn galli sem ég get kvartað yfir. Gervigreind óvinanna er vægast sagt ómerkileg, og höfundarnir eru ekki að reyna neitt nýtt, heldur endurnýta þeir bara gömlu "hlaupa og skjóta" aðferðina, sem er orðin allt of þreytt. Hinsvegar bæta þeir upp fyrir hræðilega bardagatækni sína, með hreint ótrúlegum fjölda, þannig að spilandinn hefur meira en nóg að gera við það eitt að halda sér á lífi. Samt er ekki hægt að segja annað en að það hefði verið miklu skemmtilegri áskorun að takast á við óvini með almennilega bardagahæfni, sem hefðu ekki aðeins haldið skottakkanum uppteknum, heldur einnig huganum. Söguþráðurinn í leiknum er einn sá besti og einn sá fyndnasti sem hefur verið saminn fyrir tölvuleik. Húmorinn, sem hefur sífellt komið sterkur inn í fyrri R&C leikjum, virðist stigmagnast eftir því sem persónurnar og sagan þróast. Captain Qwark kemur alltaf sterkur inn sem aðhlátursefni, og kímnilegar aðstæður sem persónurnar lenda í eru hreint út sagt snilldarlega settar upp, þannig að manni finnst persónurnar alltaf lenda í einhverju sem maður þekkir af eigin raun, þótt ég efi að mörg okkar hafi verið um borð í geimskipi sem er um það bil að springa niður í sameindir sínar. Eitt glænýtt sem þessi leikur býður uppá er sá möguleiki að spila við einn eða fleiri notendur í einu, annaðhvort í gegnum fjöltengi eða internet. "Multiplayer" kerfið er sett þannig upp, að spilendur eru á mjög stóru opnu svæði, með mörg mismunandi vopn og farartæki, auk þess sem hægt er að finna mjög marga staði til að leita skjóls og bíða eftir því að andstæðingurinn komi til þín. Spilunin þar er mjög lík spiluninni í einsmennings spilun þótt að það sé boðið upp á þann möguleika að skipta um stýrikerfi sem hentar hverjum og einum best. Þessi spilunarmöguleiki býður upp á mikla skemmtun og eykur endingartíma leiksins töluvert. Niðurstaða: Ratchet & Clank 3: Up Your Arsenal er án efa einn besti Platform leikur allra tíma, því að þrátt fyrir nokkra galla, heldur hann höfði hátt yfir flesta keppinauta sína og hækkar viðmiðin fyrir alla komandi Platform leiki. Einu leikirnir sem má segja að jafnist á við þennan eru Jak leikirnir, og þá er mikið sagt. Ratchet og Clank 3 er skyldukaup fyrir alla þá sem hafa áhuga á Platform leikjum og vilja fjölbreytni, spennu og skemmtun í hæsta gæðaflokki. Vélbúnaður: PS2 Framleiðandi: Insomniac Games Útgefandi: Insomniac Games Heimasíða: http://www.ratchetandclank3.com/ Árni Pétur Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fleiri fréttir Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
Ratchet og Clank er tveir góðir vinir sem allir dyggir Platform-leikja aðdáendur kannast við. Þessir leikir, sem skapaðir eru með grafíkvélinni sem Naughty Dog hannaði fyrir Jak leikina, hafa slegið rækilega í gegn með fyrstu tveim leikjunum, og Ratchet & Clank 3: Up Your Arsenal, er alls engin undantekning. Eftir svaðilfarir þeirra félaga í fyrri ævintýrum, hefur Clank hlotið heimsfrægð sem Special Agent Clank í samnefndum sjónvarpsþáttum, en því miður hefur Ratchet lent á varamannabekknum. Fyrir utan allt þetta gengur lífið sinn vanagang hjá þeim kumpánum, þar til einn dag kemur það í fréttunum að illur vísindamaður að nafni Dr. Nefarious, hefur ráðist á heimaplánetu Ratchets, Veldin. Auðvitað sættir Ratchet sig ekki við þetta og snýst harður gegn árásinni og nær að hrekja árásarmennina burtu. En fjörið er rétt að byrja. Dr. Nefarious er með það í bígerð að ná völdum yfir allri stjörnuþokunni, og engin leið virðist vera fær til að stöðva hann. Aðeins er vitað um einn mann sem hefur nokkru sinni sigrað hann og þurfa Ratchet og Clank að leggja upp í leiðangur til að finna þessa fyrrum hetju, sem hefur dregið sig í hlé með hóp af öpum í frumskóginum. Auðvitað er það enginn annar en vinur okkar allra úr fyrri leikjunum, Captain Qwark. Hefst síðan rosaleg barátta sem teygir sig yfir allar plánetur mjög stórrar stjörnuþoku og býður upp á nær endalausa skemmtun. Tæknilega hliðin á R&C3 er hreint út sagt mögnuð. Grafíkin er hreint út sagt mögnuð. Mikil vinna hefur verið lögð í smáatriði og útlit á söguhetjum og óvinum, auk þess sem stærð umhverfanna er nokkuð sem fáir leikir, fyrir utan GTA, hafa komist nálægt að jafna. Umhverfið og útlit hefur samt í raun mjög lítið breyst, því framleiðendurnir hjá Insomniac hafa vit á því að eiga ekki of mikið við uppskrift sem hefur valdið jafn mikilli velgengni og fyrri leikirnir voru. Þrátt fyrir það eru nokkrir hlutir sem fólk, sem hefur spilað leikina áður, mun taka eftir. Það eru hinsvegar bara mjög fáir hlutir sem í raun skipta ekki neinu máli, aðallega bara útlit og uppstilling. Eins og alltaf er mjög mikið frelsi, og enn meiri möguleikar í þessum risastóra alheimi sem Ratchet & Clank búa í. Spilandinn er fær um að ferðast frjálslega á milli misstóra plánetna, allar með mismunandi landslag og umhverfi. Umhverfið spilar mjög vel með manni, og hver pláneta hefur mismunandi þrautir sem tengjast flestar, á einn eða annan hátt, sérstöku umhverfi þeirrar plánetu sem maður er staddur á á þeirri stundu. Spilunin hefur einnig lítið breyst. Þú hreyfir þig enn á sama hátt og ferðamátinn á milli plánetna er sá sami. Hinsvegar hafa nokkur skemmtileg ný farartæki litið dagsins ljós, sem jafnvel vönustu spilarar munu þurfa smá tíma til að læra á. Mörg ný vopn og tæki fá einnig að njóta sín, auk nokkurra gamalkunna sem margir hefðu saknað. Flest af nýju vopnunum eru mjög lík þeim sem spiluðu hvað stærst hlutverk í fyrri leikjunum, þótt að útlitið og nokkrir aukaeiginleikar hafi breyst. Einnig hafa nokkur gömul tæki verið tekin og sett saman í eina fjölnota græju. Þetta er mjög góð hugmynd hjá Insomniac, og sparar manni þau leiðindi að þurfa að pása leikinn til að skipta oft á milli tveggja hluta sem maður þarf að nota. Þrátt fyrir alla þessa frábæru eiginleika sem leikurinn hefur, er aðeins einn galli sem ég get kvartað yfir. Gervigreind óvinanna er vægast sagt ómerkileg, og höfundarnir eru ekki að reyna neitt nýtt, heldur endurnýta þeir bara gömlu "hlaupa og skjóta" aðferðina, sem er orðin allt of þreytt. Hinsvegar bæta þeir upp fyrir hræðilega bardagatækni sína, með hreint ótrúlegum fjölda, þannig að spilandinn hefur meira en nóg að gera við það eitt að halda sér á lífi. Samt er ekki hægt að segja annað en að það hefði verið miklu skemmtilegri áskorun að takast á við óvini með almennilega bardagahæfni, sem hefðu ekki aðeins haldið skottakkanum uppteknum, heldur einnig huganum. Söguþráðurinn í leiknum er einn sá besti og einn sá fyndnasti sem hefur verið saminn fyrir tölvuleik. Húmorinn, sem hefur sífellt komið sterkur inn í fyrri R&C leikjum, virðist stigmagnast eftir því sem persónurnar og sagan þróast. Captain Qwark kemur alltaf sterkur inn sem aðhlátursefni, og kímnilegar aðstæður sem persónurnar lenda í eru hreint út sagt snilldarlega settar upp, þannig að manni finnst persónurnar alltaf lenda í einhverju sem maður þekkir af eigin raun, þótt ég efi að mörg okkar hafi verið um borð í geimskipi sem er um það bil að springa niður í sameindir sínar. Eitt glænýtt sem þessi leikur býður uppá er sá möguleiki að spila við einn eða fleiri notendur í einu, annaðhvort í gegnum fjöltengi eða internet. "Multiplayer" kerfið er sett þannig upp, að spilendur eru á mjög stóru opnu svæði, með mörg mismunandi vopn og farartæki, auk þess sem hægt er að finna mjög marga staði til að leita skjóls og bíða eftir því að andstæðingurinn komi til þín. Spilunin þar er mjög lík spiluninni í einsmennings spilun þótt að það sé boðið upp á þann möguleika að skipta um stýrikerfi sem hentar hverjum og einum best. Þessi spilunarmöguleiki býður upp á mikla skemmtun og eykur endingartíma leiksins töluvert. Niðurstaða: Ratchet & Clank 3: Up Your Arsenal er án efa einn besti Platform leikur allra tíma, því að þrátt fyrir nokkra galla, heldur hann höfði hátt yfir flesta keppinauta sína og hækkar viðmiðin fyrir alla komandi Platform leiki. Einu leikirnir sem má segja að jafnist á við þennan eru Jak leikirnir, og þá er mikið sagt. Ratchet og Clank 3 er skyldukaup fyrir alla þá sem hafa áhuga á Platform leikjum og vilja fjölbreytni, spennu og skemmtun í hæsta gæðaflokki. Vélbúnaður: PS2 Framleiðandi: Insomniac Games Útgefandi: Insomniac Games Heimasíða: http://www.ratchetandclank3.com/
Árni Pétur Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fleiri fréttir Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira