Hafnaði bótakröfu vegna afsagnar 11. apríl 2005 00:01 Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í morgun ríkið af rúmlega þrettán milljóna króna kröfu Valgerðar Bjarnadóttur, fyrrverandi framkvæmdastýru Jafnréttisstofu, en hún taldi sig hafa verið neydda til að segja af sér. Valgerður, sem hafði verið skipuð í embætti framkvæmdastýru Jafnréttisstofu til fimm ára frá árinu 2000, kom að ráðningu nýs leikhússtjóra Leikfélags Akureyrar árið 2002 sem formaður stjórnar leikfélagsins. Ráðningin var kærð til kærunefndar jafnréttismála sem taldi að leikfélagið hefði brotið gegn jafnréttislögum. Mál var höfðað á hendur leikfélaginu og komst héraðsdómur að sömu niðurstöðu. Í kjölfarið sagði Valgerður af sér sem formaður leikfélagsins. Hún átti fund með félagsmálaráðherra og sagði eftir hann að hún hefði verið þvinguð þar til afsagnar. Valgerður sagðist hafa lýst því yfir þar að hún hygðist ekki segja af sér þar sem hún hefði ekki brotið af sér í starfi en eftir miklar umræður hefði hún fallist á að segja af sér. Málinu var áfrýjað til Hæstaréttar sem síðan sneri dóminum við í fyrra og taldi að leikfélagið hefði ekki brotið gegn jafnréttislögum. Valgerður krafðist rúmlega 13 milljóna króna í bætur en því hafnaði ráðherra og var ríkinu stefnt í kjölfarið. Í niðurstöðu héraðsdóms segir að félagsmálaráðherra andmæli því ekki að það hafi verið vilji sinn að Valgerður léti af störfum sem framkvæmdastýra Jafnréttisstofu. Sannað sé að hún hafi viljað halda áfram en að hún hafi fallist á beiðni ráðherra um að hætta. Dómurinn telur ósannað að Valgerður hafi verið neydd til uppsagnar með ólögmætum hætti eða að ráðherra hafi notfært sér einhverja veikleika hennar þannig að kalla megi misneytingu, eins og það er orðað í dóminum. Héraðsdómur kemst að þeirri niðurstöðu að ekki hafi að nokkru leyti verið brotið gegn Valgerði er ráðherra lagði að henni að segja starfi sínu lausu. Hún hafi fengið greidd laun í sex mánuði og hafi ekki átt rétt á frekari greðslum samkvæmt lögum. Valgerður vísaði í máli sínu til tveggja starfslokasamninga Byggðastofnunar en héraðsdómur taldi ósannað að hún gæti byggt rétt sinn til frekari greiðslna á þeim. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í morgun ríkið af rúmlega þrettán milljóna króna kröfu Valgerðar Bjarnadóttur, fyrrverandi framkvæmdastýru Jafnréttisstofu, en hún taldi sig hafa verið neydda til að segja af sér. Valgerður, sem hafði verið skipuð í embætti framkvæmdastýru Jafnréttisstofu til fimm ára frá árinu 2000, kom að ráðningu nýs leikhússtjóra Leikfélags Akureyrar árið 2002 sem formaður stjórnar leikfélagsins. Ráðningin var kærð til kærunefndar jafnréttismála sem taldi að leikfélagið hefði brotið gegn jafnréttislögum. Mál var höfðað á hendur leikfélaginu og komst héraðsdómur að sömu niðurstöðu. Í kjölfarið sagði Valgerður af sér sem formaður leikfélagsins. Hún átti fund með félagsmálaráðherra og sagði eftir hann að hún hefði verið þvinguð þar til afsagnar. Valgerður sagðist hafa lýst því yfir þar að hún hygðist ekki segja af sér þar sem hún hefði ekki brotið af sér í starfi en eftir miklar umræður hefði hún fallist á að segja af sér. Málinu var áfrýjað til Hæstaréttar sem síðan sneri dóminum við í fyrra og taldi að leikfélagið hefði ekki brotið gegn jafnréttislögum. Valgerður krafðist rúmlega 13 milljóna króna í bætur en því hafnaði ráðherra og var ríkinu stefnt í kjölfarið. Í niðurstöðu héraðsdóms segir að félagsmálaráðherra andmæli því ekki að það hafi verið vilji sinn að Valgerður léti af störfum sem framkvæmdastýra Jafnréttisstofu. Sannað sé að hún hafi viljað halda áfram en að hún hafi fallist á beiðni ráðherra um að hætta. Dómurinn telur ósannað að Valgerður hafi verið neydd til uppsagnar með ólögmætum hætti eða að ráðherra hafi notfært sér einhverja veikleika hennar þannig að kalla megi misneytingu, eins og það er orðað í dóminum. Héraðsdómur kemst að þeirri niðurstöðu að ekki hafi að nokkru leyti verið brotið gegn Valgerði er ráðherra lagði að henni að segja starfi sínu lausu. Hún hafi fengið greidd laun í sex mánuði og hafi ekki átt rétt á frekari greðslum samkvæmt lögum. Valgerður vísaði í máli sínu til tveggja starfslokasamninga Byggðastofnunar en héraðsdómur taldi ósannað að hún gæti byggt rétt sinn til frekari greiðslna á þeim.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira