Systirin einskonar einkaþjálfari 12. apríl 2005 00:01 "Ég reyni að mæta í ræktina en ég æfi í Hreyfingu. Fyrir áramót var ég voðalega duglegur og mætti fjórum til fimm sinnum í viku. Núna eftir áramót hefur verið meira að gera í skólanum og ræðumennskan byrjaði aftur þannig að ég hef haft minni tíma. Því hefur ræktin fengið að sitja á hakanum, sem mér þykir miður því hreyfing er ekki bara mikilvæg fyrir líkamlega heilsu heldur líka andlega. Nú er mesta álagið liðið hjá þótt ég sé að fara í próf en það er voða gott að mæta í ræktina samfara þeim og hreinsa hugann," segir Björn Bragi. Björn Bragi fer í ræktina til að lyfta og brenna og er svo heppinn að geta átt skemmtilega fjölskyldustund í ræktinni. "Ég og systir mín förum alltaf saman og hún er eiginlega einkaþjálfarinn minn. Hún hefur verið lengi í líkamsrækt og veit sínu viti. Hún hefur kennt mér mjög mikið en ég var alltaf í fótbolta þegar ég var yngri og ekkert að spá í lyftingar eða neitt þannig. Systir mín er eins og ég, mikil félagsvera og hefur alltaf nóg að gera -- þannig að okkar tími er í ræktinni," segir Björn, sem reynir líka aðeins að hugsa um mataræðið. "Þegar ég sökkvi mér mest ofan í líkamsrækt kemur betra mataræði af sjálfu sér en ég er ekki í neinu svakalegu prógrammi. Ég reyni að fá mér skyr og ávexti og grænmeti. En eins og einhver benti mér á má líkamsrækt ekki vera of leiðinleg. Maður verður að leyfa sér eitthvað." Heilsa Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Þetta breytti því hvernig ég upplifi sjálfa mig og heiminn í kringum mig“ Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
"Ég reyni að mæta í ræktina en ég æfi í Hreyfingu. Fyrir áramót var ég voðalega duglegur og mætti fjórum til fimm sinnum í viku. Núna eftir áramót hefur verið meira að gera í skólanum og ræðumennskan byrjaði aftur þannig að ég hef haft minni tíma. Því hefur ræktin fengið að sitja á hakanum, sem mér þykir miður því hreyfing er ekki bara mikilvæg fyrir líkamlega heilsu heldur líka andlega. Nú er mesta álagið liðið hjá þótt ég sé að fara í próf en það er voða gott að mæta í ræktina samfara þeim og hreinsa hugann," segir Björn Bragi. Björn Bragi fer í ræktina til að lyfta og brenna og er svo heppinn að geta átt skemmtilega fjölskyldustund í ræktinni. "Ég og systir mín förum alltaf saman og hún er eiginlega einkaþjálfarinn minn. Hún hefur verið lengi í líkamsrækt og veit sínu viti. Hún hefur kennt mér mjög mikið en ég var alltaf í fótbolta þegar ég var yngri og ekkert að spá í lyftingar eða neitt þannig. Systir mín er eins og ég, mikil félagsvera og hefur alltaf nóg að gera -- þannig að okkar tími er í ræktinni," segir Björn, sem reynir líka aðeins að hugsa um mataræðið. "Þegar ég sökkvi mér mest ofan í líkamsrækt kemur betra mataræði af sjálfu sér en ég er ekki í neinu svakalegu prógrammi. Ég reyni að fá mér skyr og ávexti og grænmeti. En eins og einhver benti mér á má líkamsrækt ekki vera of leiðinleg. Maður verður að leyfa sér eitthvað."
Heilsa Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Þetta breytti því hvernig ég upplifi sjálfa mig og heiminn í kringum mig“ Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira