Bayern búið að jafna

Bayern Munchen var rétt í þessu að jafna leikinn gegn Chelsea. Bayern fékk aukaspyrnu sem hitti beint á kollinn á Michael Ballack sem átti góðan skalla sem Cech varði frábærlega í stöngina og þaðan út í teig. Þar var Claudio Pizarro einn og óvaldaður og setti boltann í netið nánast af marklínu. Bayern þarf nú tvö mörk á 25 mínútum til að komast áfram í keppninni.