50 sjómönnum greiddar bætur? 13. apríl 2005 00:01 Ríkið gæti þurft að greiða rúmlega fimmtíu sjómönnum bætur eftir þá niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu að íslenska ríkið hafi brotið gegn ákvæðum Mannréttindasáttmálans um friðhelgi eignarréttarins, með því að hafa bætur af sjómanni með lagasetningu fyrir ellefu árum. Hópur fimm lögfræðinga úr áfrýjunarnefnd Mannréttindadómstólsins hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að áfrýjun íslenska ríkisins á bótaþætti í dómi dómstólsins uppfylli ekki skilyrði til þess að áfrýjunarnefndin fjalli um málið. Þar með er dómurinn staðfestur sem endanlegur og bótaþátturinn líka. Forsaga málsins er að Kjartan Ásmundsson sjómaður slasaðist alvarlega um borð í togara árið 1978 og hlaut örorku af. Fékk hann bætur úr Lífeyrissjóði sjómanna þar til sett voru lög árið 1994 sem afnámu þær. Höfðaði hann máli fyrir Héraðsdómi sem dæmdi ríkinu í hag og sama gerði Hæstiréttur eftir að hann áfrýjaði málinu þangað. Þá vísaði Kjartan málinu til Mannréttindadómstóls Evrópu sem féllst á að fjalla um málið og hefur nú loks komist að niðurstöðu, Kjartani í hag, þrátt fyrir varnir íslenska ríkisins. Lilja Jónsdóttir hæstaréttarlögmaður, sem rekið hefur málið fyrir Kjartan, segir að þau fagni þessari niðurstöðu og reyndar komi hún þeim ekki á óvart. Hún telur ekki ólíklegt að þessi niðurstaða geti orðið fordæmi að svipuðum málum rúmlega 50 sjómanna, og jafnvel fólks úr öðrum lífeyrissjóðum, en skoða verði hvert mál sérstaklega. Hún hafði ekki skoðun á því á þessari stundu hvort þetta þýddi að breyta yrði lögunum frá 1994 þar sem þau virtust brjóta í bága við Mannréttindadómstól Evrópu. Fréttastofan hefur ekki náð tali af neinum sérfræðingi á því sviði. Nafnvirði bótakröfunnar er ekki nema á áttundu milljón íslenskra króna en nú er verið að reikna út endanlega upphæð með öllum vöxtum þannig að upphæðin verður mun hærri. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Sjá meira
Ríkið gæti þurft að greiða rúmlega fimmtíu sjómönnum bætur eftir þá niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu að íslenska ríkið hafi brotið gegn ákvæðum Mannréttindasáttmálans um friðhelgi eignarréttarins, með því að hafa bætur af sjómanni með lagasetningu fyrir ellefu árum. Hópur fimm lögfræðinga úr áfrýjunarnefnd Mannréttindadómstólsins hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að áfrýjun íslenska ríkisins á bótaþætti í dómi dómstólsins uppfylli ekki skilyrði til þess að áfrýjunarnefndin fjalli um málið. Þar með er dómurinn staðfestur sem endanlegur og bótaþátturinn líka. Forsaga málsins er að Kjartan Ásmundsson sjómaður slasaðist alvarlega um borð í togara árið 1978 og hlaut örorku af. Fékk hann bætur úr Lífeyrissjóði sjómanna þar til sett voru lög árið 1994 sem afnámu þær. Höfðaði hann máli fyrir Héraðsdómi sem dæmdi ríkinu í hag og sama gerði Hæstiréttur eftir að hann áfrýjaði málinu þangað. Þá vísaði Kjartan málinu til Mannréttindadómstóls Evrópu sem féllst á að fjalla um málið og hefur nú loks komist að niðurstöðu, Kjartani í hag, þrátt fyrir varnir íslenska ríkisins. Lilja Jónsdóttir hæstaréttarlögmaður, sem rekið hefur málið fyrir Kjartan, segir að þau fagni þessari niðurstöðu og reyndar komi hún þeim ekki á óvart. Hún telur ekki ólíklegt að þessi niðurstaða geti orðið fordæmi að svipuðum málum rúmlega 50 sjómanna, og jafnvel fólks úr öðrum lífeyrissjóðum, en skoða verði hvert mál sérstaklega. Hún hafði ekki skoðun á því á þessari stundu hvort þetta þýddi að breyta yrði lögunum frá 1994 þar sem þau virtust brjóta í bága við Mannréttindadómstól Evrópu. Fréttastofan hefur ekki náð tali af neinum sérfræðingi á því sviði. Nafnvirði bótakröfunnar er ekki nema á áttundu milljón íslenskra króna en nú er verið að reikna út endanlega upphæð með öllum vöxtum þannig að upphæðin verður mun hærri.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Sjá meira