Meistaradeildin í kvöld 13. apríl 2005 00:01 Leik Juventus og Liverpool í Meistaradeild Evrópu í kvöld er beðið með mikilli eftirvæntingu, ekki síst vegna þeirrar spennu sem byggst hefur upp meðal stuðningsmanna liðanna. Leikur liðanna verður í beinni útsendingu á Sýn í kvöld og hefst útsending klukkan 18:30. Liverpool tókst það sem fáir höfðu trú á að þeir gætu gert, að sigra lið Juventus í fyrri leik liðanna á Anfield í síðustu viku. Í kvöld fá þeir það erfiða verkefni að verja 2-1 forystu sína gegn ítalska stórveldinu á Delle Alpi leikvangi í Tórínó. Jerzy Dudek, markvörður enska liðsins er bjartsýnn fyrir leikinn í kvöld. "Við lögðum þá á heimavelli og við höfum sjálfstraustið í að ná hagstæðum úrslitum í síðari leiknum. Af hverju ættum við ekki að geta unnið þá aftur? Við gerðum það fyrir viku síðan.Við viljum allir bæta fyrir ófarirnar gegn Leverkusen fyrir tveimur árum og komast lengra í ár. Ég hef fulla trú á því að við getum það," sagði pólski markvörðurinn, sem hefur verið inn og út úr enska liðinu í vetur. Rafa Benitez knattspyrnustjóri Liverpool tók í sama streng og vildi ekki gera of mikið úr fjarveru fyrirliðans Steven Gerrard, en hann getur ekki leikið með liðinu í kvöld vegna meiðsla. "Auðvitað myndum við vilja hafa Gerrard í liðinu, en við höfum sýnt það í vetur að við getum leikið ágætlega án hans og við erum að fá menn aftur inn eftir meiðsli, svo við getum verið þokkalega bjartsýnir fyrir leikinn", sagði Benitez. Þegar hann var spurður hvort hann teldi Liverpool eiga möguleika á að skora á Delle Alpi, sagði hann; "Juve er augljóslega með frábæra varnarmenn, en við erum með Milan Baros, sem getur skapað mikinn usla hjá þeim í skyndisóknunum og ég held að ef við næðum að skora snemma, myndi það setja gríðarlega pressu á þá," sagði stjórinn. Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn Martröð á fyrstu æfingu í Róm Fótbolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Fleiri fréttir „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Wirtz strax kominn á hættusvæði Gátu ekki stokkið í algjöru úrhelli í Lausanne Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Dagskráin: Big Ben í fyrsta sinn, Blikar í Evrópu og Besta deild kvenna Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Sjá meira
Leik Juventus og Liverpool í Meistaradeild Evrópu í kvöld er beðið með mikilli eftirvæntingu, ekki síst vegna þeirrar spennu sem byggst hefur upp meðal stuðningsmanna liðanna. Leikur liðanna verður í beinni útsendingu á Sýn í kvöld og hefst útsending klukkan 18:30. Liverpool tókst það sem fáir höfðu trú á að þeir gætu gert, að sigra lið Juventus í fyrri leik liðanna á Anfield í síðustu viku. Í kvöld fá þeir það erfiða verkefni að verja 2-1 forystu sína gegn ítalska stórveldinu á Delle Alpi leikvangi í Tórínó. Jerzy Dudek, markvörður enska liðsins er bjartsýnn fyrir leikinn í kvöld. "Við lögðum þá á heimavelli og við höfum sjálfstraustið í að ná hagstæðum úrslitum í síðari leiknum. Af hverju ættum við ekki að geta unnið þá aftur? Við gerðum það fyrir viku síðan.Við viljum allir bæta fyrir ófarirnar gegn Leverkusen fyrir tveimur árum og komast lengra í ár. Ég hef fulla trú á því að við getum það," sagði pólski markvörðurinn, sem hefur verið inn og út úr enska liðinu í vetur. Rafa Benitez knattspyrnustjóri Liverpool tók í sama streng og vildi ekki gera of mikið úr fjarveru fyrirliðans Steven Gerrard, en hann getur ekki leikið með liðinu í kvöld vegna meiðsla. "Auðvitað myndum við vilja hafa Gerrard í liðinu, en við höfum sýnt það í vetur að við getum leikið ágætlega án hans og við erum að fá menn aftur inn eftir meiðsli, svo við getum verið þokkalega bjartsýnir fyrir leikinn", sagði Benitez. Þegar hann var spurður hvort hann teldi Liverpool eiga möguleika á að skora á Delle Alpi, sagði hann; "Juve er augljóslega með frábæra varnarmenn, en við erum með Milan Baros, sem getur skapað mikinn usla hjá þeim í skyndisóknunum og ég held að ef við næðum að skora snemma, myndi það setja gríðarlega pressu á þá," sagði stjórinn.
Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn Martröð á fyrstu æfingu í Róm Fótbolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Fleiri fréttir „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Wirtz strax kominn á hættusvæði Gátu ekki stokkið í algjöru úrhelli í Lausanne Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Dagskráin: Big Ben í fyrsta sinn, Blikar í Evrópu og Besta deild kvenna Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Sjá meira