Karpið um veginn 14. apríl 2005 00:01 Ekki er um það deilt að samgöngur skipta verulegu máli fyrir byggðir landsins. Hvergi í nokkrum málaflokki verður ójafnvægi í atkvæðavægi landsmanna skýrara, en einmitt í ákvörðunum um hvernig skattpeningum skuli varið í samgöngumálum. Frá sjónarmiði stjórnmálamanna er eðlilegt að leggja allt kapp á samgöngumál í eigin kjördæmi. Stjórnmálamenn hafa skýr dæmi fyrir framan sig um heldur tilþrifalitla stjórnmálamenn sem hafa haldið stöðu sinni í kjördæmum sínum og gott betur fyrir að hafa verið samgönguráðherrar með hagsmuni eigin kjördæmis að leiðarljósi. Embætti samgönguráðherra hefur líka verið eftirsótt af þingmönnum landsbyggðarinnar. Höfuðborgarsvæðið hefur um langt skeið liðið fyrir það að pólitískir áhrifamenn í samgöngumálum hafa ekki komið þaðan. Samgönguáætlun liggur nú fyrir og þar birtist enn á ný það pólitíska ójafnvægi sem ríkir milli landsbyggðar og höfuðborgar í málaflokknum. Enn á ný sitja nauðsynlegar samgöngubætur á höfuðborgarsvæðinu utan áætlunarinnar; framkvæmdir sem þjóna meirihluta landsmanna, auka öryggi og spara samfélaginu verulega fjármuni. Öryggi og hagkvæmni ættu að vera meginrök þegar fjármunum til samgöngumannvirkja er úthlutað. Raunin er hins vegar sú að landsbyggðarþingmenn stunda hrossakaup og skipta á milli sín stærstum hluta vegafjár. Þessar áherslur munu ekki lagast að neinu marki fyrr en atkvæðavægi í þingkosningum verður jafnað að fullu. Samkvæmt núverandi samgönguáætlun liggur fyrir að tveir þriðju hlutar vegafjár fara til landsbyggðarinnar. Helstu áherslur í samgöngumálum eru á forsendum landsbyggðarinnar svo sem vera Reykjavíkurflugvallar á besta byggingasvæði höfuðborgarinnar. Það var því þarft verk hjá Gunnari I. Birgissyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, að tala skýrt gegn núverandi forgangsröðun í samgöngumálum. Meðan þingmenn landsbyggðarinnar vinna jafn markvisst að sérhagsmunum kjördæma sinna í samgöngumálum eiga þingmenn Reykjavíkur og nágrannakjördæma að vinna saman að forgangsröðun þar sem hagkvæmni og öryggi meirihluta þjóðarinnar eru leiðarljós við ákvarðanir. Vegir landsins eru til reiðu fyrir alla þjóðina og rök kunna að finnast fyrir sértækum vegabótum á svæðum sem tiltölulega fáir byggja. Hins vegar eru þau hlutföll sem blasa við í núverandi samgönguáætlun móðgun við íbúa meirihluta þjóðarinnar og þeirra sem leggja til meirihluta fjármuna til vegagerðar og samgöngumannvirkja. Þingmenn þéttbýliskjarnans á suð-vesturhorninu eiga að taka undir með Gunnari I. Birgissyni og koma í veg fyrir þá himinhrópandi misskiptingu sem blasir við milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis í núverandi samgönguáætlun. Það er tími til kominn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafliði Helgason Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun
Ekki er um það deilt að samgöngur skipta verulegu máli fyrir byggðir landsins. Hvergi í nokkrum málaflokki verður ójafnvægi í atkvæðavægi landsmanna skýrara, en einmitt í ákvörðunum um hvernig skattpeningum skuli varið í samgöngumálum. Frá sjónarmiði stjórnmálamanna er eðlilegt að leggja allt kapp á samgöngumál í eigin kjördæmi. Stjórnmálamenn hafa skýr dæmi fyrir framan sig um heldur tilþrifalitla stjórnmálamenn sem hafa haldið stöðu sinni í kjördæmum sínum og gott betur fyrir að hafa verið samgönguráðherrar með hagsmuni eigin kjördæmis að leiðarljósi. Embætti samgönguráðherra hefur líka verið eftirsótt af þingmönnum landsbyggðarinnar. Höfuðborgarsvæðið hefur um langt skeið liðið fyrir það að pólitískir áhrifamenn í samgöngumálum hafa ekki komið þaðan. Samgönguáætlun liggur nú fyrir og þar birtist enn á ný það pólitíska ójafnvægi sem ríkir milli landsbyggðar og höfuðborgar í málaflokknum. Enn á ný sitja nauðsynlegar samgöngubætur á höfuðborgarsvæðinu utan áætlunarinnar; framkvæmdir sem þjóna meirihluta landsmanna, auka öryggi og spara samfélaginu verulega fjármuni. Öryggi og hagkvæmni ættu að vera meginrök þegar fjármunum til samgöngumannvirkja er úthlutað. Raunin er hins vegar sú að landsbyggðarþingmenn stunda hrossakaup og skipta á milli sín stærstum hluta vegafjár. Þessar áherslur munu ekki lagast að neinu marki fyrr en atkvæðavægi í þingkosningum verður jafnað að fullu. Samkvæmt núverandi samgönguáætlun liggur fyrir að tveir þriðju hlutar vegafjár fara til landsbyggðarinnar. Helstu áherslur í samgöngumálum eru á forsendum landsbyggðarinnar svo sem vera Reykjavíkurflugvallar á besta byggingasvæði höfuðborgarinnar. Það var því þarft verk hjá Gunnari I. Birgissyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, að tala skýrt gegn núverandi forgangsröðun í samgöngumálum. Meðan þingmenn landsbyggðarinnar vinna jafn markvisst að sérhagsmunum kjördæma sinna í samgöngumálum eiga þingmenn Reykjavíkur og nágrannakjördæma að vinna saman að forgangsröðun þar sem hagkvæmni og öryggi meirihluta þjóðarinnar eru leiðarljós við ákvarðanir. Vegir landsins eru til reiðu fyrir alla þjóðina og rök kunna að finnast fyrir sértækum vegabótum á svæðum sem tiltölulega fáir byggja. Hins vegar eru þau hlutföll sem blasa við í núverandi samgönguáætlun móðgun við íbúa meirihluta þjóðarinnar og þeirra sem leggja til meirihluta fjármuna til vegagerðar og samgöngumannvirkja. Þingmenn þéttbýliskjarnans á suð-vesturhorninu eiga að taka undir með Gunnari I. Birgissyni og koma í veg fyrir þá himinhrópandi misskiptingu sem blasir við milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis í núverandi samgönguáætlun. Það er tími til kominn.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun