Ræða uppsagnir vegna vinnuálags 15. apríl 2005 00:01 Mikil vinnuálag í kjölfar sparnaðaraðgerða á Landspítala háskólasjúkrahúsi hefur leitt til þess að hreyfing er á hjúkrunarfræðingum og sumir hverjir ræða uppsagnir, að sögn Elsu B. Friðfinnsdóttur formanns Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. "Ég heyri á hjúkrunarfræðingu að mikið, langvarandi álag sé að valda því að fólk sé farið að hugsa sér til hreyfings," sagði Elsa. "Vakt eftir vakt, viku eftir viku, fer fólk úr vinnunni með það á tilfinningunni að það geti ekki sinnt nema því allra nauðsynlegast. Slíkt álag og mikil ábyrgð í minnkandi hópi fagmanna býður hættunni heim. Það vekur upp spurningu um hvar öryggi sjúklinganna sé í öllum þessum aðgerðum og hvernig faglegu öryggi okkar félagsmanna sé háttað." Kristín Á. Guðmundsdóttir formaður Sjúkraliðafélags Íslands sagði verulega leitað til félagsins vegna "gríðarlegs vinnuálags" á LSH. Þar væru sumar deildir nefndar oftar en aðrar. Þá væri kvartað yfir því að til stæði að færa fólk milli vakta með skömmum fyrirvara. Enn fremur mætti nefna kvartanir starfsmanna vegna vefrænnar vaktatöflu sem búið væri að setja upp á LSH. Fólk segði álagið svo mikið að það mætti ekki vera að því að skrá sig inn á vaktir í vinnutímanum, eins og ráð væri fyrir gert. Það teldi sér ekki skylt að taka vinnuna með sér heim í bókstaflegum skilningi, en ætti ekki annarra úrkosta. "Sumir segjast vera að sligast undir þessu álagi," sagði Kristín sem bætti við að erfitt að fá formleg erindi frá félagsmönnum sem kvörtuðu því þeir hræddust að þeir myndu gjalda þess á vinnustað. Ólafía Margrét Guðmundsdóttir formaður Ljósmæðrafélags Íslands, sem vinnur á spítalanum sagði því ekki að neita að álagið á ljósmæður væri geysilega mikið. "Maður finnur fyrir þessu aðhaldi og sparnaðaraðgerðum sem stöðugt eru í gangi," sagði hún. "Nú þarf sami fjöldi að sinna fleiri og flóknari verkefnum. Það er ekkert bætt við. Tilteknar deildir mega ekki við því að einn einasti starfsmaður veikist. Fólk er jafnvel að mæta hálf lasið í vinnuna svo álagið lendi ekki á hinum. Þá er stöðugt verið að kvabba á fólki í vaktafríum og kalla það út." Ekki náðist í Ernu Einarsdóttur sviðsstjóra starfsmannamála á LSH. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Fleiri fréttir Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Sjá meira
Mikil vinnuálag í kjölfar sparnaðaraðgerða á Landspítala háskólasjúkrahúsi hefur leitt til þess að hreyfing er á hjúkrunarfræðingum og sumir hverjir ræða uppsagnir, að sögn Elsu B. Friðfinnsdóttur formanns Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. "Ég heyri á hjúkrunarfræðingu að mikið, langvarandi álag sé að valda því að fólk sé farið að hugsa sér til hreyfings," sagði Elsa. "Vakt eftir vakt, viku eftir viku, fer fólk úr vinnunni með það á tilfinningunni að það geti ekki sinnt nema því allra nauðsynlegast. Slíkt álag og mikil ábyrgð í minnkandi hópi fagmanna býður hættunni heim. Það vekur upp spurningu um hvar öryggi sjúklinganna sé í öllum þessum aðgerðum og hvernig faglegu öryggi okkar félagsmanna sé háttað." Kristín Á. Guðmundsdóttir formaður Sjúkraliðafélags Íslands sagði verulega leitað til félagsins vegna "gríðarlegs vinnuálags" á LSH. Þar væru sumar deildir nefndar oftar en aðrar. Þá væri kvartað yfir því að til stæði að færa fólk milli vakta með skömmum fyrirvara. Enn fremur mætti nefna kvartanir starfsmanna vegna vefrænnar vaktatöflu sem búið væri að setja upp á LSH. Fólk segði álagið svo mikið að það mætti ekki vera að því að skrá sig inn á vaktir í vinnutímanum, eins og ráð væri fyrir gert. Það teldi sér ekki skylt að taka vinnuna með sér heim í bókstaflegum skilningi, en ætti ekki annarra úrkosta. "Sumir segjast vera að sligast undir þessu álagi," sagði Kristín sem bætti við að erfitt að fá formleg erindi frá félagsmönnum sem kvörtuðu því þeir hræddust að þeir myndu gjalda þess á vinnustað. Ólafía Margrét Guðmundsdóttir formaður Ljósmæðrafélags Íslands, sem vinnur á spítalanum sagði því ekki að neita að álagið á ljósmæður væri geysilega mikið. "Maður finnur fyrir þessu aðhaldi og sparnaðaraðgerðum sem stöðugt eru í gangi," sagði hún. "Nú þarf sami fjöldi að sinna fleiri og flóknari verkefnum. Það er ekkert bætt við. Tilteknar deildir mega ekki við því að einn einasti starfsmaður veikist. Fólk er jafnvel að mæta hálf lasið í vinnuna svo álagið lendi ekki á hinum. Þá er stöðugt verið að kvabba á fólki í vaktafríum og kalla það út." Ekki náðist í Ernu Einarsdóttur sviðsstjóra starfsmannamála á LSH.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Fleiri fréttir Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Sjá meira