Settu á svið stórslys í göngum 16. apríl 2005 00:01 Rúta og fólksbíll lentu í árekstri í Hvalfjarðargöngunum í dag og það kviknaði í þriðja bílnum þegar hann keyrði á vegg við slysstaðinn. Þetta gerðist sem betur fer ekki heldur var svona slys sviðsett í göngunum í dag í æfingaskyni. Þetta var gert samkvæmt viðbragðaáætlun Spalar en þar er gert ráð fyrir að svona umfangsmikil æfing sé haldin á fimm ára fresti og var í þetta í fyrsta sinn sem slík æfing fer fram. Auk starfsmanna Spalar tóku lögregla, slökkvilið, björgunarsveitir og þyrlusveit Landhelgisgæslunnar þátt í æfingunni. Vonskuveður var á Kjalarnesi í dag þegar æfingin fór fram. Þannig háttar til í Hvalfjarðargöngunum að vindáttin þar er alltaf í suður og væri því ekki hægt að komast ofan í göngin sunnanmegin ef svona slys bæri að höndum og því þurfti að flytja lið og búnað norður fyrir. Æfingin gekk vel að sögn Marinós Tryggvasonar, öryggisfulltrúa Spalar. Hann segir aðspurður að undirbúningur slyssins hafi verið flókinn og hann hafi átt sér langan aðdraganda. Á milli 30 og 40 manns hafi verið slasaðir og raunverulegur eldur hafi verið notaður á æfingunni en allt hafi gengið vel. Hátt í 200 manns tóku þátt í æfingunni og voru göngin lokuð á meðan á henni stóð. Marinó segir þetta hafa verið besta tímann fyrir æfingu því hún byggist að miklu leyti á sjálfboðaliðum sem eigi bara frí um helgar og á þessum tíma sé helgarumferðin minnst. Hann segir viðskiptavini Spalar hafa sýnt þessu skilning. Þá segir Marinó ekkert óvænt hafa komið upp á æfingunni. Ekki verði haldinn rýnifundur fyrr en eftir helgi en sjálfsagt sé eitthvað sem megi laga. Ekkert hafi þó komið mönnum í opna skjöldu. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Rúta og fólksbíll lentu í árekstri í Hvalfjarðargöngunum í dag og það kviknaði í þriðja bílnum þegar hann keyrði á vegg við slysstaðinn. Þetta gerðist sem betur fer ekki heldur var svona slys sviðsett í göngunum í dag í æfingaskyni. Þetta var gert samkvæmt viðbragðaáætlun Spalar en þar er gert ráð fyrir að svona umfangsmikil æfing sé haldin á fimm ára fresti og var í þetta í fyrsta sinn sem slík æfing fer fram. Auk starfsmanna Spalar tóku lögregla, slökkvilið, björgunarsveitir og þyrlusveit Landhelgisgæslunnar þátt í æfingunni. Vonskuveður var á Kjalarnesi í dag þegar æfingin fór fram. Þannig háttar til í Hvalfjarðargöngunum að vindáttin þar er alltaf í suður og væri því ekki hægt að komast ofan í göngin sunnanmegin ef svona slys bæri að höndum og því þurfti að flytja lið og búnað norður fyrir. Æfingin gekk vel að sögn Marinós Tryggvasonar, öryggisfulltrúa Spalar. Hann segir aðspurður að undirbúningur slyssins hafi verið flókinn og hann hafi átt sér langan aðdraganda. Á milli 30 og 40 manns hafi verið slasaðir og raunverulegur eldur hafi verið notaður á æfingunni en allt hafi gengið vel. Hátt í 200 manns tóku þátt í æfingunni og voru göngin lokuð á meðan á henni stóð. Marinó segir þetta hafa verið besta tímann fyrir æfingu því hún byggist að miklu leyti á sjálfboðaliðum sem eigi bara frí um helgar og á þessum tíma sé helgarumferðin minnst. Hann segir viðskiptavini Spalar hafa sýnt þessu skilning. Þá segir Marinó ekkert óvænt hafa komið upp á æfingunni. Ekki verði haldinn rýnifundur fyrr en eftir helgi en sjálfsagt sé eitthvað sem megi laga. Ekkert hafi þó komið mönnum í opna skjöldu.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira