Innlent

Mun meiri veikindi starfsmanna LSH

"Þessi veikindi innan spítalans endurspegla ástandið eins og það hefur verið í samfélaginu," sagði Eydís. "Umgangspestir svo sem flensan, kvef og magapestir hafa komið hart niður á starfsfólkinu í ár og það þýðir að þá er verið að biðja það að vinna meira heldur en í venjulegu árferði. Það lendir á hinum sem uppi standa, auk þess sem fólk hefur kannski verið að koma hálflasið til vinnu til að fjarvera þess bitnaði ekki á starfsfélögunum." Eydís sagði að almennt talað hefðu afköst spítalans verið að aukast á undanförnum misserum, en ekki hafi verið bætt við vinnuafli í takt við það. Ef slæmt ástand myndaðist á einhverri tiltekinni deild vegna mönnunar þá væri markvisst gengið í að laga það.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×