Tryllt árás í miðbænum 19. apríl 2005 00:01 Lögreglan í Reykjavík leitar tveggja til fjögurra ofbeldismanna úr átta manna hópi sem réðust á tvo menn af tilefnislausu fyrir utan Hverfisbarinn í miðborginni á laugardagskvöldið. Mennirnir hafa lagt fram kæru. Árásin var tekin upp á myndband öryggismyndavéla sem gæta gestanna á staðum. Myndbandið er í höndum lögreglunnar. Maðurinn sem fyrst varð fyrir árás hópsins segir að hann hafi ásamt félögum sínum verið framarlega í röð Hverfisbarsins þegar hópur ungra manna hafi reynt að troða sér fram fyrir. Hann hafi snúið sér við og bent hópnum á að það væri röð og með það sama verið sleginn niður. Hann hafi kastast í útvegg staðarins og rotast. Hann viti ekki meir. Hann hafi fengð heilahristing við árásina auk þess að vera lemstraður. Lögreglan hafi flutt hann á slysadeild. Honum hefur verið sagt að annar maður úr röðinni sem hann ekki þekki hafi stokkið til sér til bjargar þar sem barsmíðarnar, spörk og hnefahökk, hafi dunið á honum þar sem hann lá rotaður. Hópurinn hafi einnig ráðist á þann. Yfirdyravörður á Hverfisbarnum, Skúli Guðmundsson, segir árásarmennina hafa staðið utan við barinn um tvö leytið á laugardagskvöldið og viljað inn. Hann staðfestir lýsingu mannsins á upphafi árásarinnar. "Þeir hoppa tveir til þrír í manninn og síðan voru þeir farnir. Þetta gerðist mjög snöggt. Við stóðum eftir og trúðum ekki að þetta hafi gerst," segir Skúli. Árásin sé ekki líkri neinni annarri sem hann hafi orðið vitni af. Hún hafi komið þeim dyravörðunum í opna skjöldu. Þeir hafi hræðst um líf sitt og kallað til lögreglu. Hann hafi ekki brugðist við af vana og sé enn í áfalli eftir að hafa horft á árásina á manninn. "Ég varð hálf dofinn því ég hef aldrei lent í svona áður. Tryllingurinn og brjálæðið var svo mikið og ekki bara hjá einum manni eins og við sjáum heldur hjá öllum hópnum. Hann var gjörsamlega trylltur," segir Skúli. Stefán Örn Guðjónsson rannsóknarlögreglumaður segir hlustað á vitni áður en sakborningar séu kallaði í yfirheyslu. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira
Lögreglan í Reykjavík leitar tveggja til fjögurra ofbeldismanna úr átta manna hópi sem réðust á tvo menn af tilefnislausu fyrir utan Hverfisbarinn í miðborginni á laugardagskvöldið. Mennirnir hafa lagt fram kæru. Árásin var tekin upp á myndband öryggismyndavéla sem gæta gestanna á staðum. Myndbandið er í höndum lögreglunnar. Maðurinn sem fyrst varð fyrir árás hópsins segir að hann hafi ásamt félögum sínum verið framarlega í röð Hverfisbarsins þegar hópur ungra manna hafi reynt að troða sér fram fyrir. Hann hafi snúið sér við og bent hópnum á að það væri röð og með það sama verið sleginn niður. Hann hafi kastast í útvegg staðarins og rotast. Hann viti ekki meir. Hann hafi fengð heilahristing við árásina auk þess að vera lemstraður. Lögreglan hafi flutt hann á slysadeild. Honum hefur verið sagt að annar maður úr röðinni sem hann ekki þekki hafi stokkið til sér til bjargar þar sem barsmíðarnar, spörk og hnefahökk, hafi dunið á honum þar sem hann lá rotaður. Hópurinn hafi einnig ráðist á þann. Yfirdyravörður á Hverfisbarnum, Skúli Guðmundsson, segir árásarmennina hafa staðið utan við barinn um tvö leytið á laugardagskvöldið og viljað inn. Hann staðfestir lýsingu mannsins á upphafi árásarinnar. "Þeir hoppa tveir til þrír í manninn og síðan voru þeir farnir. Þetta gerðist mjög snöggt. Við stóðum eftir og trúðum ekki að þetta hafi gerst," segir Skúli. Árásin sé ekki líkri neinni annarri sem hann hafi orðið vitni af. Hún hafi komið þeim dyravörðunum í opna skjöldu. Þeir hafi hræðst um líf sitt og kallað til lögreglu. Hann hafi ekki brugðist við af vana og sé enn í áfalli eftir að hafa horft á árásina á manninn. "Ég varð hálf dofinn því ég hef aldrei lent í svona áður. Tryllingurinn og brjálæðið var svo mikið og ekki bara hjá einum manni eins og við sjáum heldur hjá öllum hópnum. Hann var gjörsamlega trylltur," segir Skúli. Stefán Örn Guðjónsson rannsóknarlögreglumaður segir hlustað á vitni áður en sakborningar séu kallaði í yfirheyslu.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira