Stæra sig af árásum á heimasíðu 19. apríl 2005 00:01 Tveir urðu fyrir líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur um helgina. Þeir sem hafa verið kærðir eru í hópi manna sem kalla sig Fazmo og halda úti heimasíðu þar sem greint hefur verið frá árásum hópsins en lýsingarnar hafa nú verið teknar af síðunni. Skömmu fyrir fréttir voru skráðar rúmlega átta þúsund heimsóknir á heimasíðuna í dag. Geint var frá árásinni og heimasíðunni í DV í dag á sama tíma og á baksíðu Morgunblaðsins var haft eftir lögreglunni að árásarmennirnir væru ófundnir. Fjórir hafa verið kærðir fyrir líkamsárás sem átti sér stað fyrir framan Hverfisbarinn rétt fyrir klukkan tvö aðfararnótt laugardags. Árásarmennirnir létu höggin og spörkin dynja á þolendunum en hlupu á brott rétt áður en lögregla kom á staðinn. Nökkvi Gunnarsson varð fyrir barðinu á árásarmönnunum og hann segist hafa verið rangur maður á röngum stað. Nökkvi segir að mennirnir hafi komið aðvífandi að röðinni inn á Hverfisbarinn og hafi tekið bringusundstök í gegn. Einhverjum hafi þá orðið það á að biðja þá um að hætta að ryðjast. Þá hafi þeir gengið í skrokk á viðkomandi og rotað hann og kastað honum í vegg. Nökkvi segir að því næst hafi þeir sparkað í höfuðið á honum en þá hafi hann sjálfur stigið inn á milli og beðið mennina um að róa sig. Þá hafi ekki skipt neinum togum að þeir hafi snúið sér að honum og hann hafi haldið að hvert spark í höfuðið yrði það síðasta. Hann hafi verið farinn að hugsa til himins og það sé ekki þeim að þakka hann sé á lífi. Menn sem voru með árásármönnunum héldu fólki frá svo barsmíðarnar gætu haldið áfram. Nökkva fannst ótrúlegt þegar honum var sagt frá heimasíðunni en þannig náði hann að bera kennsl á mennina og var árásin sem hann varð fyrir nefnd þar. Nökkvi segir að þar hafi verið rætt um að það hefðu verið einhver læti í röðinni á Hverfisbarnum og að einhverjir hefðu meitt sig en mennirnir hafi sagst vera aumir í hnúnum. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Sjá meira
Tveir urðu fyrir líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur um helgina. Þeir sem hafa verið kærðir eru í hópi manna sem kalla sig Fazmo og halda úti heimasíðu þar sem greint hefur verið frá árásum hópsins en lýsingarnar hafa nú verið teknar af síðunni. Skömmu fyrir fréttir voru skráðar rúmlega átta þúsund heimsóknir á heimasíðuna í dag. Geint var frá árásinni og heimasíðunni í DV í dag á sama tíma og á baksíðu Morgunblaðsins var haft eftir lögreglunni að árásarmennirnir væru ófundnir. Fjórir hafa verið kærðir fyrir líkamsárás sem átti sér stað fyrir framan Hverfisbarinn rétt fyrir klukkan tvö aðfararnótt laugardags. Árásarmennirnir létu höggin og spörkin dynja á þolendunum en hlupu á brott rétt áður en lögregla kom á staðinn. Nökkvi Gunnarsson varð fyrir barðinu á árásarmönnunum og hann segist hafa verið rangur maður á röngum stað. Nökkvi segir að mennirnir hafi komið aðvífandi að röðinni inn á Hverfisbarinn og hafi tekið bringusundstök í gegn. Einhverjum hafi þá orðið það á að biðja þá um að hætta að ryðjast. Þá hafi þeir gengið í skrokk á viðkomandi og rotað hann og kastað honum í vegg. Nökkvi segir að því næst hafi þeir sparkað í höfuðið á honum en þá hafi hann sjálfur stigið inn á milli og beðið mennina um að róa sig. Þá hafi ekki skipt neinum togum að þeir hafi snúið sér að honum og hann hafi haldið að hvert spark í höfuðið yrði það síðasta. Hann hafi verið farinn að hugsa til himins og það sé ekki þeim að þakka hann sé á lífi. Menn sem voru með árásármönnunum héldu fólki frá svo barsmíðarnar gætu haldið áfram. Nökkva fannst ótrúlegt þegar honum var sagt frá heimasíðunni en þannig náði hann að bera kennsl á mennina og var árásin sem hann varð fyrir nefnd þar. Nökkvi segir að þar hafi verið rætt um að það hefðu verið einhver læti í röðinni á Hverfisbarnum og að einhverjir hefðu meitt sig en mennirnir hafi sagst vera aumir í hnúnum.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent