Stæra sig af árásum á heimasíðu 19. apríl 2005 00:01 Tveir urðu fyrir líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur um helgina. Þeir sem hafa verið kærðir eru í hópi manna sem kalla sig Fazmo og halda úti heimasíðu þar sem greint hefur verið frá árásum hópsins en lýsingarnar hafa nú verið teknar af síðunni. Skömmu fyrir fréttir voru skráðar rúmlega átta þúsund heimsóknir á heimasíðuna í dag. Geint var frá árásinni og heimasíðunni í DV í dag á sama tíma og á baksíðu Morgunblaðsins var haft eftir lögreglunni að árásarmennirnir væru ófundnir. Fjórir hafa verið kærðir fyrir líkamsárás sem átti sér stað fyrir framan Hverfisbarinn rétt fyrir klukkan tvö aðfararnótt laugardags. Árásarmennirnir létu höggin og spörkin dynja á þolendunum en hlupu á brott rétt áður en lögregla kom á staðinn. Nökkvi Gunnarsson varð fyrir barðinu á árásarmönnunum og hann segist hafa verið rangur maður á röngum stað. Nökkvi segir að mennirnir hafi komið aðvífandi að röðinni inn á Hverfisbarinn og hafi tekið bringusundstök í gegn. Einhverjum hafi þá orðið það á að biðja þá um að hætta að ryðjast. Þá hafi þeir gengið í skrokk á viðkomandi og rotað hann og kastað honum í vegg. Nökkvi segir að því næst hafi þeir sparkað í höfuðið á honum en þá hafi hann sjálfur stigið inn á milli og beðið mennina um að róa sig. Þá hafi ekki skipt neinum togum að þeir hafi snúið sér að honum og hann hafi haldið að hvert spark í höfuðið yrði það síðasta. Hann hafi verið farinn að hugsa til himins og það sé ekki þeim að þakka hann sé á lífi. Menn sem voru með árásármönnunum héldu fólki frá svo barsmíðarnar gætu haldið áfram. Nökkva fannst ótrúlegt þegar honum var sagt frá heimasíðunni en þannig náði hann að bera kennsl á mennina og var árásin sem hann varð fyrir nefnd þar. Nökkvi segir að þar hafi verið rætt um að það hefðu verið einhver læti í röðinni á Hverfisbarnum og að einhverjir hefðu meitt sig en mennirnir hafi sagst vera aumir í hnúnum. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira
Tveir urðu fyrir líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur um helgina. Þeir sem hafa verið kærðir eru í hópi manna sem kalla sig Fazmo og halda úti heimasíðu þar sem greint hefur verið frá árásum hópsins en lýsingarnar hafa nú verið teknar af síðunni. Skömmu fyrir fréttir voru skráðar rúmlega átta þúsund heimsóknir á heimasíðuna í dag. Geint var frá árásinni og heimasíðunni í DV í dag á sama tíma og á baksíðu Morgunblaðsins var haft eftir lögreglunni að árásarmennirnir væru ófundnir. Fjórir hafa verið kærðir fyrir líkamsárás sem átti sér stað fyrir framan Hverfisbarinn rétt fyrir klukkan tvö aðfararnótt laugardags. Árásarmennirnir létu höggin og spörkin dynja á þolendunum en hlupu á brott rétt áður en lögregla kom á staðinn. Nökkvi Gunnarsson varð fyrir barðinu á árásarmönnunum og hann segist hafa verið rangur maður á röngum stað. Nökkvi segir að mennirnir hafi komið aðvífandi að röðinni inn á Hverfisbarinn og hafi tekið bringusundstök í gegn. Einhverjum hafi þá orðið það á að biðja þá um að hætta að ryðjast. Þá hafi þeir gengið í skrokk á viðkomandi og rotað hann og kastað honum í vegg. Nökkvi segir að því næst hafi þeir sparkað í höfuðið á honum en þá hafi hann sjálfur stigið inn á milli og beðið mennina um að róa sig. Þá hafi ekki skipt neinum togum að þeir hafi snúið sér að honum og hann hafi haldið að hvert spark í höfuðið yrði það síðasta. Hann hafi verið farinn að hugsa til himins og það sé ekki þeim að þakka hann sé á lífi. Menn sem voru með árásármönnunum héldu fólki frá svo barsmíðarnar gætu haldið áfram. Nökkva fannst ótrúlegt þegar honum var sagt frá heimasíðunni en þannig náði hann að bera kennsl á mennina og var árásin sem hann varð fyrir nefnd þar. Nökkvi segir að þar hafi verið rætt um að það hefðu verið einhver læti í röðinni á Hverfisbarnum og að einhverjir hefðu meitt sig en mennirnir hafi sagst vera aumir í hnúnum.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira