Roland var ÍR-ingum erfiður 19. apríl 2005 00:01 Roland Valur Eradze var ÍR-ingum erfiður í fyrsta leik ÍBV og ÍR í undanúrslitum DHL-deildar karla sem fram fór í Eyjum í kvöld. Roland varði 22 skot í 30-29 sigri ÍBV þar á meðal lokaskot leiksins á síðustu sekúndunni. Zoltan Belánýi skoraði sigurmarkið úr vítakasti hálfri mínútu fyrir leikslok. ÍBV hafði frumkvæðið allan leikinn, leiddi með 5 mörkum í hálfleik, 15-10 og náði sex marka forskoti í upphafi seinni hálfleiks. ÍR-ingar gáfust þó ekki upp og náðu að jafna leikinn í lokin eftir að hafa skorað 7 mörk gegn 2 á lokakaflanum. Þeir náðu hinsvegar ekki að komast yfir og Svavar Vignisson fiskaði vítakastið sem Zoltan Belánýi skoraði sigurmarkið úr. "Við fórum illa með færin í þessum leik og spiluðum sóknarlega mjög illa, sérstaklega í byrjun leiks. Eftir 18 mínútur voru við búnir að gera fjögur mörk, ÍBV virkilega komnir inn í leikinn og því á brattann að sækja fyrir okkur. Með smá heppni í seinni hálfleik hefðum við getað komist betur inn í leikinn, sérstaklega í stöðunni 23-19 þegar við eigum tvö góð færi sem við förum illa með. Hefðum við nýtt þau færi held ég að þetta hefði getað endað öðruvísi hér í kvöld," sagði Júlíus Jónasson þjálfari ÍR í leikslok sem virtist vera talsvert óánægður með dómsgæsluna á hliðarlínunni? " Ég held að þetta sé bara eins og gerist á útivöllum og þegar ég tala um útivelli þá er ég að tala um hér og á Akureyri. Ef maður fær eðlilega dómsgæslu þá virkar það allt öðruvísi. Ég var mjög óánægður með mörg atriði í dómgæslunni það er alveg rétt en ég ætla ekki að fara neitt ítarlega í það hérna. Það er hörkuleikur framundan á heimavelli okkar og við ætlum okkur að klára það og koma hingað til Eyja aftur," sagði Júlíus Jónasson þjálfari ÍR í leikslok: "Þetta var alveg frábært að vinna þetta hérna í kvöld og nú ætlum við að klára þetta í tveimur leikjum og fá gott frí áður en við mætum Val eða Haukum. Við komum vel undirbúnir fyrir þennan leik og vorum búnir að kortleggja þá vel, og þeir eflaust okkur. Við virtumst hins vegar vera vel stemmdari í upphafi og með svona stuðning eins og var frá áhorfendum eigum við ekki að geta tapað. Það var óþarfi að hleypa þessu í svona spennu en lokatölurnar eru það sem skiptir máli og það var frábært að klára þetta, sagði Svavar Vignisson fyrirliði ÍBV eftir leikinn. Tölfræðin úr leiknum:ÍBV-ÍR 30-29 (15-12)Mörk ÍBV: (Skot) Sigurður Ari Stefánsson 8 (16), Tite Kalandaze 7 (14), Samúel Ívar Árnason 5/2 (11/4), Zoltan Belany 4/1(6/1), Robert Bognar 3 (7), Grétar Eyþórsson 2 (4), Svavar Vignisson 1 (2), Björgvin Rúnarsson 0 (1), Andrej Adzic 0 (1). Varin skot: Roland Valur Eradze 22 (af 50/5, 44%), Jóhann Guðmundsson 0 (af 1/1, 0%). Mörk ÍR: Hannes Jón Jónsson 8/5 (12/5), Bjarni Fritzson 7 (11), Ólafur Sigurjónsson 4/1 (8/1), Ragnar Már Helgason 3 (4), Fannar Örn Þorbjörnsson 3 (8), Ingimundur Ingimundarson 2 (7), Ísleifur Sigurðsson 1 (2), Tryggvi Haraldsson 1 (4) Varin skot: Hreiðar Guðmundsson 4/1 (15/3, 27%), Ólafur Gíslason 11 (30/2, 37%).%). Íslenski handboltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjá meira
Roland Valur Eradze var ÍR-ingum erfiður í fyrsta leik ÍBV og ÍR í undanúrslitum DHL-deildar karla sem fram fór í Eyjum í kvöld. Roland varði 22 skot í 30-29 sigri ÍBV þar á meðal lokaskot leiksins á síðustu sekúndunni. Zoltan Belánýi skoraði sigurmarkið úr vítakasti hálfri mínútu fyrir leikslok. ÍBV hafði frumkvæðið allan leikinn, leiddi með 5 mörkum í hálfleik, 15-10 og náði sex marka forskoti í upphafi seinni hálfleiks. ÍR-ingar gáfust þó ekki upp og náðu að jafna leikinn í lokin eftir að hafa skorað 7 mörk gegn 2 á lokakaflanum. Þeir náðu hinsvegar ekki að komast yfir og Svavar Vignisson fiskaði vítakastið sem Zoltan Belánýi skoraði sigurmarkið úr. "Við fórum illa með færin í þessum leik og spiluðum sóknarlega mjög illa, sérstaklega í byrjun leiks. Eftir 18 mínútur voru við búnir að gera fjögur mörk, ÍBV virkilega komnir inn í leikinn og því á brattann að sækja fyrir okkur. Með smá heppni í seinni hálfleik hefðum við getað komist betur inn í leikinn, sérstaklega í stöðunni 23-19 þegar við eigum tvö góð færi sem við förum illa með. Hefðum við nýtt þau færi held ég að þetta hefði getað endað öðruvísi hér í kvöld," sagði Júlíus Jónasson þjálfari ÍR í leikslok sem virtist vera talsvert óánægður með dómsgæsluna á hliðarlínunni? " Ég held að þetta sé bara eins og gerist á útivöllum og þegar ég tala um útivelli þá er ég að tala um hér og á Akureyri. Ef maður fær eðlilega dómsgæslu þá virkar það allt öðruvísi. Ég var mjög óánægður með mörg atriði í dómgæslunni það er alveg rétt en ég ætla ekki að fara neitt ítarlega í það hérna. Það er hörkuleikur framundan á heimavelli okkar og við ætlum okkur að klára það og koma hingað til Eyja aftur," sagði Júlíus Jónasson þjálfari ÍR í leikslok: "Þetta var alveg frábært að vinna þetta hérna í kvöld og nú ætlum við að klára þetta í tveimur leikjum og fá gott frí áður en við mætum Val eða Haukum. Við komum vel undirbúnir fyrir þennan leik og vorum búnir að kortleggja þá vel, og þeir eflaust okkur. Við virtumst hins vegar vera vel stemmdari í upphafi og með svona stuðning eins og var frá áhorfendum eigum við ekki að geta tapað. Það var óþarfi að hleypa þessu í svona spennu en lokatölurnar eru það sem skiptir máli og það var frábært að klára þetta, sagði Svavar Vignisson fyrirliði ÍBV eftir leikinn. Tölfræðin úr leiknum:ÍBV-ÍR 30-29 (15-12)Mörk ÍBV: (Skot) Sigurður Ari Stefánsson 8 (16), Tite Kalandaze 7 (14), Samúel Ívar Árnason 5/2 (11/4), Zoltan Belany 4/1(6/1), Robert Bognar 3 (7), Grétar Eyþórsson 2 (4), Svavar Vignisson 1 (2), Björgvin Rúnarsson 0 (1), Andrej Adzic 0 (1). Varin skot: Roland Valur Eradze 22 (af 50/5, 44%), Jóhann Guðmundsson 0 (af 1/1, 0%). Mörk ÍR: Hannes Jón Jónsson 8/5 (12/5), Bjarni Fritzson 7 (11), Ólafur Sigurjónsson 4/1 (8/1), Ragnar Már Helgason 3 (4), Fannar Örn Þorbjörnsson 3 (8), Ingimundur Ingimundarson 2 (7), Ísleifur Sigurðsson 1 (2), Tryggvi Haraldsson 1 (4) Varin skot: Hreiðar Guðmundsson 4/1 (15/3, 27%), Ólafur Gíslason 11 (30/2, 37%).%).
Íslenski handboltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjá meira