Dómur fyrir sölu á aflahlutdeild 20. apríl 2005 00:01 Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í morgun karlmann á fimmtugsaldri í níu mánaða fangelsi fyrir að hafa selt alla aflahlutdeild frá skipi, án samþykkis Sparisjóðs Keflavíkur, sem átti skuldabréf sem hvíldu á skipinu og aflakvóta þess. Manninum var einnig gert að greiða útgerðarfélagi rúmlega 43 milljónir króna í skaðabætur. Maðurinn var ákærður fyrir skilasvik með því að hafa árið 1998 selt alla aflahlutdeild frá skipinu Styrmi KE til útgerðarfélagsins Eldeyjar fyrir rúmlega 112 milljónir króna, án þess að leita samþykkis, og andstætt veðrétti Sparisjóðs Keflavíkur. Sparisjóðurinn átti fjögur skuldabréf sem hvíldu á skipinu, aflakvóta þess og veiðiheimildum. Það var útgerðarfélagið Básafell sem kærði manninn árið 2001 en árið 1995 keypti fiskvinnslan Kambur, sem sameinaðist Básafelli 1997, skipið Styrmi KE af Ísnesi í Keflavík, sem þá var í eigu mannsins, bróður hans og föður. Viðskiptin milli Kambs og Ísness voru meðal annars fjármögnuð með því að Kambur gaf út fjögur veðskuldabréf með veði í skipinu. Í nóvember árið 1997 seldi Kambur skipið til einkahlutafélagsins Styrmis KE þar sem hinn ákærði var framkvæmdastjóri og stjórnarformaður og átti hann samkvæmt kaupsamningi að yfirtaka veðskuldir. Skuldabréfin fóru hins vegar í vanskil sem leiddi til þess að Básafell leysti þau til sín með rúmum 43 milljónum króna. Með dómi héraðsdóms árið 2002 var Styrmir KE dæmdur til að greiða þá fjárhæð til Básafells en skuldin greiddist ekki og er Styrmir KE nú gjaldþrota. Ákærði seldi árið 1998 aflahlutdeild skipsins til annars skips fyrir 112 milljónir og tveimur árum síðar seldi hann skipið fyrir rúmlega 71 milljón. Héraðsdómur taldi að með því að selja aflaheimild skipsins til fjárhagslegs ávinnings, og án þess að leita samþykkis veðhafa, hafi ákærði komið í veg fyrir að veðhafi gæti varið veðréttindi sín. Dómurinn taldi hæfilega refsingu mannsins níu mánaða fangelsi en þar sem tæp sjö ár voru liðin frá því brotið var framið þótti rétt að skilorðsbinda refsinguna í tvö ár. Héraðsdómur dæmdi manninn einnig til að greiða útgerðarélaginu Básafelli, nú Tjaldi, rúmar 43 milljónir. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Fleiri fréttir Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í morgun karlmann á fimmtugsaldri í níu mánaða fangelsi fyrir að hafa selt alla aflahlutdeild frá skipi, án samþykkis Sparisjóðs Keflavíkur, sem átti skuldabréf sem hvíldu á skipinu og aflakvóta þess. Manninum var einnig gert að greiða útgerðarfélagi rúmlega 43 milljónir króna í skaðabætur. Maðurinn var ákærður fyrir skilasvik með því að hafa árið 1998 selt alla aflahlutdeild frá skipinu Styrmi KE til útgerðarfélagsins Eldeyjar fyrir rúmlega 112 milljónir króna, án þess að leita samþykkis, og andstætt veðrétti Sparisjóðs Keflavíkur. Sparisjóðurinn átti fjögur skuldabréf sem hvíldu á skipinu, aflakvóta þess og veiðiheimildum. Það var útgerðarfélagið Básafell sem kærði manninn árið 2001 en árið 1995 keypti fiskvinnslan Kambur, sem sameinaðist Básafelli 1997, skipið Styrmi KE af Ísnesi í Keflavík, sem þá var í eigu mannsins, bróður hans og föður. Viðskiptin milli Kambs og Ísness voru meðal annars fjármögnuð með því að Kambur gaf út fjögur veðskuldabréf með veði í skipinu. Í nóvember árið 1997 seldi Kambur skipið til einkahlutafélagsins Styrmis KE þar sem hinn ákærði var framkvæmdastjóri og stjórnarformaður og átti hann samkvæmt kaupsamningi að yfirtaka veðskuldir. Skuldabréfin fóru hins vegar í vanskil sem leiddi til þess að Básafell leysti þau til sín með rúmum 43 milljónum króna. Með dómi héraðsdóms árið 2002 var Styrmir KE dæmdur til að greiða þá fjárhæð til Básafells en skuldin greiddist ekki og er Styrmir KE nú gjaldþrota. Ákærði seldi árið 1998 aflahlutdeild skipsins til annars skips fyrir 112 milljónir og tveimur árum síðar seldi hann skipið fyrir rúmlega 71 milljón. Héraðsdómur taldi að með því að selja aflaheimild skipsins til fjárhagslegs ávinnings, og án þess að leita samþykkis veðhafa, hafi ákærði komið í veg fyrir að veðhafi gæti varið veðréttindi sín. Dómurinn taldi hæfilega refsingu mannsins níu mánaða fangelsi en þar sem tæp sjö ár voru liðin frá því brotið var framið þótti rétt að skilorðsbinda refsinguna í tvö ár. Héraðsdómur dæmdi manninn einnig til að greiða útgerðarélaginu Básafelli, nú Tjaldi, rúmar 43 milljónir.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Fleiri fréttir Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent