Gúrkur á marga vegu: Gúrkusalat með fetaosti og rúsínum 22. apríl 2005 00:01 Gúrkur hafa verið ræktaðar til matar um þúsundir ára og hér á Íslandi hófst ræktun þeirra snemma á síðustu öld. Þrátt fyrir það hefur ekki ríkt mikil fjölbreytni í matreiðslu á gúrkum. Þær hafa aðallega verið notaðar á brauð eða með mat, í hefðbundin salöt og svo súrsaðar. En það er hægt að gera margt fleira við gúrkur. Í heitari löndum eru þær oft maukaðar eða rifnar og blandað saman við jógúrt ásamt kryddjurtum og gerðar úr þeim kaldar súpur, sósur og ídýfur. Einnig má nota þær í svaladrykki. Gúrkur eru líka víða notaðar í heita rétti sem eru þá gjarna snöggsteiktir. Gúrkusalöt geta verið margvísleg. Í Norður-Evrópu eru þau með ediki og dilli, Miðjarðarhafssalöt eru með ólífuolíu og mintu eða óreganó, líbönsk með sítrónusafa, ólífum og timjani, írönsk með jógúrt og spínati, norður-afrísk með hvítlauk og chili, indversk með karríkryddum, mexíkósk með lárperu, chili og kóríanderlaufi, karabísk með ananas og chili, og áfram mætti telja. Skera má gúrku í bita, sneiðar (beint eða á ská), gorma, stauta, teninga, rífa þær gróft eða fínt, pressa úr þeim safa eða láta þær halda öllum safanum. Þær geta verið aðalhráefnið í salatinu eða með öðru og salatið getur verið léttur aðalréttur eða meðlæti. Gúrkusalöt eru oft bæði holl og hitaeiningasnauð.Gúrkusalat með fetaosti og rúsínum Létt og einfalt salat sem flestir ættu að kunna að meta. Það má sleppa rúsínunum og nota í staðinn smátt saxað epli eða rifnar gulrætur.1 íslensk gúrka, lítil1/2 rauðlaukur125 g fetaostur í kryddlegi3 msk. rúsínur, gjarna ljósar1 msk. vínedik2 msk. ólífuolía1/2 tsk. hunang eða sykurnýmalaður piparsalt Salat Uppskriftir Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Fleiri fréttir Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Retinól-salat tekur yfir TikTok Mongólsk kjötsúpa Ása: „Þetta er bara alveg eins og íslensk kjötsúpa“ Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Stökkir ostabitar í pistasíuhjúp Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Létt og ljúffengt eplasalat Tiramisu-brownie að hætti Höllu Sjá meira
Gúrkur hafa verið ræktaðar til matar um þúsundir ára og hér á Íslandi hófst ræktun þeirra snemma á síðustu öld. Þrátt fyrir það hefur ekki ríkt mikil fjölbreytni í matreiðslu á gúrkum. Þær hafa aðallega verið notaðar á brauð eða með mat, í hefðbundin salöt og svo súrsaðar. En það er hægt að gera margt fleira við gúrkur. Í heitari löndum eru þær oft maukaðar eða rifnar og blandað saman við jógúrt ásamt kryddjurtum og gerðar úr þeim kaldar súpur, sósur og ídýfur. Einnig má nota þær í svaladrykki. Gúrkur eru líka víða notaðar í heita rétti sem eru þá gjarna snöggsteiktir. Gúrkusalöt geta verið margvísleg. Í Norður-Evrópu eru þau með ediki og dilli, Miðjarðarhafssalöt eru með ólífuolíu og mintu eða óreganó, líbönsk með sítrónusafa, ólífum og timjani, írönsk með jógúrt og spínati, norður-afrísk með hvítlauk og chili, indversk með karríkryddum, mexíkósk með lárperu, chili og kóríanderlaufi, karabísk með ananas og chili, og áfram mætti telja. Skera má gúrku í bita, sneiðar (beint eða á ská), gorma, stauta, teninga, rífa þær gróft eða fínt, pressa úr þeim safa eða láta þær halda öllum safanum. Þær geta verið aðalhráefnið í salatinu eða með öðru og salatið getur verið léttur aðalréttur eða meðlæti. Gúrkusalöt eru oft bæði holl og hitaeiningasnauð.Gúrkusalat með fetaosti og rúsínum Létt og einfalt salat sem flestir ættu að kunna að meta. Það má sleppa rúsínunum og nota í staðinn smátt saxað epli eða rifnar gulrætur.1 íslensk gúrka, lítil1/2 rauðlaukur125 g fetaostur í kryddlegi3 msk. rúsínur, gjarna ljósar1 msk. vínedik2 msk. ólífuolía1/2 tsk. hunang eða sykurnýmalaður piparsalt
Salat Uppskriftir Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Fleiri fréttir Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Retinól-salat tekur yfir TikTok Mongólsk kjötsúpa Ása: „Þetta er bara alveg eins og íslensk kjötsúpa“ Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Stökkir ostabitar í pistasíuhjúp Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Létt og ljúffengt eplasalat Tiramisu-brownie að hætti Höllu Sjá meira