Niðurstaða sem beðið hefur verið 22. apríl 2005 00:01 "Þarna er um mikinn áfangasigur að ræða sem við innan verkalýðshreyfingarinnar höfum lengi beðið eftir," segir Þorbjörn Guðmundsson, formaður Samráðsnefndar iðn- og verkalýðsfélaganna sem starfa við Kárahnjúka. Yfirskattanefnd úrskurðaði í gær að þeir portúgölsku starfsmenn sem starfa hér á landi við byggingu Kárahnjúkastíflu séu starfsmenn Impregilo á Íslandi og falli þar með undir íslensk skattalög. Sá úrskurður hefur þær afleiðingar að ítalski verktakarisinn Impregilo fær ekki endurgreiddar þær 200 milljónir króna sem Ríkisskattstjóri áætlaði á erlenda starfsmenn þess en deilur hafa lengi staðið milli Ítalanna og skattstjóra um hvar viðkomandi starfsmenn greiði skatta sína og skyldur. Impregilo telst þannig vera launagreiðandi verkamannanna hér á landi og rök Impregilo að tvísköttunarsamningur milli Portúgal og Íslands geri þeim kleift að greiða skatta í Portúgal gilda ekki um staðgreiðslu skatta. Þorbjörn segir að þar sem Impregilo hafi litið svo á að ekki yrði farið eftir íslenskum skattalögum gagnvart þeim erlendu starfsmönnum sem fengnir voru gegnum áhafnarleigur frá Ítalíu, Portúgal og víðar marki niðurstaða Yfirskattanefndar tímamót. "Yfirskattanefnd er þarna sammála okkar mati og þetta breytir mjög miklu. Til að mynda hlýtur þessi niðurstaða að kalla á algera uppstokkun á launamálum þeirra erlendu starfsmanna sem vinna fyrir Ítalina vegna þess að heildarlaun þeirra voru lægri þar sem þeim var greitt samkvæmt skattalögum síns heimalands." Þorbjörn telur víst að Impregilo áfrýji málinu lengra enda miklir peningar í húfi en segir úrskurðinn engu að síður sigur þar sem verkalýðshreyfingin hafi bent á lengi að þarna væri pottur brotinn. "Aðalatriðið er að niðurstaðan er loks komin eftir langa bið og þetta hefur mögulega fordæmisáhrif gagnvart öðrum fyrirtækjum en Impregilo enda fer þeim fjölgandi sem hingað ráða erlenda starfsmenn frá áhafnarleigum." Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sjá meira
"Þarna er um mikinn áfangasigur að ræða sem við innan verkalýðshreyfingarinnar höfum lengi beðið eftir," segir Þorbjörn Guðmundsson, formaður Samráðsnefndar iðn- og verkalýðsfélaganna sem starfa við Kárahnjúka. Yfirskattanefnd úrskurðaði í gær að þeir portúgölsku starfsmenn sem starfa hér á landi við byggingu Kárahnjúkastíflu séu starfsmenn Impregilo á Íslandi og falli þar með undir íslensk skattalög. Sá úrskurður hefur þær afleiðingar að ítalski verktakarisinn Impregilo fær ekki endurgreiddar þær 200 milljónir króna sem Ríkisskattstjóri áætlaði á erlenda starfsmenn þess en deilur hafa lengi staðið milli Ítalanna og skattstjóra um hvar viðkomandi starfsmenn greiði skatta sína og skyldur. Impregilo telst þannig vera launagreiðandi verkamannanna hér á landi og rök Impregilo að tvísköttunarsamningur milli Portúgal og Íslands geri þeim kleift að greiða skatta í Portúgal gilda ekki um staðgreiðslu skatta. Þorbjörn segir að þar sem Impregilo hafi litið svo á að ekki yrði farið eftir íslenskum skattalögum gagnvart þeim erlendu starfsmönnum sem fengnir voru gegnum áhafnarleigur frá Ítalíu, Portúgal og víðar marki niðurstaða Yfirskattanefndar tímamót. "Yfirskattanefnd er þarna sammála okkar mati og þetta breytir mjög miklu. Til að mynda hlýtur þessi niðurstaða að kalla á algera uppstokkun á launamálum þeirra erlendu starfsmanna sem vinna fyrir Ítalina vegna þess að heildarlaun þeirra voru lægri þar sem þeim var greitt samkvæmt skattalögum síns heimalands." Þorbjörn telur víst að Impregilo áfrýji málinu lengra enda miklir peningar í húfi en segir úrskurðinn engu að síður sigur þar sem verkalýðshreyfingin hafi bent á lengi að þarna væri pottur brotinn. "Aðalatriðið er að niðurstaðan er loks komin eftir langa bið og þetta hefur mögulega fordæmisáhrif gagnvart öðrum fyrirtækjum en Impregilo enda fer þeim fjölgandi sem hingað ráða erlenda starfsmenn frá áhafnarleigum."
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sjá meira