Fjölskyldan flúin af heimilinu 22. apríl 2005 00:01 Móðir sautján ára pilts sem varð fyrir skotárás á Vaðlaheiði um síðustu helgi segir skelfilegt að hugsa til þess að árásarmönnunum hafi verið sleppt úr haldi þrátt fyrir að þeir hafi verið á skilorði þegar árásin var framin. Öll fjölskyldan sé dauðhrædd, hafi yfirgefið heimili sitt og ætli ekki að snúa þangað aftur fyrr en búið sé að koma mönnunum á bak við lás og slá. Móðirin, sem búsett er á Akureyri, segir sautján ára son sinn hafa glímt við fíkniefnadjöfulinn frá tólf ára aldri. Hann lenti í mjög slæmum félagsskap en móðirin segir hann hafa viðurkennt að honum hafi fundist þetta „töff“ til að byrja með. Síðasta laugardag óku tveir menn með piltinn upp á Vaðlaheiði, skipuðu honum að afklæðast og skutu ellefu skotum á hann með loftbyssu. Fjarlægja þurfti skot úr líkama hans með skurðaðgerð. Árásin, sem sögð er tengjast fíkniefnauppgjöri, hefur vakið óhug í þjóðfélaginu öllu en árasarmönnunum hefur verið sleppt úr haldi. Móðirin segir að henni líði hræðilega vitandi af mönnunum lausum, m.a. með hliðsjón af því að hún eigi tvö yngri börn. „Þessir menn eru á skilorði. Þeir eru teknir höndum, þeir játa og þá er þeim sleppt. Auðvitað eru allir skíthræddir,“ segir móðir drengsins og furðar sig á réttarkerfi sem sem virkar svona. Fjölskyldan er nú flúin af heimili sínu. Móðirin segir ástandið bara hafa versnað og nú sé svo komið að hún hafi útilokað son sinn, áttað sig á því að það sé ekkert meira sem hún geti gert fyrir hann í bili. Það hafi verið afskaplega erfið ákvörðun. „Maður getur ekki misst vonina. Það er það eina sem verður að halda í - að einhvern tíma taki þetta enda,“ segir móðir drengsins. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Sjá meira
Móðir sautján ára pilts sem varð fyrir skotárás á Vaðlaheiði um síðustu helgi segir skelfilegt að hugsa til þess að árásarmönnunum hafi verið sleppt úr haldi þrátt fyrir að þeir hafi verið á skilorði þegar árásin var framin. Öll fjölskyldan sé dauðhrædd, hafi yfirgefið heimili sitt og ætli ekki að snúa þangað aftur fyrr en búið sé að koma mönnunum á bak við lás og slá. Móðirin, sem búsett er á Akureyri, segir sautján ára son sinn hafa glímt við fíkniefnadjöfulinn frá tólf ára aldri. Hann lenti í mjög slæmum félagsskap en móðirin segir hann hafa viðurkennt að honum hafi fundist þetta „töff“ til að byrja með. Síðasta laugardag óku tveir menn með piltinn upp á Vaðlaheiði, skipuðu honum að afklæðast og skutu ellefu skotum á hann með loftbyssu. Fjarlægja þurfti skot úr líkama hans með skurðaðgerð. Árásin, sem sögð er tengjast fíkniefnauppgjöri, hefur vakið óhug í þjóðfélaginu öllu en árasarmönnunum hefur verið sleppt úr haldi. Móðirin segir að henni líði hræðilega vitandi af mönnunum lausum, m.a. með hliðsjón af því að hún eigi tvö yngri börn. „Þessir menn eru á skilorði. Þeir eru teknir höndum, þeir játa og þá er þeim sleppt. Auðvitað eru allir skíthræddir,“ segir móðir drengsins og furðar sig á réttarkerfi sem sem virkar svona. Fjölskyldan er nú flúin af heimili sínu. Móðirin segir ástandið bara hafa versnað og nú sé svo komið að hún hafi útilokað son sinn, áttað sig á því að það sé ekkert meira sem hún geti gert fyrir hann í bili. Það hafi verið afskaplega erfið ákvörðun. „Maður getur ekki misst vonina. Það er það eina sem verður að halda í - að einhvern tíma taki þetta enda,“ segir móðir drengsins.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Sjá meira