Ekki staðist fyrir Hæstarétti 23. apríl 2005 00:01 Fyrri ákvarðanir Hæstaréttar, sem sýna að gæsluvarðhald er ekki auðsótt á grundvelli almannahagsmuna, er ástæða þess að sýslumannsembættið á Akureyri krafðist ekki gæsluvarðhalds á þeim forsendum yfir tveimur mönnum sem skutu á pilt með loftbyssu á Vaðlaheiði. Mennirnir tveir, sem tóku sautján ára pilt upp í bíl sinn fyrir viku og óku með hann upp á Vaðlaheiði þar sem annar þeirra skaut á piltinn úr loftriffli, eru báðir á skilorði. Eyþór Þorbergsson, löglærður fulltrúi sýslumannsins á Akureyri, segir embættið ekki hafa talið sig hafa forsendur til að halda mönnunum eftir að þeir höfðu játað brot sín. Það hafi verið búið að tryggja þann vitnisburð og þau gögn sem það taldi sig geta tryggt, þó ekki hafi verið búið að finna byssuna sem notuð var, og því ekki í þágu rannsóknarhagsmuna að halda mönnunum. Einnig er hægt að fara fram á að halda mönnum í gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna. Sú grein hefur verið notuð í stærstu fíkniefnamálum, manndrápsmálum og mjög alvarlegum líkamsárásarmálum þar sem áverkar eru miklir, að sögn Eyþórs, en hann bendir á að nýlega hafi Hæstiréttur hafnað að beita þessu ákvæði varðandi beiðni um gæsluvarðhald manna sem hafði orðið öðrum manni að bana. Eyþór segir hótanir mannanna í DV ekki gefa tilefni til skjótra aðgerða þar sem rangfærslur í greininni hafi verið svo miklar að erfitt sé að leggja hana til grundvallar. Tilkynni fólk hins vegar hótanir frá mönnum í sinn garð segir hann lögreglun grípa inn í og þá reyna að fá gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. Aðspurður um málið segir Björn Bjarnason dómsmálaráðherra farið með það eftir því sem lögregla, ákæruvald og dómari ákveða. Og, að lögum samkvæmt séu mál á þessu stigi ekki borin undir dómsmálaráðherra. Svar Björns kemur frá Bankok í Taílandi þar sem hann er staddur á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um baráttu gegn glæpum og opinbert réttarfar. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Fyrri ákvarðanir Hæstaréttar, sem sýna að gæsluvarðhald er ekki auðsótt á grundvelli almannahagsmuna, er ástæða þess að sýslumannsembættið á Akureyri krafðist ekki gæsluvarðhalds á þeim forsendum yfir tveimur mönnum sem skutu á pilt með loftbyssu á Vaðlaheiði. Mennirnir tveir, sem tóku sautján ára pilt upp í bíl sinn fyrir viku og óku með hann upp á Vaðlaheiði þar sem annar þeirra skaut á piltinn úr loftriffli, eru báðir á skilorði. Eyþór Þorbergsson, löglærður fulltrúi sýslumannsins á Akureyri, segir embættið ekki hafa talið sig hafa forsendur til að halda mönnunum eftir að þeir höfðu játað brot sín. Það hafi verið búið að tryggja þann vitnisburð og þau gögn sem það taldi sig geta tryggt, þó ekki hafi verið búið að finna byssuna sem notuð var, og því ekki í þágu rannsóknarhagsmuna að halda mönnunum. Einnig er hægt að fara fram á að halda mönnum í gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna. Sú grein hefur verið notuð í stærstu fíkniefnamálum, manndrápsmálum og mjög alvarlegum líkamsárásarmálum þar sem áverkar eru miklir, að sögn Eyþórs, en hann bendir á að nýlega hafi Hæstiréttur hafnað að beita þessu ákvæði varðandi beiðni um gæsluvarðhald manna sem hafði orðið öðrum manni að bana. Eyþór segir hótanir mannanna í DV ekki gefa tilefni til skjótra aðgerða þar sem rangfærslur í greininni hafi verið svo miklar að erfitt sé að leggja hana til grundvallar. Tilkynni fólk hins vegar hótanir frá mönnum í sinn garð segir hann lögreglun grípa inn í og þá reyna að fá gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. Aðspurður um málið segir Björn Bjarnason dómsmálaráðherra farið með það eftir því sem lögregla, ákæruvald og dómari ákveða. Og, að lögum samkvæmt séu mál á þessu stigi ekki borin undir dómsmálaráðherra. Svar Björns kemur frá Bankok í Taílandi þar sem hann er staddur á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um baráttu gegn glæpum og opinbert réttarfar.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira