Kemst ÍBV í fyrsta sinn í úrslit? 23. apríl 2005 00:01 Eyjamenn geta brotið blað í sögu karlahandboltaliðs félagsins vinni þeir oddaleikinn gegn ÍR í Eyjum í dag en með því kemst liðið í fyrsta sinn í lokaúrslit úrslitakeppninnar. Liðin hafa unnið hvor sinn heimaleikinn, ÍBV vann fyrsta leikinn í Eyjum 30-29 og ÍR jafnaði metin með 33-29 sigri í öðrum leiknum í Austurbergi. Það hefur verið hart tekist á í báðum leikjum og dómarar hafa meðal annars rekið leikmenn liðanna útaf í 68 mínútur í þessum tveimur leikjum. ÍR-ingar eiga hins vegar möguleika á að komast í lokaúrslitin í annað skipti á þremur árum en Breiðhyltingar töpuðu einmitt í bráðabana í oddaleik undanúrslitanna í fyrra. Roland Valur Eradze fékk ekkert að spila síðustu 20 mínúturnar í síðasta leik en náði samt verja yfir 20 bolta í leiknum og hefur því gert það í öllum fjórum leikjum úrslitakeppninnar. Roland hefur varið 24,5 skot að meðaltali í leik og 47,8% þeirra skota sem á hann hafa komið. ÍR-ingurinn Hannes Jón Jónsson er markahæsti leikmaður einvígisins til þessa auk þess að eiga ófáar stoðsendingarnar en Hannes hefur nýtt 15 af 21 skoti sínu í leikjunum tveimur sem gerir frábæra 71% skotnýtingu. „Áhorfendur eiga að vera kolvitlausir á pöllunum í Eyjum á sunnudaginn, það eru skilaboðin frá okkur til þeirra. Þeir eiga ekki að vera með slagsmál og læti heldur eiga þeir að mæta, búa til geðveikan hávaða og hvetja okkur til sigurs," sagði Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, í samtali við Fréttablaðið eftir annan leikinn. Það má búast við að Eyjamenn taki hann á orðinu og fjölmenni í Höllina í dag en eins má búast við að harðir stuðningsmenn Breiðhyltinga láti heldur ekki sitt eftir liggja. Sigurvegari leiksins tryggir sér sæti í úrslitunum gegn meisturum síðustu tveggja ára, Haukum. Flest mörk ÍBV í fyrstu tveimur leikjunum: (Skot) Samúel Ívar Árnason 14/6 (23/8) Tite Kalandaze 12 (21) Zoltan Belányi 11/3 (17/4) Sigurður Ari Stefánsson 9 (21) Flest mörk ÍR í fyrstu tveimur leikjunum: (Skot) Hannes Jón Jónsson 15/5 (21/6) Bjarni Fritzson 10 (16) Ólafur Sigurjónsson 10/1 (18/1) Tryggvi Haraldsson 8 (16) Ingimundur Ingimundarson 8/4 (21/6) Íslenski handboltinn Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Sunderland - Everton | Svörtu kettirnir geta stokkið upp í annað sætið Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sjá meira
Eyjamenn geta brotið blað í sögu karlahandboltaliðs félagsins vinni þeir oddaleikinn gegn ÍR í Eyjum í dag en með því kemst liðið í fyrsta sinn í lokaúrslit úrslitakeppninnar. Liðin hafa unnið hvor sinn heimaleikinn, ÍBV vann fyrsta leikinn í Eyjum 30-29 og ÍR jafnaði metin með 33-29 sigri í öðrum leiknum í Austurbergi. Það hefur verið hart tekist á í báðum leikjum og dómarar hafa meðal annars rekið leikmenn liðanna útaf í 68 mínútur í þessum tveimur leikjum. ÍR-ingar eiga hins vegar möguleika á að komast í lokaúrslitin í annað skipti á þremur árum en Breiðhyltingar töpuðu einmitt í bráðabana í oddaleik undanúrslitanna í fyrra. Roland Valur Eradze fékk ekkert að spila síðustu 20 mínúturnar í síðasta leik en náði samt verja yfir 20 bolta í leiknum og hefur því gert það í öllum fjórum leikjum úrslitakeppninnar. Roland hefur varið 24,5 skot að meðaltali í leik og 47,8% þeirra skota sem á hann hafa komið. ÍR-ingurinn Hannes Jón Jónsson er markahæsti leikmaður einvígisins til þessa auk þess að eiga ófáar stoðsendingarnar en Hannes hefur nýtt 15 af 21 skoti sínu í leikjunum tveimur sem gerir frábæra 71% skotnýtingu. „Áhorfendur eiga að vera kolvitlausir á pöllunum í Eyjum á sunnudaginn, það eru skilaboðin frá okkur til þeirra. Þeir eiga ekki að vera með slagsmál og læti heldur eiga þeir að mæta, búa til geðveikan hávaða og hvetja okkur til sigurs," sagði Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, í samtali við Fréttablaðið eftir annan leikinn. Það má búast við að Eyjamenn taki hann á orðinu og fjölmenni í Höllina í dag en eins má búast við að harðir stuðningsmenn Breiðhyltinga láti heldur ekki sitt eftir liggja. Sigurvegari leiksins tryggir sér sæti í úrslitunum gegn meisturum síðustu tveggja ára, Haukum. Flest mörk ÍBV í fyrstu tveimur leikjunum: (Skot) Samúel Ívar Árnason 14/6 (23/8) Tite Kalandaze 12 (21) Zoltan Belányi 11/3 (17/4) Sigurður Ari Stefánsson 9 (21) Flest mörk ÍR í fyrstu tveimur leikjunum: (Skot) Hannes Jón Jónsson 15/5 (21/6) Bjarni Fritzson 10 (16) Ólafur Sigurjónsson 10/1 (18/1) Tryggvi Haraldsson 8 (16) Ingimundur Ingimundarson 8/4 (21/6)
Íslenski handboltinn Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Sunderland - Everton | Svörtu kettirnir geta stokkið upp í annað sætið Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sjá meira