Innlent

Gæsluvarðhald fyrir líkamsárás

Karlmaður á fertugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í fjórar vikur fyrir að ráðast á annan mann á föstudag og misþyrma honum. Árásin átti sér stað fyrir utan heimili fórnarlambsins en árásarmaðurinn beið þar húseigandans. Að sögn Harðar Jóhannessonar yfirlögregluþjóns er maðurinn sem varð fyrir ofbeldinu læknir og hefur meðal annars sinnt úrskurðarmálum af ýmsu tagi fyrir lögregluna. Árásarmaðurinn hefur áður haft í hótunum við hann en þrátt fyrir það hefur ekki þótt ástæða til að hafa afskipti af manninum. Hann flúði ef vettvangi eftir árásina á föstudag en fannst í gær og var þá handtekinn. Auk þess að vera úrskurðaður í gæsluvarðhald var manninum gert að sæta geðrannsókn. Hann hefur nú kært úrskurðinn til Hæstaréttar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×