Staðfestir sekt en mildar refsingu 28. apríl 2005 00:01 Hæstiréttur mildaði í dag refsingu fyrrverandi forsvarsmanna Skjás eins fyrir að veita viðtöku og ráðstafa í eigin þágu yfir hundrað og sextíu milljónum af stolnu fé frá Landssímanum og hylma yfir glæpinn. Hæstiréttur telur algjörlega útilokað að þeir hafi ekki vitað að féð var illa fengið. Árni Þór Vigfússon, fyrrverandi sjónvarpsstjóri Skjás eins, og Kristján Ragnar Kristjánsson, fyrrverandi fjármálastjóri, voru hvor dæmdir til tveggja ára fangelsis í héraðsdómi fyrir Landssímamálið svokallaða. Bróðir Kristjáns, Sveinbjörn Kristjánsson, hlaut hins vegar fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir að draga sér ríflega 260 milljónir króna í starfi sínu sem aðalgjaldkeri Landssímans. Hann játaði sekt og áfrýjaði dómnum ekki. Hundrað og sextíu milljónir króna runnu í fyrirtæki á vegum þeirra Árna og Kristjáns, til Alvöru lífsins og Íslenska sjónvarpsfélagsins, en einnig til þeirra eigin persónulegu nota. Vörn þeirra hefur byggt á því að þeir hafi talið sig hafa fengið lán hjá Landssímanum og ekki vitað að féð var illa fengið. Dómurinn tekur þá skýringu ekki trúanlega. Hæstarétti þótti hæfileg refsing 18 mánaða fangelsi fyrir Kristján og 15 mánaða fangelsi fyrir Árna Þór. Það er að segja, Hæstiréttur mildar dóminn yfir Kristjáni um hálft ár og Árna um níu mánuði. Kristján fær þyngri dóm í ljósi þess að fjárvörslur þeirra félaga og fyrirtækjanna voru á hans hendi að meginstofni. Hæstarétti þykir samt sem áður algjörlega útilokað að Árni Þór hafi ekki vitað að viðskipti Kristjáns við Sveinbjörn hafi verið þeim síðastnefnda óheimil. Engin sérstök rök eru færð fyrir því að dómurinn er mildaður. Ragnar Orri Benediktsson, viðskiptafélagi þeirra, hlaut átta mánaða fangelsisdóm í héraði fyrir peningaþvætti en Hæstiréttur mildaði dóm hans í þrjá mánuði. Þótti Hæstarétti ekki hægt að fullyrða að Ragnar Orri hafi haft skýra mynd af því sem fram fór og þannig brotið af sér af ásetningi. Fjárhæðirnar sem runnu um hendur hans frá Landssímanum og hið óeðlilega atferli Sveinbjörns hljóti hins vegar að hafa kveikt einhver ljós og því telst það gáleysi hjá honum að hafa tekið við fénu. Skaðabótakröfu Landssímans var vísað frá Héraðsdómi og var ekki til umfjöllunar í Hæstarétti. Talsmaður Landssímans sagði í samtali við fréttamann áður en dómur féll í dag að beðið yrði niðurstöðu dómsins með framhaldið. Ljóst þykir því að einkamál verði aldrei höfðað gegn Sveinbirni einum, heldur fjórmenningunum öllum. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Hæstiréttur mildaði í dag refsingu fyrrverandi forsvarsmanna Skjás eins fyrir að veita viðtöku og ráðstafa í eigin þágu yfir hundrað og sextíu milljónum af stolnu fé frá Landssímanum og hylma yfir glæpinn. Hæstiréttur telur algjörlega útilokað að þeir hafi ekki vitað að féð var illa fengið. Árni Þór Vigfússon, fyrrverandi sjónvarpsstjóri Skjás eins, og Kristján Ragnar Kristjánsson, fyrrverandi fjármálastjóri, voru hvor dæmdir til tveggja ára fangelsis í héraðsdómi fyrir Landssímamálið svokallaða. Bróðir Kristjáns, Sveinbjörn Kristjánsson, hlaut hins vegar fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir að draga sér ríflega 260 milljónir króna í starfi sínu sem aðalgjaldkeri Landssímans. Hann játaði sekt og áfrýjaði dómnum ekki. Hundrað og sextíu milljónir króna runnu í fyrirtæki á vegum þeirra Árna og Kristjáns, til Alvöru lífsins og Íslenska sjónvarpsfélagsins, en einnig til þeirra eigin persónulegu nota. Vörn þeirra hefur byggt á því að þeir hafi talið sig hafa fengið lán hjá Landssímanum og ekki vitað að féð var illa fengið. Dómurinn tekur þá skýringu ekki trúanlega. Hæstarétti þótti hæfileg refsing 18 mánaða fangelsi fyrir Kristján og 15 mánaða fangelsi fyrir Árna Þór. Það er að segja, Hæstiréttur mildar dóminn yfir Kristjáni um hálft ár og Árna um níu mánuði. Kristján fær þyngri dóm í ljósi þess að fjárvörslur þeirra félaga og fyrirtækjanna voru á hans hendi að meginstofni. Hæstarétti þykir samt sem áður algjörlega útilokað að Árni Þór hafi ekki vitað að viðskipti Kristjáns við Sveinbjörn hafi verið þeim síðastnefnda óheimil. Engin sérstök rök eru færð fyrir því að dómurinn er mildaður. Ragnar Orri Benediktsson, viðskiptafélagi þeirra, hlaut átta mánaða fangelsisdóm í héraði fyrir peningaþvætti en Hæstiréttur mildaði dóm hans í þrjá mánuði. Þótti Hæstarétti ekki hægt að fullyrða að Ragnar Orri hafi haft skýra mynd af því sem fram fór og þannig brotið af sér af ásetningi. Fjárhæðirnar sem runnu um hendur hans frá Landssímanum og hið óeðlilega atferli Sveinbjörns hljóti hins vegar að hafa kveikt einhver ljós og því telst það gáleysi hjá honum að hafa tekið við fénu. Skaðabótakröfu Landssímans var vísað frá Héraðsdómi og var ekki til umfjöllunar í Hæstarétti. Talsmaður Landssímans sagði í samtali við fréttamann áður en dómur féll í dag að beðið yrði niðurstöðu dómsins með framhaldið. Ljóst þykir því að einkamál verði aldrei höfðað gegn Sveinbirni einum, heldur fjórmenningunum öllum.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira