Er ekki sáttur við dóminn 28. apríl 2005 00:01 Hæstiréttur staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Grétari Sigurðarsyni, Jónasi Inga Ragnarssyni og Tomasi Malakaukas, en hver þeirra hafði verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi. Dóminn hlutu þeir fyrir smygl á tæpum 224 grömmum af amfetamíni, brot gegn lífi og líkama og fyrir ósæmilega meðferð á líki Vaidasar Juceviciusar. "Þetta er bara úr í hött að öllu leyti," sagði Grétar eftir að dómurinn hafði verið kveðinn upp. "Maður hefði haldið að í öllum eðlilegum samfélögum yrði það talið þeim til tekna sem sýnir bót og betrun, vinnur með lögreglu og kemur fram eins og maður. Það virðist ekki vera hér." Hann sagðist þó ekki hafa hug á að fara lengra með mál sitt og kvaðst ekki ósáttur við að vera dæmdur í fangelsi fyrir hlutdeild sína í málinu. "Ég er bara ekki sáttur við að fá uppkveðinn sama dóm og þeir." Eftir að lík Vaidasar Juceviciusar fannst í höfninni í Neskaupstað 11. febrúar í fyrra var í fyrstu óttast að um morðmál væri að ræða enda stungusár á líkinu. Síðar kom í ljós að stungurnar voru gerðar eftir dauða Vaidasar til að hindra að líkið flyti upp vegna gasmyndunar við rotnun þess. Vaidas hafði flutt innvortis til landsins amfetamín í 61 pakkningu sem hann gleypti. Hann veiktist hins vegar daginn eftir komuna til landsins vegna stíflu í mjógirni af völdum pakkninganna. Grétar, Jónas og Tomas létu hjá líða að koma Vaidasi til hjálpar og lést hann sárkvalinn þremur dögum síðar. Jónas og Tomas óku svo með lík hans frá Reykjavík austur á Neskaupstað þar sem þeir sökktu því í sjó við netagerðarbryggjuna. Grétar, sem er frá Neskaupstað, flaug austur og aðstoðaði við að fela líkið. Eftir að málið komst í hámæli lýsti Grétar því hvernig honum þætti sér ógnað af lítháískri mafíu, en hann kvaðst laus við þann ótta nú og málið væri liðið hjá. "Núna er ég bara að sinna mínu lífi, halda heimili og vera til friðs," sagði hann fyrir utan Hæstarétt í gær. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Hæstiréttur staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Grétari Sigurðarsyni, Jónasi Inga Ragnarssyni og Tomasi Malakaukas, en hver þeirra hafði verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi. Dóminn hlutu þeir fyrir smygl á tæpum 224 grömmum af amfetamíni, brot gegn lífi og líkama og fyrir ósæmilega meðferð á líki Vaidasar Juceviciusar. "Þetta er bara úr í hött að öllu leyti," sagði Grétar eftir að dómurinn hafði verið kveðinn upp. "Maður hefði haldið að í öllum eðlilegum samfélögum yrði það talið þeim til tekna sem sýnir bót og betrun, vinnur með lögreglu og kemur fram eins og maður. Það virðist ekki vera hér." Hann sagðist þó ekki hafa hug á að fara lengra með mál sitt og kvaðst ekki ósáttur við að vera dæmdur í fangelsi fyrir hlutdeild sína í málinu. "Ég er bara ekki sáttur við að fá uppkveðinn sama dóm og þeir." Eftir að lík Vaidasar Juceviciusar fannst í höfninni í Neskaupstað 11. febrúar í fyrra var í fyrstu óttast að um morðmál væri að ræða enda stungusár á líkinu. Síðar kom í ljós að stungurnar voru gerðar eftir dauða Vaidasar til að hindra að líkið flyti upp vegna gasmyndunar við rotnun þess. Vaidas hafði flutt innvortis til landsins amfetamín í 61 pakkningu sem hann gleypti. Hann veiktist hins vegar daginn eftir komuna til landsins vegna stíflu í mjógirni af völdum pakkninganna. Grétar, Jónas og Tomas létu hjá líða að koma Vaidasi til hjálpar og lést hann sárkvalinn þremur dögum síðar. Jónas og Tomas óku svo með lík hans frá Reykjavík austur á Neskaupstað þar sem þeir sökktu því í sjó við netagerðarbryggjuna. Grétar, sem er frá Neskaupstað, flaug austur og aðstoðaði við að fela líkið. Eftir að málið komst í hámæli lýsti Grétar því hvernig honum þætti sér ógnað af lítháískri mafíu, en hann kvaðst laus við þann ótta nú og málið væri liðið hjá. "Núna er ég bara að sinna mínu lífi, halda heimili og vera til friðs," sagði hann fyrir utan Hæstarétt í gær.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira