Jón Ormur, Össur, Björn og Steingrímur 29. apríl 2005 00:01 Meðal gesta í Silfri Egils á sunnudaginn verða Jón Ormur Halldórsson, Össur Skarphéðinsson, Steingrímur J. Sigfússon, Björn Bjarnason, Dagur B. Eggertsson, Margrét Frímannsdóttir og Hjálmar Árnason. Fleiri gestir eiga svo eftir að bætast við áður en þátturinn er sendur út. Jón Ormur ætlar að koma til að ræða um nýju risana í viðskiptalífi heimsins, Kína og Indland, einkum þó Kína. Skoðuð verður staða þessara ríkja í ljósi hnattvæðingarinnar, framleiðslan sem er að flytjast þangað, hvaða áhrif það hefur á Vesturlönd, aukin eftirspurn þeirra eftir olíu og ýmsum varningi og hvernig alþýðu í þessum löndum hefur reitt af í þessum breytingum. Össur mun leggja mér lið í að spá og spekúlera í kosningunum í Bretlandi sem fara fram í næstu viku, en Össur stundaði háskólanam í Bretlandi og er manna froðastur um bresk stjórnmál. Í þættinum verður einnig einblínt á skipulagsmál í Reykjavík eftir að ákveðið hefur verið að Háskólinn í Reykjavík fái stað í Vatnsmýrinni, rétt við Reykjavíkurflugvöll. Í fyrsta hluta þáttarins verður svo farið yfir veturinn í pólitíkinni og velt vöngum yfir því hvað hafi staðið upp úr. Auk þess verður litið á nokkur mál sem hæst ber í fréttum þessa stundina. Þátturinn er í opinni dagskrá á Stöð 2 klukkan 12 á sunnudag. Hann er svo endursýndur síðla um kvöldið en einnig er hægt að sjá hann hér í Veftívíinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Meðal gesta í Silfri Egils á sunnudaginn verða Jón Ormur Halldórsson, Össur Skarphéðinsson, Steingrímur J. Sigfússon, Björn Bjarnason, Dagur B. Eggertsson, Margrét Frímannsdóttir og Hjálmar Árnason. Fleiri gestir eiga svo eftir að bætast við áður en þátturinn er sendur út. Jón Ormur ætlar að koma til að ræða um nýju risana í viðskiptalífi heimsins, Kína og Indland, einkum þó Kína. Skoðuð verður staða þessara ríkja í ljósi hnattvæðingarinnar, framleiðslan sem er að flytjast þangað, hvaða áhrif það hefur á Vesturlönd, aukin eftirspurn þeirra eftir olíu og ýmsum varningi og hvernig alþýðu í þessum löndum hefur reitt af í þessum breytingum. Össur mun leggja mér lið í að spá og spekúlera í kosningunum í Bretlandi sem fara fram í næstu viku, en Össur stundaði háskólanam í Bretlandi og er manna froðastur um bresk stjórnmál. Í þættinum verður einnig einblínt á skipulagsmál í Reykjavík eftir að ákveðið hefur verið að Háskólinn í Reykjavík fái stað í Vatnsmýrinni, rétt við Reykjavíkurflugvöll. Í fyrsta hluta þáttarins verður svo farið yfir veturinn í pólitíkinni og velt vöngum yfir því hvað hafi staðið upp úr. Auk þess verður litið á nokkur mál sem hæst ber í fréttum þessa stundina. Þátturinn er í opinni dagskrá á Stöð 2 klukkan 12 á sunnudag. Hann er svo endursýndur síðla um kvöldið en einnig er hægt að sjá hann hér í Veftívíinu.
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun