Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar 15. desember 2025 08:02 Í umræðu um loftslagsmál hefur sífellt oftar heyrst sú fullyrðing að Ísland sé svo lítið ríki og standi sig svo vel að frekari aðgerðir í loftslagsmálum séu bæði óþarfar og íþyngjandi. Þessu sjónarmiði er meðal annars haldið á lofti í bók Frosta Sigurjónssonar, Hitamál, þar sem vísað er til endurnýjanlegrar húshitunar og þeirrar staðreyndar að Ísland beri aðeins ábyrgð á um 0,02% af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu, á meðan Kína losi um þriðjung heildarinnar. Af þessu er dregin sú ályktun að íslenskar loftslagsaðgerðir skipti litlu máli en leggi þungar byrðar á samfélagið. Þessi röksemdafærsla er villandi. Endurnýjanleg orka er ekki afsökun fyrir aðgerðarleysi Í fyrsta lagi er rétt að Ísland nýtur sérstöðu þegar kemur að raforku og húshitun. Nýting jarðhita er einn stærsti innviðasigur þjóðarinnar. En þessi árangur er ekki rök fyrir aðgerðarleysi í dag. Þvert á móti sýnir saga hitaveitunnar að stór kerfisleg skref eru möguleg þegar vilji og framsýni fara saman. Hitaveitan var ekki byggð vegna loftslagsmarkmiða heldur vegna hagkvæmni, lýðheilsu og orkuöryggis. Loftslagsávinningurinn kom síðar sem afar mikilvægur ávinningur. Að vísa í þennan árangur til að réttlæta aðgerðarleysi nú er því þversögn. Prósentur af heimslosun segja lítið Í öðru lagi er samanburður í prósentum af heimslosun lélegur mælikvarði á ábyrgð eða árangur ríkja. Mjög fá ríki í heiminum bera ábyrgð á meira en 1% af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda. Flest ríki, þar á meðal öll Norðurlöndin, eru langt undir einu prósenti. Ef þessi rök væru tekin gild mættu nær öll ríki heims hætta aðgerðum. Slík nálgun leiðir ekki til lausna heldur sameiginlegs aðgerðaleysis. Losun á hvern íbúa dregur fram slæma stöðu Íslands Mun skýrari mynd fæst þegar horft er til losunar á hvern íbúa. Þar stendur Ísland ekki framarlega. Losun Íslands, án landnotkunar, er um 12 tonn CO₂-ígilda á mann á ári. Til samanburðar er losun á mann um 7–8 tonn í Noregi, 6–7 tonn að meðaltali í Evrópusambandinu og um 9 tonn í Kína. Inni í þessum 12 tonnum er ekki öll losun vegna flugs og millilandasiglinga. Hvergi í heiminum er dælt jafn miklu af jarðefnaeldsneyti á flugvélar á hvern íbúa og á Íslandi. Á síðasta ári var hér dælt um 317 þúsund tonnum af þotueldsneyti, sem losar um 1 milljón tonna af CO₂, eða 2,5 tonn á íbúa. Millilandasiglingar bæta við um 0,8 tonnum á mann, án þess að tekið sé tillit til eldsneytis sem tekið er á í erlendum höfnum, til dæmis vegna skemmtiferðaskipa. Framræst votlendi er okkar stærsti vandi Þegar losun vegna landnotkunar er tekin með hækkar losun Íslands verulega, úr um 12 tonnum á mann upp í 25–30 tonn á mann, sem setur Ísland í hóp þeirra verstu á heimsvísu. Þetta gerist þrátt fyrir endurnýjanlega raforku. Ástæðan er fyrst og fremst gríðarleg losun frá framræstu votlendi, sem losar meira en allir aðrir losunarflokkar til samans. Þetta er stærsta einstaka loftslagsáskorun Íslands. Loftslagsaðgerðir eru ekki byrði heldur fjárfesting Í bók Frosta eru loftslagsaðgerðir oft settar fram sem kostnaður eða skerðing á lífsgæðum. Sú framsetning stenst illa. Margar loftslagsaðgerðir skila samhliða ávinningi: minni loftmengun, betri lýðheilsu, auknu orkuöryggi og nýjum atvinnutækifærum. Þar að auki draga þær úr hættu á alvarlegum og óafturkræfum loftslagsbreytingum sem vísindin vara skýrt við. Smáríki bera einnig ábyrgð Ísland er ríkt samfélag með sterka innviði og gott aðgengi að lausnum. Því fylgir ábyrgð. Rökin um að Ísland sé „of lítið til að skipta máli“ standast hvorki fræðilega né siðferðilega skoðun. Lausn loftslagsvandans byggist á sameiginlegri ábyrgð ríkja, í hlutfalli við losun og getu. Ísland hefur burði til að gera meira. Fyrri árangur á ekki að vera afsökun fyrir aðgerðarleysi heldur áminning um að við getum – og eigum – að gera betur. Höfundur er í loftslagshópnum París 1,5 sem berst fyrir því að Ísland leggi sitt af mörkum til að leysa loftslagsvandann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Eyþór Eðvarðsson Mest lesið Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Strandlengjan er útivistarsvæði fólksins – ekki hraðbraut Vilborg Halldórsdóttir Skoðun Til verði evrópskt heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það hefði mátt hlusta á FÍB Runólfur Ólafsson Skoðun Skamm, skamm Davíð Bergmann Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason Skoðun Öryggi Íslands á ólgutímum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Bók ársins Kjartan Valgarðsson Skoðun Snjór í Ártúnsbrekku Stefán Pálsson Skoðun Ert þú ekki bara pólitíkus? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Snjór í Ártúnsbrekku Stefán Pálsson skrifar Skoðun Bók ársins Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Það hefði mátt hlusta á FÍB Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Aðgengi fatlaðs fólks að vinnumarkaði er ekki góðgerð, það er jöfnuður Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Skamm, skamm Davíð Bergmann skrifar Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason skrifar Skoðun Réttarkerfið sem vinnur gegn börnum Theodóra Líf Aradóttir skrifar Skoðun Fíkn er ekki skömm – hún er sjúkdómur Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Til verði evrópskt heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ert þú ekki bara pólitíkus? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Öryggi Íslands á ólgutímum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Æskan er okkar fjársjóður Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Strandlengjan er útivistarsvæði fólksins – ekki hraðbraut Vilborg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Af hverju opinbert heilbrigðiskerfi? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Umræðan um bólusetningar barna á algjörum villigötum Júlíus Valsson skrifar Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson skrifar Skoðun RÚV, aðgerðasinnar og íslenskan okkar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvað er karlmennska? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis - Þögn löggjafans Arnar Sigurðsson,Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Krónan er einmitt ekki vandamálið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Áramótaheit þjóðarinnar: Tryggjum gæðamenntun! Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Í umræðu um loftslagsmál hefur sífellt oftar heyrst sú fullyrðing að Ísland sé svo lítið ríki og standi sig svo vel að frekari aðgerðir í loftslagsmálum séu bæði óþarfar og íþyngjandi. Þessu sjónarmiði er meðal annars haldið á lofti í bók Frosta Sigurjónssonar, Hitamál, þar sem vísað er til endurnýjanlegrar húshitunar og þeirrar staðreyndar að Ísland beri aðeins ábyrgð á um 0,02% af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu, á meðan Kína losi um þriðjung heildarinnar. Af þessu er dregin sú ályktun að íslenskar loftslagsaðgerðir skipti litlu máli en leggi þungar byrðar á samfélagið. Þessi röksemdafærsla er villandi. Endurnýjanleg orka er ekki afsökun fyrir aðgerðarleysi Í fyrsta lagi er rétt að Ísland nýtur sérstöðu þegar kemur að raforku og húshitun. Nýting jarðhita er einn stærsti innviðasigur þjóðarinnar. En þessi árangur er ekki rök fyrir aðgerðarleysi í dag. Þvert á móti sýnir saga hitaveitunnar að stór kerfisleg skref eru möguleg þegar vilji og framsýni fara saman. Hitaveitan var ekki byggð vegna loftslagsmarkmiða heldur vegna hagkvæmni, lýðheilsu og orkuöryggis. Loftslagsávinningurinn kom síðar sem afar mikilvægur ávinningur. Að vísa í þennan árangur til að réttlæta aðgerðarleysi nú er því þversögn. Prósentur af heimslosun segja lítið Í öðru lagi er samanburður í prósentum af heimslosun lélegur mælikvarði á ábyrgð eða árangur ríkja. Mjög fá ríki í heiminum bera ábyrgð á meira en 1% af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda. Flest ríki, þar á meðal öll Norðurlöndin, eru langt undir einu prósenti. Ef þessi rök væru tekin gild mættu nær öll ríki heims hætta aðgerðum. Slík nálgun leiðir ekki til lausna heldur sameiginlegs aðgerðaleysis. Losun á hvern íbúa dregur fram slæma stöðu Íslands Mun skýrari mynd fæst þegar horft er til losunar á hvern íbúa. Þar stendur Ísland ekki framarlega. Losun Íslands, án landnotkunar, er um 12 tonn CO₂-ígilda á mann á ári. Til samanburðar er losun á mann um 7–8 tonn í Noregi, 6–7 tonn að meðaltali í Evrópusambandinu og um 9 tonn í Kína. Inni í þessum 12 tonnum er ekki öll losun vegna flugs og millilandasiglinga. Hvergi í heiminum er dælt jafn miklu af jarðefnaeldsneyti á flugvélar á hvern íbúa og á Íslandi. Á síðasta ári var hér dælt um 317 þúsund tonnum af þotueldsneyti, sem losar um 1 milljón tonna af CO₂, eða 2,5 tonn á íbúa. Millilandasiglingar bæta við um 0,8 tonnum á mann, án þess að tekið sé tillit til eldsneytis sem tekið er á í erlendum höfnum, til dæmis vegna skemmtiferðaskipa. Framræst votlendi er okkar stærsti vandi Þegar losun vegna landnotkunar er tekin með hækkar losun Íslands verulega, úr um 12 tonnum á mann upp í 25–30 tonn á mann, sem setur Ísland í hóp þeirra verstu á heimsvísu. Þetta gerist þrátt fyrir endurnýjanlega raforku. Ástæðan er fyrst og fremst gríðarleg losun frá framræstu votlendi, sem losar meira en allir aðrir losunarflokkar til samans. Þetta er stærsta einstaka loftslagsáskorun Íslands. Loftslagsaðgerðir eru ekki byrði heldur fjárfesting Í bók Frosta eru loftslagsaðgerðir oft settar fram sem kostnaður eða skerðing á lífsgæðum. Sú framsetning stenst illa. Margar loftslagsaðgerðir skila samhliða ávinningi: minni loftmengun, betri lýðheilsu, auknu orkuöryggi og nýjum atvinnutækifærum. Þar að auki draga þær úr hættu á alvarlegum og óafturkræfum loftslagsbreytingum sem vísindin vara skýrt við. Smáríki bera einnig ábyrgð Ísland er ríkt samfélag með sterka innviði og gott aðgengi að lausnum. Því fylgir ábyrgð. Rökin um að Ísland sé „of lítið til að skipta máli“ standast hvorki fræðilega né siðferðilega skoðun. Lausn loftslagsvandans byggist á sameiginlegri ábyrgð ríkja, í hlutfalli við losun og getu. Ísland hefur burði til að gera meira. Fyrri árangur á ekki að vera afsökun fyrir aðgerðarleysi heldur áminning um að við getum – og eigum – að gera betur. Höfundur er í loftslagshópnum París 1,5 sem berst fyrir því að Ísland leggi sitt af mörkum til að leysa loftslagsvandann.
Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason Skoðun
Skoðun Aðgengi fatlaðs fólks að vinnumarkaði er ekki góðgerð, það er jöfnuður Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason skrifar
Skoðun Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis - Þögn löggjafans Arnar Sigurðsson,Elías Blöndal Guðjónsson skrifar
Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason Skoðun