Meiddist í vélhjólaslysi
Kona hlaut slæma byltu þegar hún missti stjórn á mótorhjóli sínu og ók út af þjóðveginum á móts við Tannastaði undir austurhlíðum Ingólfsfjalls síðdegis í gær. Hún var flutt á Landsspítalann til aðhlynningar og rannsóknar. Ekki er vitað um tildrög slyssins og ekki er talið að konan hafi verið á óeðlilega miklum hraða.
Mest lesið


„Ástandið er að versna“
Erlent

„Þetta er salami-leiðin“
Innlent




Gunnlaugur Claessen er látinn
Innlent


