Harmar aðild að hrottalegri árás 29. apríl 2005 00:01 Pilturinn sem skotið var á með loftbyssu á Vaðlaheiðinni, segist ætla að standa við kæruna á hendur árásarmönnum sínum en harmar jafnframt þann þátt sem hann átti í annarri hrottalegri árás á pilt á svipuðu reki. Pilturinn segist búinn að ná sér eftir að hafa fengið í sig ellefu skot úr loftbyssu. Árásarmennirnir sögðu hann skulda þeim peninga fyrir fíkniefni. En skuldar hann þeim enn eða er hann búinn að ganga frá sínum málum við árásarmennina? Hann segir að hann ætli ekki að borga þeim neitt eftir árásina. Hann hafi átt að borga skuldina daginn eftir að hann var skotinn og hann hefði getað gert það hefðu þeir sleppt því að fara svona með hann. Honum finnist hann hafa tekið greiðsluna út og miklu meira en það með árásinni. Aðspuður hvort árásarmennirnir hafi þrýst á hann að draga kæruna á hendur þeim til baka segir hann að þeir hafi aðeins reynt það. Litið er á piltinn sem fórnarlamb í þessu máli enda árásin hrottaleg. Hins vegar berast fregnir af því að hann hafi sjálfur átt þátt í annarri hrottalegri árás á dreng sem síðan var skilinn eftir í blóði sínu á bílastæði. Spurður hvað hann vilji segja um það segir pilturinn að málið hafi farið algjörlega úr böndunum. Honum þyki mjög leiðinlegt hvernig farið hafi þar, en hann hafi beðið strákinn mörgum sinnum afsökunar. Pilturinn segist hvorki hafa sparkað í andlitið á stráknum né í hann liggjandi, hann hafi ekki stappað á hausnum á honum en hins vegar hafi hann hjálpað til við að koma honum úr buxunum og slegið hann með flötum lófa ásamt því að aka bílnum sem árásarmennirnir voru á. Hann segir að árásarmennirnir hafi fengið fregnir af því að strákurinn hafi gefið 13 ára systur eins þeirra hass og reynt við hana. Þeir hafi allir verið á fíkniefnum og því hafi barsmíðarnar algjörlega farið úr böndunum. Þetta hafi aldrei átt að fara svona langt því upphaflegt markmið hafi verið að hræða hann. Pilturinn segist reiðubúinn að taka afleiðingum gjörða sinna og mæta fyrir dóm vegna árásarinnar. Hann ætlar einnig að standa við sína kæru hvernig sem fer. Hann ætlaði einnig að mæta á mótmælin gegn ofbeldi á Ráðhústorginu og sagðist taka skilaboðin til sín. Aðspurður hvað hann hyggist nú gera segir pilturinn að um leið og hann hafi fengið á hreint að strákarnir sem réðust á hann ætli að láta hann vera ætli hann beint í meðferð. Hann sé bláedrú núna og hafi verið það síðan hann hafi komið af Stuðlum. Hann ætli að halda því áfram því hann viti hvernig hlutirnir endi ef hann haldi neyslunni áfram. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sjá meira
Pilturinn sem skotið var á með loftbyssu á Vaðlaheiðinni, segist ætla að standa við kæruna á hendur árásarmönnum sínum en harmar jafnframt þann þátt sem hann átti í annarri hrottalegri árás á pilt á svipuðu reki. Pilturinn segist búinn að ná sér eftir að hafa fengið í sig ellefu skot úr loftbyssu. Árásarmennirnir sögðu hann skulda þeim peninga fyrir fíkniefni. En skuldar hann þeim enn eða er hann búinn að ganga frá sínum málum við árásarmennina? Hann segir að hann ætli ekki að borga þeim neitt eftir árásina. Hann hafi átt að borga skuldina daginn eftir að hann var skotinn og hann hefði getað gert það hefðu þeir sleppt því að fara svona með hann. Honum finnist hann hafa tekið greiðsluna út og miklu meira en það með árásinni. Aðspuður hvort árásarmennirnir hafi þrýst á hann að draga kæruna á hendur þeim til baka segir hann að þeir hafi aðeins reynt það. Litið er á piltinn sem fórnarlamb í þessu máli enda árásin hrottaleg. Hins vegar berast fregnir af því að hann hafi sjálfur átt þátt í annarri hrottalegri árás á dreng sem síðan var skilinn eftir í blóði sínu á bílastæði. Spurður hvað hann vilji segja um það segir pilturinn að málið hafi farið algjörlega úr böndunum. Honum þyki mjög leiðinlegt hvernig farið hafi þar, en hann hafi beðið strákinn mörgum sinnum afsökunar. Pilturinn segist hvorki hafa sparkað í andlitið á stráknum né í hann liggjandi, hann hafi ekki stappað á hausnum á honum en hins vegar hafi hann hjálpað til við að koma honum úr buxunum og slegið hann með flötum lófa ásamt því að aka bílnum sem árásarmennirnir voru á. Hann segir að árásarmennirnir hafi fengið fregnir af því að strákurinn hafi gefið 13 ára systur eins þeirra hass og reynt við hana. Þeir hafi allir verið á fíkniefnum og því hafi barsmíðarnar algjörlega farið úr böndunum. Þetta hafi aldrei átt að fara svona langt því upphaflegt markmið hafi verið að hræða hann. Pilturinn segist reiðubúinn að taka afleiðingum gjörða sinna og mæta fyrir dóm vegna árásarinnar. Hann ætlar einnig að standa við sína kæru hvernig sem fer. Hann ætlaði einnig að mæta á mótmælin gegn ofbeldi á Ráðhústorginu og sagðist taka skilaboðin til sín. Aðspurður hvað hann hyggist nú gera segir pilturinn að um leið og hann hafi fengið á hreint að strákarnir sem réðust á hann ætli að láta hann vera ætli hann beint í meðferð. Hann sé bláedrú núna og hafi verið það síðan hann hafi komið af Stuðlum. Hann ætli að halda því áfram því hann viti hvernig hlutirnir endi ef hann haldi neyslunni áfram.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sjá meira