Herör gegn ólöglegu vinnuafli 2. maí 2005 00:01 "Takmarkið er að útrýma ólöglegu vinnuafli hér á landi með öllum þeim ráðum sem við höfum," segir Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands Íslands. Sambandið hefur í samstarfi við sín aðildarfélög sett af stað sérstakt átak, Einn réttur - ekkert svindl, gegn þeim atvinnurekendum sem misnota erlent vinnuafl til að skapa sér samkeppnisforskot. Hefur þeim fjölgað til muna hérlendis sem ráða til margvíslegra starfa fólk erlendis frá og oftast nær á mun lægri launakjörum en hér tíðkast. Hefur verkalýðshreyfingin gagnrýnt stjórnvöld fyrir hægagang gagnvart þeim er brjóta lög með þeim hætti og vonast er til að hugarfarsbreyting verði á æðstu stöðum með þessu framtaki. Grétar segir ekki veita af því það erlenda vinnuafl sem hér vinnur fyrir brot af þeim launum sem Íslendingar fá sé ógn við það samfélag sem landinn býr við. "Félagsleg undirboð af þessum toga ógna því samfélagi sem við höfum barist í áratugi við að koma á fót og með þessu átaki er ætlunin að bregðast við. Það höfum við verið að gera hingað til en nú skerum við upp herör gegn starfsemi af þessu tagi og höfum til að mynda sérstaklega ráðið tvo aðila til þess að vinna að átakinu. Þeirra hlutverk verður fyrst og fremst kynning og eftirlit en einnig að uppræta ólöglega atvinnustarfssemi og félagsleg undirboð með því að koma upplýsingum um slíkt á framfæri við stjórnvöld." Alþýðusambandið hefur af þessu tilefni gefið út upplýsingabæklinga fyrir erlent verkafólk en einnig upplýsingar um erlent vinnuafl fyrir þá atvinnurekendur sem margir hverjir þekkja ekki hvaða lög gilda um erlenda starfsmenn. Grétar segist vona að átak sem þetta dugi til að stemma stigu við þeirri fjölgun ólöglegra starfsmanna sem raun virðist vera á hér á landi en ekkert er vitað um raunverulegt umfang þess á landsvísu. "Þegar árið er liðið förum við yfir stöðuna og hverju átakið hefur skilað og höldum því áfram ef ástæða þykir til." Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Erlent Fleiri fréttir Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sjá meira
"Takmarkið er að útrýma ólöglegu vinnuafli hér á landi með öllum þeim ráðum sem við höfum," segir Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands Íslands. Sambandið hefur í samstarfi við sín aðildarfélög sett af stað sérstakt átak, Einn réttur - ekkert svindl, gegn þeim atvinnurekendum sem misnota erlent vinnuafl til að skapa sér samkeppnisforskot. Hefur þeim fjölgað til muna hérlendis sem ráða til margvíslegra starfa fólk erlendis frá og oftast nær á mun lægri launakjörum en hér tíðkast. Hefur verkalýðshreyfingin gagnrýnt stjórnvöld fyrir hægagang gagnvart þeim er brjóta lög með þeim hætti og vonast er til að hugarfarsbreyting verði á æðstu stöðum með þessu framtaki. Grétar segir ekki veita af því það erlenda vinnuafl sem hér vinnur fyrir brot af þeim launum sem Íslendingar fá sé ógn við það samfélag sem landinn býr við. "Félagsleg undirboð af þessum toga ógna því samfélagi sem við höfum barist í áratugi við að koma á fót og með þessu átaki er ætlunin að bregðast við. Það höfum við verið að gera hingað til en nú skerum við upp herör gegn starfsemi af þessu tagi og höfum til að mynda sérstaklega ráðið tvo aðila til þess að vinna að átakinu. Þeirra hlutverk verður fyrst og fremst kynning og eftirlit en einnig að uppræta ólöglega atvinnustarfssemi og félagsleg undirboð með því að koma upplýsingum um slíkt á framfæri við stjórnvöld." Alþýðusambandið hefur af þessu tilefni gefið út upplýsingabæklinga fyrir erlent verkafólk en einnig upplýsingar um erlent vinnuafl fyrir þá atvinnurekendur sem margir hverjir þekkja ekki hvaða lög gilda um erlenda starfsmenn. Grétar segist vona að átak sem þetta dugi til að stemma stigu við þeirri fjölgun ólöglegra starfsmanna sem raun virðist vera á hér á landi en ekkert er vitað um raunverulegt umfang þess á landsvísu. "Þegar árið er liðið förum við yfir stöðuna og hverju átakið hefur skilað og höldum því áfram ef ástæða þykir til."
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Erlent Fleiri fréttir Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sjá meira