
Sport
Liverpool yfir í leikhléi

Það er kominn hálfleikur í leik seinni leik Liverpool og Chelsea í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu og staðan 1-0 fyrir Liverpool. Það var Spánverjinn snjalli Luis Garcia sem skoraði markið strax á fjórðu mínútu. Nokkuð jafnræði hefur verið með liðunum í hálfleiknum. Liverpool var sterkara fyrri hlutann en Chelsea hefur verið að komast betur og betur inn í leikinn án þess þó að brjóta niður sterka vörn heimamanna.