Verður Róbert danskur meistari? 5. maí 2005 00:01 Róbert Gunnarsson og félagar í Aarhus munu spila til úrslita um danska meistaratitilinn í handbolta. Það varð ljóst þegar Aarhus sigraði meistara síðasta árs, GOG, í gær, 38-35, og vann því einvígi liðanna 2-0. Róbert fór hamförum í leiknum og skoraði 11 mörk en Aarhus mætir hinu geysisterka liði Kolding í úrslitum. Það var glatt á hjalla í rútunni hjá leikmönnum Aarhus sem voru á leið heim þegar Fréttablaðið náði tali af Róberti. "Þetta var nokkuð öruggt enda leiddum við leikinn nánast allan tímann og náðum mest sjö marka forystu," sagði Róbert en árangur Aarhus er glæsilegur burtséð frá því hvort liðið fer alla leið og sigrar Kolding í úrslitunum. "Við erum komnir í Meistaradeildina og það er frábær árangur. Þessi árangur er ekki síður glæsilegur þar sem við vorum að slá út sjálfa meistarana og það 2-0. Það er veruleg gleði í Árósum með þennan árangur okkar." Róbert hefur farið mikinn með Aarhus í vetur og var langmarkahæsti leikmaður dönsku deildarinnar í vetur. Það þarf því ekki að koma á óvart að þýska stórliðið Gummersbach sé búið að tryggja sér þjónustu kappans á næstu leiktíð. Það reikna ekki margir með því að Aarhus standi í Kolding í úrslitunum en Róbert segir mikinn hug í honum og félögum hans. "Við höfum fulla trú á okkur. Þeir eru vissulega mjög góðir og mun sigurstranglegri en þessir leikir eru bara bikarúrslitaleikir og þá getur allt gerst. Við mætum óhræddir í úrslitarimmuna enda höfum við allt að vinna en engu að tapa. Ég mun gefa allt sem ég á gegn Kolding og það væri ekki leiðinlegt að kveðja félagið með titli," sagði Róbert Gunnarsson. Íslenski handboltinn Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Fleiri fréttir Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Sjá meira
Róbert Gunnarsson og félagar í Aarhus munu spila til úrslita um danska meistaratitilinn í handbolta. Það varð ljóst þegar Aarhus sigraði meistara síðasta árs, GOG, í gær, 38-35, og vann því einvígi liðanna 2-0. Róbert fór hamförum í leiknum og skoraði 11 mörk en Aarhus mætir hinu geysisterka liði Kolding í úrslitum. Það var glatt á hjalla í rútunni hjá leikmönnum Aarhus sem voru á leið heim þegar Fréttablaðið náði tali af Róberti. "Þetta var nokkuð öruggt enda leiddum við leikinn nánast allan tímann og náðum mest sjö marka forystu," sagði Róbert en árangur Aarhus er glæsilegur burtséð frá því hvort liðið fer alla leið og sigrar Kolding í úrslitunum. "Við erum komnir í Meistaradeildina og það er frábær árangur. Þessi árangur er ekki síður glæsilegur þar sem við vorum að slá út sjálfa meistarana og það 2-0. Það er veruleg gleði í Árósum með þennan árangur okkar." Róbert hefur farið mikinn með Aarhus í vetur og var langmarkahæsti leikmaður dönsku deildarinnar í vetur. Það þarf því ekki að koma á óvart að þýska stórliðið Gummersbach sé búið að tryggja sér þjónustu kappans á næstu leiktíð. Það reikna ekki margir með því að Aarhus standi í Kolding í úrslitunum en Róbert segir mikinn hug í honum og félögum hans. "Við höfum fulla trú á okkur. Þeir eru vissulega mjög góðir og mun sigurstranglegri en þessir leikir eru bara bikarúrslitaleikir og þá getur allt gerst. Við mætum óhræddir í úrslitarimmuna enda höfum við allt að vinna en engu að tapa. Ég mun gefa allt sem ég á gegn Kolding og það væri ekki leiðinlegt að kveðja félagið með titli," sagði Róbert Gunnarsson.
Íslenski handboltinn Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Fleiri fréttir Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Sjá meira