Verður Róbert danskur meistari? 5. maí 2005 00:01 Róbert Gunnarsson og félagar í Aarhus munu spila til úrslita um danska meistaratitilinn í handbolta. Það varð ljóst þegar Aarhus sigraði meistara síðasta árs, GOG, í gær, 38-35, og vann því einvígi liðanna 2-0. Róbert fór hamförum í leiknum og skoraði 11 mörk en Aarhus mætir hinu geysisterka liði Kolding í úrslitum. Það var glatt á hjalla í rútunni hjá leikmönnum Aarhus sem voru á leið heim þegar Fréttablaðið náði tali af Róberti. "Þetta var nokkuð öruggt enda leiddum við leikinn nánast allan tímann og náðum mest sjö marka forystu," sagði Róbert en árangur Aarhus er glæsilegur burtséð frá því hvort liðið fer alla leið og sigrar Kolding í úrslitunum. "Við erum komnir í Meistaradeildina og það er frábær árangur. Þessi árangur er ekki síður glæsilegur þar sem við vorum að slá út sjálfa meistarana og það 2-0. Það er veruleg gleði í Árósum með þennan árangur okkar." Róbert hefur farið mikinn með Aarhus í vetur og var langmarkahæsti leikmaður dönsku deildarinnar í vetur. Það þarf því ekki að koma á óvart að þýska stórliðið Gummersbach sé búið að tryggja sér þjónustu kappans á næstu leiktíð. Það reikna ekki margir með því að Aarhus standi í Kolding í úrslitunum en Róbert segir mikinn hug í honum og félögum hans. "Við höfum fulla trú á okkur. Þeir eru vissulega mjög góðir og mun sigurstranglegri en þessir leikir eru bara bikarúrslitaleikir og þá getur allt gerst. Við mætum óhræddir í úrslitarimmuna enda höfum við allt að vinna en engu að tapa. Ég mun gefa allt sem ég á gegn Kolding og það væri ekki leiðinlegt að kveðja félagið með titli," sagði Róbert Gunnarsson. Íslenski handboltinn Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Fleiri fréttir Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Hætt eftir drónaskandalinn Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Sjá meira
Róbert Gunnarsson og félagar í Aarhus munu spila til úrslita um danska meistaratitilinn í handbolta. Það varð ljóst þegar Aarhus sigraði meistara síðasta árs, GOG, í gær, 38-35, og vann því einvígi liðanna 2-0. Róbert fór hamförum í leiknum og skoraði 11 mörk en Aarhus mætir hinu geysisterka liði Kolding í úrslitum. Það var glatt á hjalla í rútunni hjá leikmönnum Aarhus sem voru á leið heim þegar Fréttablaðið náði tali af Róberti. "Þetta var nokkuð öruggt enda leiddum við leikinn nánast allan tímann og náðum mest sjö marka forystu," sagði Róbert en árangur Aarhus er glæsilegur burtséð frá því hvort liðið fer alla leið og sigrar Kolding í úrslitunum. "Við erum komnir í Meistaradeildina og það er frábær árangur. Þessi árangur er ekki síður glæsilegur þar sem við vorum að slá út sjálfa meistarana og það 2-0. Það er veruleg gleði í Árósum með þennan árangur okkar." Róbert hefur farið mikinn með Aarhus í vetur og var langmarkahæsti leikmaður dönsku deildarinnar í vetur. Það þarf því ekki að koma á óvart að þýska stórliðið Gummersbach sé búið að tryggja sér þjónustu kappans á næstu leiktíð. Það reikna ekki margir með því að Aarhus standi í Kolding í úrslitunum en Róbert segir mikinn hug í honum og félögum hans. "Við höfum fulla trú á okkur. Þeir eru vissulega mjög góðir og mun sigurstranglegri en þessir leikir eru bara bikarúrslitaleikir og þá getur allt gerst. Við mætum óhræddir í úrslitarimmuna enda höfum við allt að vinna en engu að tapa. Ég mun gefa allt sem ég á gegn Kolding og það væri ekki leiðinlegt að kveðja félagið með titli," sagði Róbert Gunnarsson.
Íslenski handboltinn Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Fleiri fréttir Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Hætt eftir drónaskandalinn Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Sjá meira