Geðsjúkur maður rændi bifreiðum 8. maí 2005 00:01 Tvítugur maður rændi tveimur bifreiðum með skömmu millibili í dag með því að ógna ökumönnum og draga þá út. Hann var útskrifaður af geðdeild um hádegi í dag eftir að hafa verið fluttur þangað með alvarlegt þunglyndi og ranghugmyndir í gærkvöld. Litlu mátti muna að stórslys yrði. Það var læknir í Hlaðgerðarkoti sem tók ákvörðun um að senda manninn á geðdeild í Reykjavík. Svanur Óskarsson, umsjónarmaður heimilisins, segir að hann hafi þá verið mjög sjúkur, bæði þunglyndur og með alvarlegar ranghugmyndir um að skaða sig og aðra. Heimilisfólki í Hlaðgerðarkoti, sem er meðferðarheimili fyrir áfengis- og vímuefnaneytendur, var þá farið að standa stuggur af manninum. En geðdeildin hefur greinilega metið ástand mannsins öðruvísi því hann var útskrifaður af deildinni um hádegi í dag. Skýringarnar liggja þó ekki lausu því Þórarinn Hannesson, vakthafandi geðlæknir, sagði í samtali við fréttastofu að fyrir þessu væru vissulega ástæður. Spurðar hverjar þær væru svaraði hann því til að fréttamanninum kæmu þær ekki við. Eftir að maðurinn var kominn út af deildinni rétt eftir hádegi í dag reif hann upp dyrnar á jeppabifreið sem kom aðvífandi eftir bílastæði Landspítalans, dró ökumanninn, sem var kona á miðjum aldri, út, settist sjálfur inn í bílinn og ók í burtu. Konan tilkynnti lögreglu um málið og var þegar í stað hafin leit að manninum. Skömmu seinna fréttist af því að bifreið hefði verið ekið út af Vesturlandsvegi til móts við Hlégarð í Mosfellssveit. Litlu munaði að jeppinn hefði lent á íbúðarhúsi. Tvær konur á fólksbíl stöðvuðu og ætluðu að aðstoða manninn, hann svaraði þeim með því að rífa upp dyrnar ökumannsmegin, rífa aðra konuna út og hrinda henni í jörðina. Hin konan fór út úr bifreiðinni en maðurinn settist undir stýri og ók á brott. Hann var handtekin eftir að hann kom aftur heim á Hlaðgerðarkot og fluttur niður á lögreglustöð þar sem hann hefur verið í yfirheyrslum í allan dag. Lögreglan segist ekki telja að maðurinn hafi verið andlega veikur en ekki undir áhrifum áfengis eða vímuefna. Rannsókn er þó ekki lokið. Konurnar sluppu að mestu ómeiddar, fyrir utan hrufl og skrámur. MYND/Hilmar G. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira
Tvítugur maður rændi tveimur bifreiðum með skömmu millibili í dag með því að ógna ökumönnum og draga þá út. Hann var útskrifaður af geðdeild um hádegi í dag eftir að hafa verið fluttur þangað með alvarlegt þunglyndi og ranghugmyndir í gærkvöld. Litlu mátti muna að stórslys yrði. Það var læknir í Hlaðgerðarkoti sem tók ákvörðun um að senda manninn á geðdeild í Reykjavík. Svanur Óskarsson, umsjónarmaður heimilisins, segir að hann hafi þá verið mjög sjúkur, bæði þunglyndur og með alvarlegar ranghugmyndir um að skaða sig og aðra. Heimilisfólki í Hlaðgerðarkoti, sem er meðferðarheimili fyrir áfengis- og vímuefnaneytendur, var þá farið að standa stuggur af manninum. En geðdeildin hefur greinilega metið ástand mannsins öðruvísi því hann var útskrifaður af deildinni um hádegi í dag. Skýringarnar liggja þó ekki lausu því Þórarinn Hannesson, vakthafandi geðlæknir, sagði í samtali við fréttastofu að fyrir þessu væru vissulega ástæður. Spurðar hverjar þær væru svaraði hann því til að fréttamanninum kæmu þær ekki við. Eftir að maðurinn var kominn út af deildinni rétt eftir hádegi í dag reif hann upp dyrnar á jeppabifreið sem kom aðvífandi eftir bílastæði Landspítalans, dró ökumanninn, sem var kona á miðjum aldri, út, settist sjálfur inn í bílinn og ók í burtu. Konan tilkynnti lögreglu um málið og var þegar í stað hafin leit að manninum. Skömmu seinna fréttist af því að bifreið hefði verið ekið út af Vesturlandsvegi til móts við Hlégarð í Mosfellssveit. Litlu munaði að jeppinn hefði lent á íbúðarhúsi. Tvær konur á fólksbíl stöðvuðu og ætluðu að aðstoða manninn, hann svaraði þeim með því að rífa upp dyrnar ökumannsmegin, rífa aðra konuna út og hrinda henni í jörðina. Hin konan fór út úr bifreiðinni en maðurinn settist undir stýri og ók á brott. Hann var handtekin eftir að hann kom aftur heim á Hlaðgerðarkot og fluttur niður á lögreglustöð þar sem hann hefur verið í yfirheyrslum í allan dag. Lögreglan segist ekki telja að maðurinn hafi verið andlega veikur en ekki undir áhrifum áfengis eða vímuefna. Rannsókn er þó ekki lokið. Konurnar sluppu að mestu ómeiddar, fyrir utan hrufl og skrámur. MYND/Hilmar G.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira