Út af geðdeild og rændi bílum 8. maí 2005 00:01 Eftir að karlmanni var sleppt af geðdeild Landsspítalans ruddist hann inn í bíl skammt frá geðdeildinni. Konu, sem var á bílnum, tókst að komast út og gera lögreglu viðvart, sem hóf leit að bílnum. Skömmu síðar var tilkynnt um að bíl hefði verið ekið út af Vesturlandsvegi, við Hlégarð í Mosfellsbæ, og reyndist það vera bíllinn sem rænt var við sjúkrahúsið skömmu áður. Litlu mátti muna að slys hlytist af en bílinn, sem er af gerðinni Land Rover, skemmdist mikið. Tvær konur á Daihatsu-bifreið vildu aðstoða þann sem ekið hafði út af. Ökumaðurinn hratt upp bílstjórahurðinni, dró konuna út úr bílnum og hrinti henni í götuna. Hann settist undir stýri og ók sem leið lá að Hlaðgerðarkoti, en þar hafði hann verið í vímuefnameðferð en eftir að háttarlag hans olli ótta um að hann skaðaði sjálfan sig eða aðra var hann sendur á geðdeild eftir að læknir hafði skoðað hann. Læknar á geðdeildinni sáu hins vegar ekki ástæðu til að halda honum lengur. Maðurinn var ekki vistaður í nauðungarvistun eins og heimild mun vera til. Hvorki Svanur Óskarsson, forstöðumaður í Hlaðgerðarkoti, né Flosi Karlsson, læknir sem óskaði upphaflega eftir að maðurinn færi á geðdeild, vildu tjá sig um ákvörðun geðdeildarinnar. Ekki náðist í vakthafandi lækni á geðdeildinni þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. "Það er rétt að ég kallaði til lækni til að fá álit hans. Vistmaðurinn hafði átt við geðræn vandamál að stríða. Hann var mjög þunglyndur auk þess sem hann hafði ranghugmyndir um að skaða sig og aðra," sagði Svanur sem óttaðist um heilsu mannsins. Að sögn Árna Þórs Sigmundssonar, aðalvarðstjóra lögreglunnar í Reykjavík, þótti mesta mildi að ekki fór verr. "Aksturinn þótti glæfralegur," sagði Árni Þór. Eftir handtökuna var hann færður á lögreglustöð þar sem rætt var við hann. Læknir var kallaður til og komst hann að sömu niðurstöðu og Flosi Karlsson hafði gert, hálfum sólarhring áður. Maðurinn var færður á sjúkrahús þar sem hann dvelst nú. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Innlent Fleiri fréttir Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur Sjá meira
Eftir að karlmanni var sleppt af geðdeild Landsspítalans ruddist hann inn í bíl skammt frá geðdeildinni. Konu, sem var á bílnum, tókst að komast út og gera lögreglu viðvart, sem hóf leit að bílnum. Skömmu síðar var tilkynnt um að bíl hefði verið ekið út af Vesturlandsvegi, við Hlégarð í Mosfellsbæ, og reyndist það vera bíllinn sem rænt var við sjúkrahúsið skömmu áður. Litlu mátti muna að slys hlytist af en bílinn, sem er af gerðinni Land Rover, skemmdist mikið. Tvær konur á Daihatsu-bifreið vildu aðstoða þann sem ekið hafði út af. Ökumaðurinn hratt upp bílstjórahurðinni, dró konuna út úr bílnum og hrinti henni í götuna. Hann settist undir stýri og ók sem leið lá að Hlaðgerðarkoti, en þar hafði hann verið í vímuefnameðferð en eftir að háttarlag hans olli ótta um að hann skaðaði sjálfan sig eða aðra var hann sendur á geðdeild eftir að læknir hafði skoðað hann. Læknar á geðdeildinni sáu hins vegar ekki ástæðu til að halda honum lengur. Maðurinn var ekki vistaður í nauðungarvistun eins og heimild mun vera til. Hvorki Svanur Óskarsson, forstöðumaður í Hlaðgerðarkoti, né Flosi Karlsson, læknir sem óskaði upphaflega eftir að maðurinn færi á geðdeild, vildu tjá sig um ákvörðun geðdeildarinnar. Ekki náðist í vakthafandi lækni á geðdeildinni þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. "Það er rétt að ég kallaði til lækni til að fá álit hans. Vistmaðurinn hafði átt við geðræn vandamál að stríða. Hann var mjög þunglyndur auk þess sem hann hafði ranghugmyndir um að skaða sig og aðra," sagði Svanur sem óttaðist um heilsu mannsins. Að sögn Árna Þórs Sigmundssonar, aðalvarðstjóra lögreglunnar í Reykjavík, þótti mesta mildi að ekki fór verr. "Aksturinn þótti glæfralegur," sagði Árni Þór. Eftir handtökuna var hann færður á lögreglustöð þar sem rætt var við hann. Læknir var kallaður til og komst hann að sömu niðurstöðu og Flosi Karlsson hafði gert, hálfum sólarhring áður. Maðurinn var færður á sjúkrahús þar sem hann dvelst nú.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Innlent Fleiri fréttir Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent