Ástæðan brot á siðvenjum 17. maí 2005 00:01 Þrír menn yfirbuguðu manninn sem drap annan í Hlíðarhjalla í Kópavogi á sunnudagskvöld. Fréttamaður Stöðvar 2 ræddi við einn þeirra í dag sem segir ástæðuna fyrir manndrápinu hafa verið brot á siðvenjum Víetnama. Manndrápið snerist um heiður. Árásarmaðurinn, Tien, er 33 ára gamall en fórnarlambið, Phong, var 29 ára. Að sögn Sinh Xuan Luu, eins mannanna sem yfirbuguðu árásarmanninn, sýndi hinn látni árásarmanninum ekki tilhlýðilega virðingu þegar þeir ræddu saman. Þar sem árásarmaðurinn var eldri en fórnarlambið bar honum, samkvæmt víetnömskum hefðum, að ávarpa hann með sérstökum hætti. Sinh segir Phong hafa vitað það en hafa haldið að Tien væri aðeins einu ári eldri og hafa því haldið að það skipti ekki miklu máli. Sautján manns voru í matarboðinu í Hlíðarhjallanum og kom árásarmaðurinn á staðinn þegar matargestir voru að ljúka við borðhaldið. Sinh segir að árásarmaðurinn og hinn látni hafi ekki rifist harkalega; eftir borðhaldið hélt hinn látni á klósettið og árásarmaðurinn elti hann. Sinh, ásamt bróður sínum og frænda, fóru inn á klósett og sáu árásarmanninn með blóðugan eldhúshníf í hendinni en í átökunum náði árásarmaðurinn að stinga bróður hans í fótinn. Sinh var með dagblað sem hann brá yfir hnífinn og reyndi að brjóta hann. Þegar þeir höfðu náð að yfirbuga Tien hringdi Sinh á lögregluna. Þá hafði Phong farið úr íbúðinni og fram á stigagang þar sem hann lést. Mikið blóð var á klósettinu, í íbúðinni og í stigaganginum. Sinh segir bróður sínum líða ágætlega nú, tveimur dögum eftir kvöldið örlagaríka. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Innlent Fleiri fréttir Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst Sjá meira
Þrír menn yfirbuguðu manninn sem drap annan í Hlíðarhjalla í Kópavogi á sunnudagskvöld. Fréttamaður Stöðvar 2 ræddi við einn þeirra í dag sem segir ástæðuna fyrir manndrápinu hafa verið brot á siðvenjum Víetnama. Manndrápið snerist um heiður. Árásarmaðurinn, Tien, er 33 ára gamall en fórnarlambið, Phong, var 29 ára. Að sögn Sinh Xuan Luu, eins mannanna sem yfirbuguðu árásarmanninn, sýndi hinn látni árásarmanninum ekki tilhlýðilega virðingu þegar þeir ræddu saman. Þar sem árásarmaðurinn var eldri en fórnarlambið bar honum, samkvæmt víetnömskum hefðum, að ávarpa hann með sérstökum hætti. Sinh segir Phong hafa vitað það en hafa haldið að Tien væri aðeins einu ári eldri og hafa því haldið að það skipti ekki miklu máli. Sautján manns voru í matarboðinu í Hlíðarhjallanum og kom árásarmaðurinn á staðinn þegar matargestir voru að ljúka við borðhaldið. Sinh segir að árásarmaðurinn og hinn látni hafi ekki rifist harkalega; eftir borðhaldið hélt hinn látni á klósettið og árásarmaðurinn elti hann. Sinh, ásamt bróður sínum og frænda, fóru inn á klósett og sáu árásarmanninn með blóðugan eldhúshníf í hendinni en í átökunum náði árásarmaðurinn að stinga bróður hans í fótinn. Sinh var með dagblað sem hann brá yfir hnífinn og reyndi að brjóta hann. Þegar þeir höfðu náð að yfirbuga Tien hringdi Sinh á lögregluna. Þá hafði Phong farið úr íbúðinni og fram á stigagang þar sem hann lést. Mikið blóð var á klósettinu, í íbúðinni og í stigaganginum. Sinh segir bróður sínum líða ágætlega nú, tveimur dögum eftir kvöldið örlagaríka.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Innlent Fleiri fréttir Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst Sjá meira