Ástæðan brot á siðvenjum 17. maí 2005 00:01 Þrír menn yfirbuguðu manninn sem drap annan í Hlíðarhjalla í Kópavogi á sunnudagskvöld. Fréttamaður Stöðvar 2 ræddi við einn þeirra í dag sem segir ástæðuna fyrir manndrápinu hafa verið brot á siðvenjum Víetnama. Manndrápið snerist um heiður. Árásarmaðurinn, Tien, er 33 ára gamall en fórnarlambið, Phong, var 29 ára. Að sögn Sinh Xuan Luu, eins mannanna sem yfirbuguðu árásarmanninn, sýndi hinn látni árásarmanninum ekki tilhlýðilega virðingu þegar þeir ræddu saman. Þar sem árásarmaðurinn var eldri en fórnarlambið bar honum, samkvæmt víetnömskum hefðum, að ávarpa hann með sérstökum hætti. Sinh segir Phong hafa vitað það en hafa haldið að Tien væri aðeins einu ári eldri og hafa því haldið að það skipti ekki miklu máli. Sautján manns voru í matarboðinu í Hlíðarhjallanum og kom árásarmaðurinn á staðinn þegar matargestir voru að ljúka við borðhaldið. Sinh segir að árásarmaðurinn og hinn látni hafi ekki rifist harkalega; eftir borðhaldið hélt hinn látni á klósettið og árásarmaðurinn elti hann. Sinh, ásamt bróður sínum og frænda, fóru inn á klósett og sáu árásarmanninn með blóðugan eldhúshníf í hendinni en í átökunum náði árásarmaðurinn að stinga bróður hans í fótinn. Sinh var með dagblað sem hann brá yfir hnífinn og reyndi að brjóta hann. Þegar þeir höfðu náð að yfirbuga Tien hringdi Sinh á lögregluna. Þá hafði Phong farið úr íbúðinni og fram á stigagang þar sem hann lést. Mikið blóð var á klósettinu, í íbúðinni og í stigaganginum. Sinh segir bróður sínum líða ágætlega nú, tveimur dögum eftir kvöldið örlagaríka. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Sjá meira
Þrír menn yfirbuguðu manninn sem drap annan í Hlíðarhjalla í Kópavogi á sunnudagskvöld. Fréttamaður Stöðvar 2 ræddi við einn þeirra í dag sem segir ástæðuna fyrir manndrápinu hafa verið brot á siðvenjum Víetnama. Manndrápið snerist um heiður. Árásarmaðurinn, Tien, er 33 ára gamall en fórnarlambið, Phong, var 29 ára. Að sögn Sinh Xuan Luu, eins mannanna sem yfirbuguðu árásarmanninn, sýndi hinn látni árásarmanninum ekki tilhlýðilega virðingu þegar þeir ræddu saman. Þar sem árásarmaðurinn var eldri en fórnarlambið bar honum, samkvæmt víetnömskum hefðum, að ávarpa hann með sérstökum hætti. Sinh segir Phong hafa vitað það en hafa haldið að Tien væri aðeins einu ári eldri og hafa því haldið að það skipti ekki miklu máli. Sautján manns voru í matarboðinu í Hlíðarhjallanum og kom árásarmaðurinn á staðinn þegar matargestir voru að ljúka við borðhaldið. Sinh segir að árásarmaðurinn og hinn látni hafi ekki rifist harkalega; eftir borðhaldið hélt hinn látni á klósettið og árásarmaðurinn elti hann. Sinh, ásamt bróður sínum og frænda, fóru inn á klósett og sáu árásarmanninn með blóðugan eldhúshníf í hendinni en í átökunum náði árásarmaðurinn að stinga bróður hans í fótinn. Sinh var með dagblað sem hann brá yfir hnífinn og reyndi að brjóta hann. Þegar þeir höfðu náð að yfirbuga Tien hringdi Sinh á lögregluna. Þá hafði Phong farið úr íbúðinni og fram á stigagang þar sem hann lést. Mikið blóð var á klósettinu, í íbúðinni og í stigaganginum. Sinh segir bróður sínum líða ágætlega nú, tveimur dögum eftir kvöldið örlagaríka.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Sjá meira