Ökuníðingar hvergi óhultir 19. maí 2005 00:01 Reykvískir ökuníðingar verða hvergi óhultir í sumar. Lögreglan í Reykjavík ætlar að beita sér sérstaklega gegn hraðakstri í íbúðahverfum og koma hraðamyndavélum fyrir í ómerktum lögreglubílum. Að sögn lögreglunnar hafa margir ökumenn verið stöðvaðir í borginni undanfarið vegna hraðaksturs og telur hún brýnt að bregðast við með hertara eftirliti. Unnið verður að bættu umferðaröryggi í íbúðahverfunum í sumar og er vonast eftir góðri samvinnu borgaranna í þeim efnum. Lögreglan hvetur fólk til að koma með ábendingar um hættulega staði og aðra staði þar sem umferðarhraði er mikill. Við eftirlitið verður notast við hraðamyndavélar í ómerktum lögreglubílum sem staðsettir verða í íbúðahverfunum og einnig verður fylgst með ökumönnum með ratsjármælingum í merktum lögreglubílum. Karl Steinar Valsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir að lykilatriði fyrir lögreglu til að ná árangri sé að vinna með íbúunum og fá upplýsingar um það sem gerist í hverfunum. Lögreglan vilji beina athyglinni meira af þeim þætti en hún hafi gert en hún muni að sjálfsögðu halda áfram hraðamælingum á stofnbrautum. Karl Steinar segir að í öllum hverfum séu hættulegar götur þar sem ökumenn keyri hratt og skapi sjálfum sér og öðrum hættu í umferðinni. Ástandið sé þó misjafnt eftir hverfum. Borgaryfirvöld hafi staðið fyrir aðgerðum á undanförnum árum til þess að lækka hraða og hverfin séu í auknum mæli að verða svæði þar sem 30 kílómetra hraði sé leyfilegur. Það auki öryggi borgaranna og það skipti máli að þeir sjálfir fylgi lögum og reglum. Á þessum svæðum séu skólar og leikskólar og þó að starf fari ekki fram í skólum viti fólk að börn séu úti að leika sér. Hætturnar séu því fyrir hendi. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Reykvískir ökuníðingar verða hvergi óhultir í sumar. Lögreglan í Reykjavík ætlar að beita sér sérstaklega gegn hraðakstri í íbúðahverfum og koma hraðamyndavélum fyrir í ómerktum lögreglubílum. Að sögn lögreglunnar hafa margir ökumenn verið stöðvaðir í borginni undanfarið vegna hraðaksturs og telur hún brýnt að bregðast við með hertara eftirliti. Unnið verður að bættu umferðaröryggi í íbúðahverfunum í sumar og er vonast eftir góðri samvinnu borgaranna í þeim efnum. Lögreglan hvetur fólk til að koma með ábendingar um hættulega staði og aðra staði þar sem umferðarhraði er mikill. Við eftirlitið verður notast við hraðamyndavélar í ómerktum lögreglubílum sem staðsettir verða í íbúðahverfunum og einnig verður fylgst með ökumönnum með ratsjármælingum í merktum lögreglubílum. Karl Steinar Valsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir að lykilatriði fyrir lögreglu til að ná árangri sé að vinna með íbúunum og fá upplýsingar um það sem gerist í hverfunum. Lögreglan vilji beina athyglinni meira af þeim þætti en hún hafi gert en hún muni að sjálfsögðu halda áfram hraðamælingum á stofnbrautum. Karl Steinar segir að í öllum hverfum séu hættulegar götur þar sem ökumenn keyri hratt og skapi sjálfum sér og öðrum hættu í umferðinni. Ástandið sé þó misjafnt eftir hverfum. Borgaryfirvöld hafi staðið fyrir aðgerðum á undanförnum árum til þess að lækka hraða og hverfin séu í auknum mæli að verða svæði þar sem 30 kílómetra hraði sé leyfilegur. Það auki öryggi borgaranna og það skipti máli að þeir sjálfir fylgi lögum og reglum. Á þessum svæðum séu skólar og leikskólar og þó að starf fari ekki fram í skólum viti fólk að börn séu úti að leika sér. Hætturnar séu því fyrir hendi.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent