Kína, WalMart og skapandi eyðing 21. maí 2005 00:01 Birtist í DV 21. maí 2005 Maður er dálítið hugsi yfir öllum íslensku kaupsýslumönnunum sem flykkjast til Kína. Það er varla að maður finni bisnessmann í gjörvallri Reykjavík. Frændi minn kom sem óbreyttur ferðamaður á Torg hins himneska friðar í vikunni. Þá var búið að loka torginu fyrir Ólaf Ragnar og vini hans úr atvinnulífinu, hermenn voru út um allt og farið að skjóta af fallbyssum til heiðurs þeim. Um daginn sá ég í sjónvarpi viðtal við glaðbeittan danskan atvinnurekanda sem lýsti því að í Austur-Asíu væri að finna besta vinnuafl í heimi "til fornuftige priser" eins og hann orðaði það. Hann nefndi 500 danskar krónur á mánuði – 5000 kall. Það er ekki furða þótt bisnessmennirnir sem eru í för með forsetanum séu spenntir.Kínverska hraðlestinÞá dreymir um að stökkva um borð í stóra lest sem brunar með ógurlegum hraða til áfangastaðar sem enginn veit hver er. Kannski er beinlínis verið að skrifa framtíð sjálfs kapítalismans austur í Kína. Í fabrikkum alþýðulýðveldisins er altént hægt að láta framleiða alls kyns góss fyrir ekki nema brot af því sem það kostar hér. Þarna er meira vinnuafl en í Evrópu og Bandaríkjunum samanlagt. Það er víðar en hér sem hefur verið í gangi Kínaæði. Samstarf WalMart og KínaVerslanakeðjan WalMart er nú stærsta fyrirtæki í heimi. Velgengni WalMart byggir að miklu leyti á því að kreista framleiðendur sem eiga ekki annars kost en að láta fyrirtækið hafa vörur á mjög lágu verði. WalMart er í mjög nánu sambandi við Kína. Sífellt fleiri vörutegundir sem eru seldar í WalMart eru framleiddar í Kína og fluttar með stórum gámaskipum yfir hafið. Undirboðin frá KínaBandarískir framleiðendur eru ekki samkeppnishæfir lengur. Þeir geta ekki keppt við undirboðin frá Kína. Og það er ekki bara tuskur og plastdót sem ber stimpilinn Made in China. Sem dæmi má nefna að framleiðsla sjónvarpstækja hefur að mestu lagst af í Bandaríkjunum. Það virðist aðeins tímaspursmál hvenær bílar verða framleiddir í síauknum mæli eystra; nú þegar kemur mikið af varahlutunum þaðan. Þeir eru líka farnir að framleiða flugvélahluta, tölvur og myndavélar. Allur heimurinn er að fjárfesta í Kína.Því hefur verið haldið fram að það fyrst og fremst störf ófaglærðs verkafólks sem tapast, á móti verði til störf við sölu, markaðssetningu og hönnun – og þau séu miklu verðmætari. En þessi kenning stenst ekki mikið lengur. Hönnunarvinna er í auknum mæli að færast til Asíu þar sem er enginn skortur á vel menntuðum verkfræðingum, tölvumönnum og tæknifræðingum sem vinna fyrir brot af kostnaðinum á Vesturlöndum. Þannig eru störf millistéttarinnar líka að flytjast burt.Gamli ameríski draumurinnÞetta hefur haft víðtækar afleiðingar. Eitt af þeim gamalgrónu bandarísku fyrirtækjum sem á í miklum vandræðum er General Motors. Löngum var haft að orði að það sem væri gott fyrir General Motors væri gott fyrir Ameríku. Að ýmsu leyti var General Motors fyrirmyndarfyrirtæki í markaðshagkerfi eftirstríðsáranna.Starfsmenn hjá GM höfðu góð laun. Þeir unnu hjá fyrirtækinu allt sitt líf, nutu trygginga, settust í helgan stein á ágætum eftirlaunum, gátu komið börnum sínum til mennta. Þetta var ameríski draumurinn; meira að segja ófaglærðir verkamenn gátu notið hans. GM hefur reynt að halda í þessa stefnu, en hún þykir fjarska gamaldags. Núorðið skiptir arður hluthafanna miklu meira máli en verkafólkið.WalMart módeliðNýja módelið er WalMart. Þar eru launin lág, vinnutíminn langur, óöryggið mikið, aðeins hluti starfsmanna nýtur trygginga, launþegarnir koma og fara, mikið er af lausráðnu fólki, umhverfið er fjandsamlegt verkalýðsfélögum. Þegar starfsmennirnir komast á eftirlaunaaldur þurfa þeir gjarnan að leita til almannatrygginga sem Bushstjórnin er í óða önn að slá af. Kapphlaup á botninn?Krafan er sífellt lægra vöruverð, meiri gróði til hluthafa. En þetta er tvíbent. Fólk er ekki bara neytendur, heldur þarf það líka að hafa vinnu, afkomu og öryggi. Það er vel hugsanlegt að hagkerfið sé að grafa undan sjálfu sér með þessu. Í Ameríku eru heitar umræður um hvort WalMart sé gott fyrir þjóðina eða hvort þetta risafyrirtæki valdi þvert á móti eyðingu – atvinnumissi, dauða smáfyrirtækja og framleiðenda og að endingu verri kjörum.Þurfa Vesturlönd kannski að taka upp þriðjaheimslaun til að vera samkeppnishæf? Er þetta kannski kapphlaup niður á botninn?Skapandi eyðileggingHagfræðingurinn frægi, Joseph Schumpeter, skrifaði um skapandi eyðingarmátt sem býr í kapítalismanum – creative destruction. Þetta er þegar fram kemur ný birtingarmynd kapítalismans, ný aðferð sem ryður öllu öðru á undan sér. WalMart er ágætt dæmi um þetta. Það stefnir í að örfáir auðhringir stjórni brátt mestallri verslun á Vesturlöndum. Óvinsæl samskipti við KínaAlmenningur á Íslandi hefur látið samskipti hérlendra ráðamanna við Kína fara í taugarnar á sér. Koma Li Peng og Jiangs Zemin vakti einlæga andúð. Flestum ofbauð hvernig farið var með Falun Gong. Einu teljandi vandræðin sem urðu á farsælum ferli Vigdísar Finnbogadóttur voru þegar hún þótti of talhlýðin við kínverska valdamenn.Víst er að mörgum finnst stjórnarfarið eystra svo ógeðfellt að það sé á mörkunum að hægt sé að eiga samskipti við Kína. Einar K. Guðfinnsson talar áreiðanlega fyrir munn margra þegar hann segist frekar vilja versla við Taivan.Tröllaukin átök hnattvæðingarinnarEn þetta er flókin spurning. Það sem er að gerast í Kína er af svo tröllaukinni stærðargráðu. Þar fara fram mestu átök hnattvæðingarinnar. Hvernig breytist svona risaríki? Því má altént fagna að hingað til hefur það gerst án blóðsúthellinga. Í upphafi síðustu aldar liðaðist ríkið í sundur; saga Kína á tutugustu öldinni er kannski sú hörmulegasta sem um getur – víti til varnaðar. Lífskjör mörg hundruð milljóna Kínverja hafa batnað stórkostlega. Hvað með Rússland?Dálkahöfundurinn Mark Steyn skrifaði umdeildar greinar um Kína í tímaritið Spectator síðla vetrar. Steyn er ákafur frjálshyggjumaður, en gat samt ekki leynt aðdáun sinni á hvernig Kínverjum hefur tekist til. Hann bar Kína saman við Rússland sem hann sagði að lifði í sjálfsskapaðri eymd. Til dæmis fara lifslíkur rússneskra karlmanna stöðugt versnandi – þær eru nú álíka miklar og í fátækrabælinu Bangladesh. Kína hefur vaxið Rússlandi langtyfir höfuð – Rússar horfa ólundarlega á. Samt er mjög litlar náttúruauðlindir að finna í Kína ólíkt því sem er á víðáttum Rússlands. HerskálamarkaðsbúskapurÍ Kína hefur efnahagslegt frelsi komið á undan lýðfrelsi. Deng Xiaoping talaði um að það væri dýrlegt að auðgast. Hagvöxturinn hefur verið tryllingslegur; lífskjör í borgum eru sögð hafa batnað allt að fjórtánfalt. Einfaldar skilgreiningar eiga ekki við; þetta er einkennileg blanda af kommúnisma og kapítalisma – kannski má kalla það herskálamarkaðsbúskap? Andstæðingar Kínastjórnar tala jafnvel um einhvers konar fasisma. Enginn lýðréttindiGallarnir á kerfinu eru auðvitað óskaplegir. Steyn orðar það svo að Kínverjar geti framleitt útvörp, en þeir geti ekki búið til fréttatilkynningar til að lesa í útvarpið. Þar vísar hann í Habl-faraldurinn sem Kínastjórn reyndi að halda leyndum svo mánuðum skipti – laug um hann þar til ógnin var farin að steðja að allri heimsbyggðinni. Þetta lýsir vel þröngsýni, leyndarhyggju og vænisýki stjórnarinnar í Peking. Hvað sem margir velviljaðir forsetar Íslands koma til Kína er ekkert fjær þeim en að fara að veita almenningi lýðréttindi. Ærandi soghljóðÞað er líka auðvelt að fyllast af bölmóði þegar maður horfir til Kína. Þjóðfélagsrýnirinn Jóhannes Björn orðar það svo: "Úr austri heyrist ærandi soghljóð þegar landið sogar til sín efnahagslegan lífhvata annarra þjóða." Á vef sínum vald.org dregur Jóhannes fram ýmsar ófagrar staðreyndir um kínverska efnahagsundrið. Þetta er lögregluríki sem er stjórnað af klíku flokksbrodda, herforingja og milljarðamæringa. Samkvæmt opinberum tölum voru 3400 aftökur í Kína í fyrra. Laogai, kínverska gúlagið, er ennþá til; tugir milljóna fórust þar á tíma Maó Tse Tung. Annað veifið kemur upp umræða um að varningur sem er sendur til Vesturlanda sé sé framleiddur í þessum þrælabúðum. Ógnvekjandi harkaHarkan er ógnvekjandi. Margar verksmiðjurnar minna á eitthvað frá myrkustu tímum iðnbyltingarinnar. Vinnutíminn er allt upp í 16 stundir á dag. Þarna vinnur mestanpart ungt fólk, konurnar verða ekki barnshafandi – margir eru útslitnir um þrítugt. Þeir sem reyna að berjast fyrir bættum kjörum enda í tukthúsi eða eru drepnir. Spilling er geigvænleg, embætti ganga kaupum og sölum. Mestu þjóðflutningar sögunnarEn líkt og oft er um Kína úir og grúir af þversögnum. Það þykir eftirsóknarvert að vinna í þessum verksmiðjum. Efnahagsundrið er að mestu bundið við borgirnar. Í sveitum er ennþá mikil fátækt, fólk lifir á örfáum krónum á dag. Ástandið er sérlega erfitt eftir að dregið var úr ríkisstuðningi við landbúnað – fyrir marga bændur er það eins og að vera reknir af jörðum sínum. Verksmiðjufólkið sendir peninga heim í sveitirnar. Stöðugur straumur fólks er úr sveitum í borgirnar, við borgarmörkin verða til risastórar byggðir fátæklinga. Hið endalausa framboð á vinnuafli sem Kína býður heimsmarkaðnum. Það er talað um að allt að 300 milljón manns hafi verið á faraldsfæti, enginn telur nákvæmlega, en þetta eru mestu þjóðflutningar sögunnar. Umhverfismál í ólestriUmhverfismál eru líka í algjörum ólestri. Nóg eru vandamálin vegna fólksfjöldans – það þykir hrollvekjandi hugmynd ef hundruð milljóna Kínverja ganga einkabílnum á hönd (kannski eru heldur ekki næg bílastæði?). Þrátt fyrir að reistar hafi verið stærstu vatnsaflsvirkjanir í heimi er framleiðslan að miklu leyti knúin áfram af kolum og olíu með tilheyrandi mengun. Ein kenning er sú að olíuverð í heiminum muni aldrei lækka framar vegna vaxandi eftirspurnar frá Kína. Rykský frá Kína berst stundum yfir Kyrrahafsströnd Bandaríkjanna. Þetta er vegna feikilegrar skógareyðingar og uppblásturs í norðurhluta Kína, en afleiðingin eru sandstormar sem geisa á stórum svæðum. Hamfarirnar eru svo miklar að rykið byrgir sólina handan Kyrrahafsins í Kaliforníu og með því berast agnir af arseniki og öðru eitri úr kínverskum verksmiðjum. Umgengnin við náttúruna er skelfileg. Leikurinn mikli í Mið-AsíuTil að tryggja sér aðgang að dvínandi olíubirgðum eru Kínverjar komnir á kaf í valdatafl í Mið-Asíu, "leikinn mikla" eins og það hét á nýlendutímanum. Markmið þeirra er að sér upp leiðslum sem flytji olíu landleið frá Kaspíahafi. Bandaríkin og Rússland hafa önnur áform, vilja beina olíunni í átt til sín. Þessi togstreita nær víða; hún er sögð hafa spilað inn í kastaníubyltinguna svokölluðu í Úkraínu. Bandaríkin hafa raðað upp herstöðvum umhverfis Kína; hinu veiklaða Rússlandi er ekki á móti skapi að þeir séu á svæðinu til að hamla gegn áhrifum Kínverja. Áhyggjufullir ráðamenn á VesturlöndumRáðamenn á Vesturlöndum eru orðnir áhyggjufullir yfir sívaxandi umsvifum Kínverja – eða spilar kannski inn í að þá vantar blóraböggul vegna doðans á vinnumarkaðnum heimafyrir? Schröder og Chirac voru á fundi í vikunni þar sem þeir ræddu stóraukinn innflutning á vefnaðarvöru frá Kína til Evrópu. Í Bandaríkjunum eru 16 þúsund manns sögð hafa misst vinnuna frá áramótum vegna innflutnings fatnaðar frá Kína. Hótun um viðskiptaþvinganirÞetta er heldur ekki bara spurning um lág vinnulaun, heldur skrá Kínverjar gjaldmiðil sinn, júanið, mjög lágt – um allt að fjörutíu prósent. Bandaríkjamenn heimta að júanið verði látið fljóta og vona að með því verði ráðin bót á sívaxandi viðskiptahalla við Kína. Það er skrítin hringrás sem er í gangi. Kínverjar selja varning til Bandaríkjanna og fá borgað í dollurum sem eru síðan notaðir til að fjármagna bandaríska viðskiptahallann með stórfelldum skuldabréfakaupum. Nú er í bakhöndinni hótun um að settir verði háir tollar á kínverskar vörur verði tenging júansins við dollarann ekki afnumin. Frumvarp þessa efnis liggur fyrir Bandaríkjaþingi. Gengisbreyting ein og sér myndi samt ekki ráða neinum úrslitum. Kínversk fyrirtæki geta áfram boðið langtum lægra verð en bandarískir framleiðendur; gullgrafar eins og hinir íslensku munu halda áfram að streyma austur. Gjaldþrota bankakerfiÖnnur hætta vofir yfir: Bankakerfið í Kína er rekið á fjölþættum blekkingum og svindli; það hrærist á gráu svæði milli ríkisbúskapar, groddalegs kapítalisma og hreins þjófræðis. Það er spurning hvað þetta stenst mikið lengur. Lán upp á billjónir dollara fá að vera í vanskilum og verða sum aldrei greidd, en kerfið hangir uppi vegna mikillar þenslu og handstýringar flokksins. Þegar skoðað er í kjölinn eru margir bankarnir tæknilega gjaldþrota. Þetta er tifandi tímasprengja – sérfræðingar spá því að innan tíu ára verði þarna einhvers konar hrun. Óskaplegir þungaflutningarAndstæðingar hnattvæðingar eru líka áhyggjufullir. Hið nýja kerfi þar sem Kína er á öðrum endanum og fyrirtæki eins og WalMart á hinum þýðir stóraukna vöruflutninga yfir höf og vegi með tilheyrandi sóun. Þetta er eins langt frá því að vera sjálfbært og hugsast getur. Hagnaðarvonin ein ræður ferðinni. Allt verður líka stærra og ópersónulegra, einingarnar eru tröllauknar - risafyrirtæki, risaríki. Litli maðurinn – smákaupmaðurinn, smáframleiðandinn – á ekki séns í þessu kerfi. Það er helst að þeir standist áhlaupið sem njóta sérstakrar verndar eins og til dæmis bændastéttin á Vesturlöndum sem lifir undir væng ríkisvaldsins. Fjölbreytnin verður minni, firringin verður meiri. Göfug markmiðÁ móti þessu er stillt upp tveimur hugmyndastraumum. Annars vegar er sá skóli sem er kenndur við fair trade og segir að ekki skuli kaupa vörur sem eru framleiddar í þrælakistum. Hins vegar það sem kallast localismi, sú stefna að vörur skuli framleiddar sem næst þeim stað þar sem þær eru notaðar. Hvor tveggja eru göfug markmið. En þetta getur auðveldlega endað í verndarstefnu og hún kemur einmitt verst við þá sem síst skyldi, fólk í þriðja heiminum sem er að reyna að bæta kjör sín. Heimurinn er sannarlega ekki einfaldur – ekki síst fyrir þá sem eru vel meinandi. Framandlegt lýðræði?Svo er líka spurningin um lýðræði – að hve miklu leyti eigum við að gera kröfur til þess að stjórnarfarið sé skaplegt í ríki sem við eigum svo mikil samskipti við? Það er vinsæl kenning, einkum meðal þeirra sem aðhyllast menningarlega afstæðishyggju, að lýðræði sé gjörsamlega framandi sumum þjóðum. Þá er Kína gjarnan nefnt og ríki á hinu íslamska svæði. Þarna gleymist að mikill fjöldi fólks í þessum löndum þráir opnari og lýðræðislegri stjórnarhætti. Lýðræði hefur líka komist á í löndum sem þekktu það ekki áður – því var á sínum tíma haldið fram að lýðræði væri algjörlega framandlegt Spánverjum. Indland er næst fjölmennasta ríki heims og státar af ágætlega starfhæfri lýðræðisstjórn. Saga tuttugustu aldarinnar sýnir líka að Evrópubúum er lýðræði síður en svo í blóð borið. Menn verða að gæta sín að vera ekki svo skilningsríkir gagnvart einræðisherrum að það verði að skálkaskjóli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Blaðagreinar Silfur Egils Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun
Birtist í DV 21. maí 2005 Maður er dálítið hugsi yfir öllum íslensku kaupsýslumönnunum sem flykkjast til Kína. Það er varla að maður finni bisnessmann í gjörvallri Reykjavík. Frændi minn kom sem óbreyttur ferðamaður á Torg hins himneska friðar í vikunni. Þá var búið að loka torginu fyrir Ólaf Ragnar og vini hans úr atvinnulífinu, hermenn voru út um allt og farið að skjóta af fallbyssum til heiðurs þeim. Um daginn sá ég í sjónvarpi viðtal við glaðbeittan danskan atvinnurekanda sem lýsti því að í Austur-Asíu væri að finna besta vinnuafl í heimi "til fornuftige priser" eins og hann orðaði það. Hann nefndi 500 danskar krónur á mánuði – 5000 kall. Það er ekki furða þótt bisnessmennirnir sem eru í för með forsetanum séu spenntir.Kínverska hraðlestinÞá dreymir um að stökkva um borð í stóra lest sem brunar með ógurlegum hraða til áfangastaðar sem enginn veit hver er. Kannski er beinlínis verið að skrifa framtíð sjálfs kapítalismans austur í Kína. Í fabrikkum alþýðulýðveldisins er altént hægt að láta framleiða alls kyns góss fyrir ekki nema brot af því sem það kostar hér. Þarna er meira vinnuafl en í Evrópu og Bandaríkjunum samanlagt. Það er víðar en hér sem hefur verið í gangi Kínaæði. Samstarf WalMart og KínaVerslanakeðjan WalMart er nú stærsta fyrirtæki í heimi. Velgengni WalMart byggir að miklu leyti á því að kreista framleiðendur sem eiga ekki annars kost en að láta fyrirtækið hafa vörur á mjög lágu verði. WalMart er í mjög nánu sambandi við Kína. Sífellt fleiri vörutegundir sem eru seldar í WalMart eru framleiddar í Kína og fluttar með stórum gámaskipum yfir hafið. Undirboðin frá KínaBandarískir framleiðendur eru ekki samkeppnishæfir lengur. Þeir geta ekki keppt við undirboðin frá Kína. Og það er ekki bara tuskur og plastdót sem ber stimpilinn Made in China. Sem dæmi má nefna að framleiðsla sjónvarpstækja hefur að mestu lagst af í Bandaríkjunum. Það virðist aðeins tímaspursmál hvenær bílar verða framleiddir í síauknum mæli eystra; nú þegar kemur mikið af varahlutunum þaðan. Þeir eru líka farnir að framleiða flugvélahluta, tölvur og myndavélar. Allur heimurinn er að fjárfesta í Kína.Því hefur verið haldið fram að það fyrst og fremst störf ófaglærðs verkafólks sem tapast, á móti verði til störf við sölu, markaðssetningu og hönnun – og þau séu miklu verðmætari. En þessi kenning stenst ekki mikið lengur. Hönnunarvinna er í auknum mæli að færast til Asíu þar sem er enginn skortur á vel menntuðum verkfræðingum, tölvumönnum og tæknifræðingum sem vinna fyrir brot af kostnaðinum á Vesturlöndum. Þannig eru störf millistéttarinnar líka að flytjast burt.Gamli ameríski draumurinnÞetta hefur haft víðtækar afleiðingar. Eitt af þeim gamalgrónu bandarísku fyrirtækjum sem á í miklum vandræðum er General Motors. Löngum var haft að orði að það sem væri gott fyrir General Motors væri gott fyrir Ameríku. Að ýmsu leyti var General Motors fyrirmyndarfyrirtæki í markaðshagkerfi eftirstríðsáranna.Starfsmenn hjá GM höfðu góð laun. Þeir unnu hjá fyrirtækinu allt sitt líf, nutu trygginga, settust í helgan stein á ágætum eftirlaunum, gátu komið börnum sínum til mennta. Þetta var ameríski draumurinn; meira að segja ófaglærðir verkamenn gátu notið hans. GM hefur reynt að halda í þessa stefnu, en hún þykir fjarska gamaldags. Núorðið skiptir arður hluthafanna miklu meira máli en verkafólkið.WalMart módeliðNýja módelið er WalMart. Þar eru launin lág, vinnutíminn langur, óöryggið mikið, aðeins hluti starfsmanna nýtur trygginga, launþegarnir koma og fara, mikið er af lausráðnu fólki, umhverfið er fjandsamlegt verkalýðsfélögum. Þegar starfsmennirnir komast á eftirlaunaaldur þurfa þeir gjarnan að leita til almannatrygginga sem Bushstjórnin er í óða önn að slá af. Kapphlaup á botninn?Krafan er sífellt lægra vöruverð, meiri gróði til hluthafa. En þetta er tvíbent. Fólk er ekki bara neytendur, heldur þarf það líka að hafa vinnu, afkomu og öryggi. Það er vel hugsanlegt að hagkerfið sé að grafa undan sjálfu sér með þessu. Í Ameríku eru heitar umræður um hvort WalMart sé gott fyrir þjóðina eða hvort þetta risafyrirtæki valdi þvert á móti eyðingu – atvinnumissi, dauða smáfyrirtækja og framleiðenda og að endingu verri kjörum.Þurfa Vesturlönd kannski að taka upp þriðjaheimslaun til að vera samkeppnishæf? Er þetta kannski kapphlaup niður á botninn?Skapandi eyðileggingHagfræðingurinn frægi, Joseph Schumpeter, skrifaði um skapandi eyðingarmátt sem býr í kapítalismanum – creative destruction. Þetta er þegar fram kemur ný birtingarmynd kapítalismans, ný aðferð sem ryður öllu öðru á undan sér. WalMart er ágætt dæmi um þetta. Það stefnir í að örfáir auðhringir stjórni brátt mestallri verslun á Vesturlöndum. Óvinsæl samskipti við KínaAlmenningur á Íslandi hefur látið samskipti hérlendra ráðamanna við Kína fara í taugarnar á sér. Koma Li Peng og Jiangs Zemin vakti einlæga andúð. Flestum ofbauð hvernig farið var með Falun Gong. Einu teljandi vandræðin sem urðu á farsælum ferli Vigdísar Finnbogadóttur voru þegar hún þótti of talhlýðin við kínverska valdamenn.Víst er að mörgum finnst stjórnarfarið eystra svo ógeðfellt að það sé á mörkunum að hægt sé að eiga samskipti við Kína. Einar K. Guðfinnsson talar áreiðanlega fyrir munn margra þegar hann segist frekar vilja versla við Taivan.Tröllaukin átök hnattvæðingarinnarEn þetta er flókin spurning. Það sem er að gerast í Kína er af svo tröllaukinni stærðargráðu. Þar fara fram mestu átök hnattvæðingarinnar. Hvernig breytist svona risaríki? Því má altént fagna að hingað til hefur það gerst án blóðsúthellinga. Í upphafi síðustu aldar liðaðist ríkið í sundur; saga Kína á tutugustu öldinni er kannski sú hörmulegasta sem um getur – víti til varnaðar. Lífskjör mörg hundruð milljóna Kínverja hafa batnað stórkostlega. Hvað með Rússland?Dálkahöfundurinn Mark Steyn skrifaði umdeildar greinar um Kína í tímaritið Spectator síðla vetrar. Steyn er ákafur frjálshyggjumaður, en gat samt ekki leynt aðdáun sinni á hvernig Kínverjum hefur tekist til. Hann bar Kína saman við Rússland sem hann sagði að lifði í sjálfsskapaðri eymd. Til dæmis fara lifslíkur rússneskra karlmanna stöðugt versnandi – þær eru nú álíka miklar og í fátækrabælinu Bangladesh. Kína hefur vaxið Rússlandi langtyfir höfuð – Rússar horfa ólundarlega á. Samt er mjög litlar náttúruauðlindir að finna í Kína ólíkt því sem er á víðáttum Rússlands. HerskálamarkaðsbúskapurÍ Kína hefur efnahagslegt frelsi komið á undan lýðfrelsi. Deng Xiaoping talaði um að það væri dýrlegt að auðgast. Hagvöxturinn hefur verið tryllingslegur; lífskjör í borgum eru sögð hafa batnað allt að fjórtánfalt. Einfaldar skilgreiningar eiga ekki við; þetta er einkennileg blanda af kommúnisma og kapítalisma – kannski má kalla það herskálamarkaðsbúskap? Andstæðingar Kínastjórnar tala jafnvel um einhvers konar fasisma. Enginn lýðréttindiGallarnir á kerfinu eru auðvitað óskaplegir. Steyn orðar það svo að Kínverjar geti framleitt útvörp, en þeir geti ekki búið til fréttatilkynningar til að lesa í útvarpið. Þar vísar hann í Habl-faraldurinn sem Kínastjórn reyndi að halda leyndum svo mánuðum skipti – laug um hann þar til ógnin var farin að steðja að allri heimsbyggðinni. Þetta lýsir vel þröngsýni, leyndarhyggju og vænisýki stjórnarinnar í Peking. Hvað sem margir velviljaðir forsetar Íslands koma til Kína er ekkert fjær þeim en að fara að veita almenningi lýðréttindi. Ærandi soghljóðÞað er líka auðvelt að fyllast af bölmóði þegar maður horfir til Kína. Þjóðfélagsrýnirinn Jóhannes Björn orðar það svo: "Úr austri heyrist ærandi soghljóð þegar landið sogar til sín efnahagslegan lífhvata annarra þjóða." Á vef sínum vald.org dregur Jóhannes fram ýmsar ófagrar staðreyndir um kínverska efnahagsundrið. Þetta er lögregluríki sem er stjórnað af klíku flokksbrodda, herforingja og milljarðamæringa. Samkvæmt opinberum tölum voru 3400 aftökur í Kína í fyrra. Laogai, kínverska gúlagið, er ennþá til; tugir milljóna fórust þar á tíma Maó Tse Tung. Annað veifið kemur upp umræða um að varningur sem er sendur til Vesturlanda sé sé framleiddur í þessum þrælabúðum. Ógnvekjandi harkaHarkan er ógnvekjandi. Margar verksmiðjurnar minna á eitthvað frá myrkustu tímum iðnbyltingarinnar. Vinnutíminn er allt upp í 16 stundir á dag. Þarna vinnur mestanpart ungt fólk, konurnar verða ekki barnshafandi – margir eru útslitnir um þrítugt. Þeir sem reyna að berjast fyrir bættum kjörum enda í tukthúsi eða eru drepnir. Spilling er geigvænleg, embætti ganga kaupum og sölum. Mestu þjóðflutningar sögunnarEn líkt og oft er um Kína úir og grúir af þversögnum. Það þykir eftirsóknarvert að vinna í þessum verksmiðjum. Efnahagsundrið er að mestu bundið við borgirnar. Í sveitum er ennþá mikil fátækt, fólk lifir á örfáum krónum á dag. Ástandið er sérlega erfitt eftir að dregið var úr ríkisstuðningi við landbúnað – fyrir marga bændur er það eins og að vera reknir af jörðum sínum. Verksmiðjufólkið sendir peninga heim í sveitirnar. Stöðugur straumur fólks er úr sveitum í borgirnar, við borgarmörkin verða til risastórar byggðir fátæklinga. Hið endalausa framboð á vinnuafli sem Kína býður heimsmarkaðnum. Það er talað um að allt að 300 milljón manns hafi verið á faraldsfæti, enginn telur nákvæmlega, en þetta eru mestu þjóðflutningar sögunnar. Umhverfismál í ólestriUmhverfismál eru líka í algjörum ólestri. Nóg eru vandamálin vegna fólksfjöldans – það þykir hrollvekjandi hugmynd ef hundruð milljóna Kínverja ganga einkabílnum á hönd (kannski eru heldur ekki næg bílastæði?). Þrátt fyrir að reistar hafi verið stærstu vatnsaflsvirkjanir í heimi er framleiðslan að miklu leyti knúin áfram af kolum og olíu með tilheyrandi mengun. Ein kenning er sú að olíuverð í heiminum muni aldrei lækka framar vegna vaxandi eftirspurnar frá Kína. Rykský frá Kína berst stundum yfir Kyrrahafsströnd Bandaríkjanna. Þetta er vegna feikilegrar skógareyðingar og uppblásturs í norðurhluta Kína, en afleiðingin eru sandstormar sem geisa á stórum svæðum. Hamfarirnar eru svo miklar að rykið byrgir sólina handan Kyrrahafsins í Kaliforníu og með því berast agnir af arseniki og öðru eitri úr kínverskum verksmiðjum. Umgengnin við náttúruna er skelfileg. Leikurinn mikli í Mið-AsíuTil að tryggja sér aðgang að dvínandi olíubirgðum eru Kínverjar komnir á kaf í valdatafl í Mið-Asíu, "leikinn mikla" eins og það hét á nýlendutímanum. Markmið þeirra er að sér upp leiðslum sem flytji olíu landleið frá Kaspíahafi. Bandaríkin og Rússland hafa önnur áform, vilja beina olíunni í átt til sín. Þessi togstreita nær víða; hún er sögð hafa spilað inn í kastaníubyltinguna svokölluðu í Úkraínu. Bandaríkin hafa raðað upp herstöðvum umhverfis Kína; hinu veiklaða Rússlandi er ekki á móti skapi að þeir séu á svæðinu til að hamla gegn áhrifum Kínverja. Áhyggjufullir ráðamenn á VesturlöndumRáðamenn á Vesturlöndum eru orðnir áhyggjufullir yfir sívaxandi umsvifum Kínverja – eða spilar kannski inn í að þá vantar blóraböggul vegna doðans á vinnumarkaðnum heimafyrir? Schröder og Chirac voru á fundi í vikunni þar sem þeir ræddu stóraukinn innflutning á vefnaðarvöru frá Kína til Evrópu. Í Bandaríkjunum eru 16 þúsund manns sögð hafa misst vinnuna frá áramótum vegna innflutnings fatnaðar frá Kína. Hótun um viðskiptaþvinganirÞetta er heldur ekki bara spurning um lág vinnulaun, heldur skrá Kínverjar gjaldmiðil sinn, júanið, mjög lágt – um allt að fjörutíu prósent. Bandaríkjamenn heimta að júanið verði látið fljóta og vona að með því verði ráðin bót á sívaxandi viðskiptahalla við Kína. Það er skrítin hringrás sem er í gangi. Kínverjar selja varning til Bandaríkjanna og fá borgað í dollurum sem eru síðan notaðir til að fjármagna bandaríska viðskiptahallann með stórfelldum skuldabréfakaupum. Nú er í bakhöndinni hótun um að settir verði háir tollar á kínverskar vörur verði tenging júansins við dollarann ekki afnumin. Frumvarp þessa efnis liggur fyrir Bandaríkjaþingi. Gengisbreyting ein og sér myndi samt ekki ráða neinum úrslitum. Kínversk fyrirtæki geta áfram boðið langtum lægra verð en bandarískir framleiðendur; gullgrafar eins og hinir íslensku munu halda áfram að streyma austur. Gjaldþrota bankakerfiÖnnur hætta vofir yfir: Bankakerfið í Kína er rekið á fjölþættum blekkingum og svindli; það hrærist á gráu svæði milli ríkisbúskapar, groddalegs kapítalisma og hreins þjófræðis. Það er spurning hvað þetta stenst mikið lengur. Lán upp á billjónir dollara fá að vera í vanskilum og verða sum aldrei greidd, en kerfið hangir uppi vegna mikillar þenslu og handstýringar flokksins. Þegar skoðað er í kjölinn eru margir bankarnir tæknilega gjaldþrota. Þetta er tifandi tímasprengja – sérfræðingar spá því að innan tíu ára verði þarna einhvers konar hrun. Óskaplegir þungaflutningarAndstæðingar hnattvæðingar eru líka áhyggjufullir. Hið nýja kerfi þar sem Kína er á öðrum endanum og fyrirtæki eins og WalMart á hinum þýðir stóraukna vöruflutninga yfir höf og vegi með tilheyrandi sóun. Þetta er eins langt frá því að vera sjálfbært og hugsast getur. Hagnaðarvonin ein ræður ferðinni. Allt verður líka stærra og ópersónulegra, einingarnar eru tröllauknar - risafyrirtæki, risaríki. Litli maðurinn – smákaupmaðurinn, smáframleiðandinn – á ekki séns í þessu kerfi. Það er helst að þeir standist áhlaupið sem njóta sérstakrar verndar eins og til dæmis bændastéttin á Vesturlöndum sem lifir undir væng ríkisvaldsins. Fjölbreytnin verður minni, firringin verður meiri. Göfug markmiðÁ móti þessu er stillt upp tveimur hugmyndastraumum. Annars vegar er sá skóli sem er kenndur við fair trade og segir að ekki skuli kaupa vörur sem eru framleiddar í þrælakistum. Hins vegar það sem kallast localismi, sú stefna að vörur skuli framleiddar sem næst þeim stað þar sem þær eru notaðar. Hvor tveggja eru göfug markmið. En þetta getur auðveldlega endað í verndarstefnu og hún kemur einmitt verst við þá sem síst skyldi, fólk í þriðja heiminum sem er að reyna að bæta kjör sín. Heimurinn er sannarlega ekki einfaldur – ekki síst fyrir þá sem eru vel meinandi. Framandlegt lýðræði?Svo er líka spurningin um lýðræði – að hve miklu leyti eigum við að gera kröfur til þess að stjórnarfarið sé skaplegt í ríki sem við eigum svo mikil samskipti við? Það er vinsæl kenning, einkum meðal þeirra sem aðhyllast menningarlega afstæðishyggju, að lýðræði sé gjörsamlega framandi sumum þjóðum. Þá er Kína gjarnan nefnt og ríki á hinu íslamska svæði. Þarna gleymist að mikill fjöldi fólks í þessum löndum þráir opnari og lýðræðislegri stjórnarhætti. Lýðræði hefur líka komist á í löndum sem þekktu það ekki áður – því var á sínum tíma haldið fram að lýðræði væri algjörlega framandlegt Spánverjum. Indland er næst fjölmennasta ríki heims og státar af ágætlega starfhæfri lýðræðisstjórn. Saga tuttugustu aldarinnar sýnir líka að Evrópubúum er lýðræði síður en svo í blóð borið. Menn verða að gæta sín að vera ekki svo skilningsríkir gagnvart einræðisherrum að það verði að skálkaskjóli.